Bæjarblaðið - 30.01.1991, Qupperneq 12

Bæjarblaðið - 30.01.1991, Qupperneq 12
12 BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð M Risamótið í snóker: Urslit án spennu - Börkur sigraði Jón Inga örugglega I úrslitaviðureigninni. Um helgina lauk fyrsta stigamótinu af sex, sem Knattborðs- stofa Sandgerðis, Knattborðssota Suð- urnesja, Samvinnu- ferðir - Landsýn í Sandgerði og Bæjar- blaðið standa að. Þáttakendur í þessu fyrsta móti voru 58 talsins. BörkurBirgis- son sigraði fyrstu keppnina, eftir úr- slitaviðureign við Jón Inga Ægisson. í fjögurra manna úrslit komust þeir Gunnar Gunnarsson og Ragnar Ómarsson, ásamt Berki og Jóni Inga. Börkur spilaði þar á móti Gunnari, sem er reyndar mjög sterkur spilari, og kom það því nokkuð á óvart að Börkur skyldi sigra hann 3-0. Jón Ingi Ægisson sigraðieinnig örugglega í sinni viðureign gegn Ragn- ari Ómarssyni, 3-0. Þ6 tiltölulega stutt sé síðan Jón Ingi hóf að spila snóker, hefur árangur hans verið mjög góður á skömm- um tíma og í dag er hann í hópi sterkustu snókermanna á Suðurnesjum. Hann náði þó ekki að leggja Börk að velli í úrslitunum, því þar var Börkur enn í sama stuðinu. Börkur sig- raði með mikluöryggi, 3-0. Lítið er hægt að segja um úrslitin í þessu fyrsta móti af sex sem haldin verða. Til þess voru úrslitin of “hrein”, eða 3-0 í öllum leikjum. Gunnar Gunnarsson og Ragnar Ómarsson urðu því í 3-4. sæti, en í 4-8. sæti eru þeir Pétur Jónsson, Hólm- Samvinnuferdir- Landsýn Sandgerðisumboð Egill Ólafsson Bjarmalandi 9 S: 37689 Börkur Birgisson og Jón Ingi Ægisson eru stigahæstir eftir fyrsta mótið. Þeir ættu þó ekki að fagna sigri of snemma, því fimm mót eru eftir og Ijóst er að það verður hart barist um efstu sætin. ar Tryggvason, Geir Sigurðsson og Jón Ólafur Jónsson. Næsta stigamót í röðinni verður haldið helgina 8.- 9. febrúar næstkomandi. Sex mót verða haldin í mótaröðinni, eins og áður sagði, en fjögur mót gilda að stigum. Þeir sem lenda í nmm efstu sætunum fá í verðlaun ferð til Snglands, þar sem úeim er boðið að 'ylgjast með úr. slitunum á heims- meistaramótinu í snóker BG-Búðin/Knattborðsstofa Suðumesja Allar snókervörur á einum stað. Úrvalskjuðar - varanleg eign í BG-búðinni Grófinni 8

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.