Bæjarblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 1
• . . . ... "... /> *< i ' /f Með kvóta upp á núll. “Af hveiju eru menn ekki á sjó í svona góðu veðri”, spurði blaðamaðurinn trillusjómanninn þegar sá fyrrnefndi var í fréttaleit við Njarðvíkurhöfn á laugardaginn. “Það er ósköp einföld skýring á því”,svaraði trillusjómaðurinn. “Það gera kvótalögin hans Halldórs Ásgrímssonar”. Nýju kvótalögin hafa ekki fallið trillusjómönnumhérá svæðinu vel í geð, sem skiljanlegt er og segja sumir að ef ekki fáist leiðrétting, muni skapast hálfgert styrjaldarástand á næstunni, enda trillusjómenn bullandi reiðir. “Þetta er orðið óútskýranlegt helvítis rugl”,sagði annar trillusjómaður sem blaðamaðurinn hitti á bryggjunni. Á myndinni sjáum við GustVE 101. Hanner einn þeirra báta sem um áramótin fékk kvótaúthlutun uppá núll, vegna þess að hann féll ekki undir viðmiðunarárin svokölluðu. Ummæn Ríkisútvarpsins í meira lagi misvísandi - segir bæjarstjóri Njarðvíkur um fróttaflutning útvarpsins af ástandi brunavarna í íþróttahúsi Njarðvíkur. Kristján Pálsson, .bæjarstjóri í Njarð- vík, mótmælir fréttaflutni ngi Ríkisútvarpsins vegna brunavarna í íþróttahúsi Njarð- vfkur. Það sem at- hygli vekur í þessu máli er að bruna- málastjóri virðist hafa gefíð frétta- mönnum kost á að lesa skýrslur um málið, áður en þær voru sendar út til viðkomandi aðila. I bókun bæjarstjór- ans kemur fram að Bergsteinn Giss- urarson bruna- málastjóri hafi beðist afsökunar vegna þessa og lofað að koma atnuga- semdum áframfæri við útvarpið. í bókuninni segir að umrædd úttekt brunamálastjóra hafí borist bæjar- yfirvöldum í Njarð- vík 25. janúar, en hafi verið til um- fjöllunar í útvarp- inu daginn áður. Þá segir jafnframt að fullyrðing fréttamanns útvarpsins, um að bæjaryfirvöld í Njarðvík hafi ekkert gert til úr- bóta frá þvf skýrsla Brunamálastofhunar var gerð í október s.l. sé í meira lagi misvísandi þar sem skýrslan barst ekki til bæjaryfirvalda fyrr en 25. janúar eins og áður sagði, en ekki 17. október á síðasta ári, og því hafi ekki unnist tími til neinna úrbóta. Bæjarstjóri hefur farið þess á leit við bygginga- fulltrúa Njarðvík- urbæjar að hann geri kostnaðarlega úttekt á athuga- semdum Bruna- málastofnunar. Aðfinnslur Bruna- málastofnunar vegna íþróttahúss Njarðvíkur eru æði margar, eða í 16 liðum, og fær ástandið í húsinu stimpilinn “óvið- unandi”. Nýtt ! Nú færðu passamyndimar t HljÓiflVCll. Ath: Stækkun fylgir hverri framköllun 10 °/' afsláttur af hverri framköllun, sé filman keypt í HljÓítlVUl. Hljómval Keflavík Símar 14933 -13933

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.