Bæjarblaðið - 30.01.1991, Síða 8

Bæjarblaðið - 30.01.1991, Síða 8
8 BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð “Þarf að svara ólíkleg ustu spurningum” - rœtt viö tilsjónarmann ungs drengs Kjartan Ásmundsson verður 14 ára 7. febrúar n.k. Hann hefur verið blindur frá fæðingu og er í blindradeild Álftamýraskóla, Kjartan býr í Grindavík ásamt foreldrum sínum, yngri systur, Stefaníu Helgu og eldri bróður, Guðjóni. Kjartan er keyrður til Reykjavíkur daglega ásamt öðrum börnum sem þurfa að sækja þjónustu til Reykjavíkur. Kjartan fékk fyrst tilsjónamann árið 1989, en síðan í mars á síðasta ári hefur tilsjónarmaður hans verið Elías Þór Pétursson, kallaður Elli. Bæjarblaðið hitti þá vini, Kjartan og Ella að máli fyrir stuttu og ræddi stuttlega við þá um vinskap þeirra, svona til að forvitnast nánar um hlutverk tilsjónarmannsins. “Það getur verið virkilega gaman að vera tiísiónamaður”, svarar Elli aðspurður. “Það eru ekki margir dauðar tímar hjá manni þegar maðurer tilsjónamaður. Það segir sig sjálft að þetta er mjög lifandi starf og maður kynnist alveg nýjum heimi einstaklings sem er blindur. Þetta er kreQandi starf og til að byrja með reyndi mikið á tjáskiptin, en iað lagaðist nú ljótt”,segir Elli. En ívernig aatt honum í íug að gerast tilsjónamaður 7 “Það kom nú þannig til að starfsmaður félagsm álaráðs Grindavíkur, Halldór Ingvason, hafði samband við mig og bauð mér þetta starr. Eftir stuttan umhugsunartíma ákvað ég að þigma boðið”, segir hann.Á.ð sögn Ella fara þeir félagar stundum á körfuboltaleiki og tvisvar sinnum hafa æir farið saman í bíó. Clli segir að Kjartan íafi gaman af því að ’ara f Kringluna. “Auðvitað þarf ég að svara ólíklegustu spumingum og eflaust meira en margir aðrir tilsjónarmenn, vegna ess að Kjartan er lindur. En einmitt það bindur okkur sterkari böndum”, segir Elli. En hvernig finnst Kjartani að hafa tilsjónarmann ? “Það er mjög gaman og ágætt að komastfrá íjölskyldunni annað slagið”, svarar hann að bragði. “Við förum oft uppí íþróttahús saman, og það kemur sér vel að Elli hefur bíl, svo við getum farið í Kringluna og svoleiðis”. Þegarhann er spurður að því hvort að sé ekki erfitt að y n n a s t tilsjónarmönnum, svarar hann um hæl: “Nei, nei, það er ekkert mál” ! Að sögn þeirra félaga hittast þeir öðru hveiju u.þ.b. 10 tíma á viku. Stundum 5 daga vikunnar, stundum sjaldnar og þá lengur í einu. Oft eyða þeir stund saman á kvöldin milli klukkan átta og tíu. Foreldar Kjartans em þau Kolbrún uðmundsdóttir og smundur Jón Jónsson. Við inntum Kolbrúnu eftir því hvernig þau báru sig að við að fá tilsjónarmann fyrir artan yrir rúmu ári síðan sóttum við um tilsjónarmann fyrir Kjartan til Svæðistjórnar Reykjaness. Þaðan var haft samband við félagsmálafulltrúa Grindavíkur, en mér skilst að hægt sé að sækja um beint til viðkomandi sveitarfélags. Okkar umsókn var tekið mjög vel njá Grindavíkurbæ og fengum úthlutað 10 tímum á viku. Grindavíkurbær greiðir láun tilsjónarmannsins. Við emm mjög ánægð með þessa þjónustu og etta fyrirkomulag entar Kjartani mjög vel. Hann er ánægður með sinn tilsjónarmann og hefur eignast góðan félaga”, sagði Kolbrún./ Þau félög eða samtök sem áhuga hafa á að sjá um sælgætis- og veitingasölu ásamt útgáfu á kynningarbæklingi vegna 17. júni hátíðarhaldanna mæti á fund þjóðhátíðarnefndar fimmtudaginn 14. feb. 1991 kl. 18 á skrifstofu Keflavíkur, Hafnargötu 12. Þjóðhátíðarnefnd

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.