Bæjarblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 11

Bæjarblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 11
BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð 11 sjáist sprungur á því öllu. Þegar dreifíng N-S sprunganna er borin saman við dreifíngu iarðskjálfta á Reykjanesi, kemur mjög glöggt samband í ljós. N-S sprungur- nar falla nær alveg saman við skjálfta á Reykjanesi á árabilinu 1971-75. Skjálftarnir raða sér á mjótt belti sem liggur nær austur-vestur þvert á NA-SV reinarnar. Af þessu má draga þá ályktun að N-S brotabeltið sé í orsakasambandi við skjálftana. Á Suðurlands- undirlendi er einkar glöggt samband milli N-Ssprungureinanna og jarðskjálfta. Slíkt samband er einnig hægt að sjá á Reykja- nesi. í skjálftahrinu sem varð á tímabilinu 3. ágúst til 13. september 1972 yst á Reykjanesi, urðu flestir skjálftanna á Reykjanesrein en þar sem NS sprungurein sker hana austan á Reykjanestánni leiddu skálftarnir út í N-S sprungurnar. Reykjanesskaginn er hluti af sprungukerfí, sem liggur um At- landshaf endilangt og tengir saman svo- nefndan Reykjanes- hrygg, þar sem áðurnefndir skálftar voru í haust, og §osbelti íslands. prungureinarnar einkennast af opnum sprungum og gjám. Þærerumislangar, 25 - 50 km og yfírleitt 5-7 km. breiðar. Svæðiðer því allt“sundurskorið” og sprungubeltin eru stærst þar sem talið er að Reykjanes- skaginn muni klofna frá meginlandinu. Þá er ónefnd ein sprungurein, sem veita ber athygli með hliðsjón af drauma- frásögnunum hér til hliðar. Það er hin svonefnda Krýsuvíkur - Trölladyngjurein. Reinin er mjög löng, eða a.m.k. 60 km og nær allt upp í Mosfellssveit. Draumar og fyrirboðar -um náttúruhamfarlr á Reykjanesi Fjölmargt fólk með dulskyggnigáfu hefur fengið vitranir eða draumfarir um stórbrotnar nátt- úruhamfarir á Reykjanesi ogbenda draumarnir allir í sömu átt. I bókinni Framtíð- arsýnir sjáenda, sem kom út árið 1987, er sérstakur kafli um þetta. Þar skýra sjá- endur frá upplýsing- um sem þeim hefur vitrast í draumi, og það er einkar athyglisvert hvað draumum fólksins ber saman. Náttúruhamfarir árið 2020 Draumspakur maður og dulskyggn með forspárgáfu, segir frá draumi sínum, sem er á þá leið að farið var með hann í flugferð “ um svæðið næst höfuð- borginni”. Honum var sagt að þáverandi tímatal væri2020oghonum voru sýndar breyt- ingamar sem orðnar voru. Hið helsta úr lýsingunni var það, að Hafnarfjörðurvar kominn undir hraun að miklu leyti. Byggðin á Seltjarn- arnesinu öllu var eydd og gamli miðbær Reykja- vfkur sokkinn í sæ. Þéttasta byggðin átti hins vegar að vera kominn í Mos- fellsdalinn. Reykjanesið klofnar frá meginhluta landsins Annar maður varð fyrir svipaðri reynslu í draumsvefni. Hann segir svo frá: “Draumurinn var á þá lund, að ég þóttist sjá landabréf af íslandi, sem var svarthvítt og flatt að öðru leyti en því, að Reykjanesið var marglitt og upphleypt eins og plastkortin líta út. Þetta var reyndar í fyrsta sinn að ég sá upphleypt kort, þ.e. í draumnum. Mörkin milli litaða svæðisins og þess svarthvíta á kortinu voru lína sem lá í suðvestur-norð- austur og lá nokkurn veginn með Kleifar- vatni endilöngu og síðan í norður í átt til Straumsvíkur. Eftir þvf sem ég heyrði fleiri frásagnir af draumum varðandi þetta mál allt, þýddi ég draum- inn á þann veg að Reykjanesið muni klofna frá meginhluta landsins í stórbrotn- um náttúruhamför- um”. Sami aðili segir að atburðarrásin verði þannig: “Eftir Vest- mannaeyiagosið verð- ur gos í Kröflu. Þar á eftir verður svo Suðurlandsskjálfti og Kötlugos. Nokkru síðar verður gos í BláQöllum” Grindavík horfið með öllu. Kona sem er skyggn sá Reykjavík og nágrenni í fram- tíðarsýn. Henni virtist Reykjanesið hafa orðið fyrir stórfelldri jarð- fræðilegri röskun. Hún segist ekki geta fullyrt hvenær þetta verði, né hvort breyt- ingarnar gerist með snökkum hætt eða smám saman. Frá- sögnhennareráþessa leið : “Stór nluti Reykjavíkur er.k°m- inn undir sjó. Öskju- hlíðin og Langholtið eru óbyggðar eyjar. Valhúsarhæðin og ýmsir aðrir staðir standa líkt og sker upp úr sjónum. Það er byggð í útjaðri Breiðholts, en bó fyrst og fremst við Ulfars- fell, upp Mosfells- dalinn og meðfram Kjalarnesinu. Ég sé að það hafa orðið miklar jarðhræringar og eldsumbrot á Blá- fjallasvæðinu. Það leggur hraunstraum niður Elliðaárdalinn. Hafnar^örðureríevði og Grindavík hefur horfíð með öll. Það er engu líkara en að Reykjanesið hafi færst til í gífurlegum nátt- úruhamförum”. Gerist fyrirvaralaust - stutt í atburðinn Ung kona sem er berdreyminn og hefur margsinnis orðið fyrir sálrænum viðburðum, segir frá reynslu sinni á þennan veg: “Áður en Vestmanna- eyjagosið varð dreym- di mig það í þrjár nætur samfellt. Síð- ustu nóttina sá ég hvernig fólkið flúði í átt að oryggjunni og þegar ég vaknaði um morguninn leið mér vel því ég vissi að enginn hafði farist. Skömmu síðar var ég á ferð um landið og var þá bent á þá staði þar sem yrðu eldsumbrot. Ég vissi að eftir Vestmanna- eyjagosið yrði gos í Kröflu og því næst í Heklu. Þá verður einnig mikið eldgos nálægt Reykjavflk. Rúmlega tvítug bjó ég í Efra-Breiðholti og dreymdi á þennan draum:Mér fannst ég rísa úr rúmi mínu og ganga fram í stofu, að stofuglugganum. Þá sá ég sjón sem ég gleymiekki á meðan ég lifi. Ég sá fólk flýja skelfingu lostið í átt að Mos- fellssveit. í áttina að Hafnarfirði var eldur og óhugnan- legur reykja- mökkur, sem færð- ist nær með braki og brestum. Vegna þess að flest af því sem mig hefur dreymt um fram- tíðina hefur komið fram, varð ég mjög óttaslegin vegna þessa draums. í margar vikur á eftir hafði ég alltaf til taks það allra nauð- synlegasta, ef til þess kæmi að ég þyrfti að fl^a. I nóvemoer árið 1987 dreymdi mig aftur Reykjavíkur- gosið. í Elliðaám sá ég glóandi hraun- straum. Þetta gerist að nóttu til án nokk- urs fyrirvara. Raf- magnið fer og og ég skynjaði hvernig undarleg og óþægi- leg lykt mengaði andrúmsloftið. Margir verða að flýja heimili sín. Mér finnst vera stutt í þennan at- burð”.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.