Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 4
4 BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð Eldeyjar-Súla til veiða í nœstu viku - stjórn Fiskveiðasjóðs var mótfallin kaupunum. Skipið í endurbótum í Njarðvíkurslipp. Dalborg EA, hið nýja skip Eldeyjar hf. er nú komið í slipp í Njarðvík, en skipið kom hingað suður á sunnudaginn. Að sögn Amar Traustasonar, framkvæmd- arstjóra Eldeyjar hf. má fastlega búast við því að skipið haldi til veiða um miðja næstu viku, en þá ætti nauðsynlegum enduibótum að vera lokið. Mun togarinn þá sigla undir nafninu Eldeyjar - Súla. Um tíma leit út fyrir að ekki yrði af kaupunum, en á fundi íFiskveiðasjóði sl. þriðjudag var fjallað um fyrirhugaða sölu togarans til Suðumesja. Stjóm Fiskveiðasjóðs taldi að kvóti togarans væri ofh'till til þess að standa undir rekstri skipsins og við afborganiraf lánum. Kvóti skipsins rvmaði talsvert við söluna. A togaranum hvílir 50 milljón króna lán frá Fiskveiðasjóði, sem m.a. er mikið til komið vegna endurbyggingar á skipinu fyrirum tveimurárum síðan. Tókst að leysa þetta mál fyrir helgi og er togarinn því kominn suður. örn segir afstöðu Fiskveiðasjóðs vera einkennilega. “í því sambandi emm við með tvö skip nær skuldlaus við sjóðinn, sem þeir taka ekki tillit til. Eldeyjar - Hjalti og EldeyjarBoði skuldasamtals 3.6 milljónir við sjóðinn. Lögum samkvæmt þá fer 7 % af brúttóaflaverðmætum skipanna til sjóðsins. Ef okkar skip voru með 200 milljóna aflaverðmæti þá þýða þessi 7 % um 13,5 milljónir. Og sú fjárhæð er meiri heldur en greiðslu- byrðin á Dalborginni þetta ár. Þannig að okkur fannst sú rt að þeir skyldu ekki horfa til þess”, sagði Örn. “Forsendur stjómar Fisk- veiðasjóðs eru þær að menn skuli almennt hafa ákveðna upphæð í tekjur út úr hvetju þorskígildi. Er þá ekki horft til þess hvað menn eru að gera; hvort menn em að landa á landsambandsveiði inn í frystihús, eða hvort menn em að rey na fá hæsta verð h veiju sinni. Þeir ákveða í sínum forsendum að tekjur á hvert þorskígildi skuli vera 85 kr. En við höfum til dæmis á síðasta ári reynslu fyrir því að vera með allt upp í 207 krónur út úr þorskígildinu. Það erkannski ekki raunhæft að ætla sér þá tölu að staðaldri, þama emm við að tala um hámarics verð, en hins vegar er nokkuð breitt bil á billi 85 krónaog 107 króna”, sagði Öm. öm segir að hugmyndin sé að Eldeyjar - Súla nýti veiðiheimildirannarra skipa félagsins, t.d. hvað varðar ufsa- karfa- og grálúðukvóta. “Það er alveg ljóst við við veiðum ekki þær tegundir á þau skip. Þetta em línubátar og t.d. ufsi fæst aldrei á línu. Þannig að það eru hæg heimatökin hjá okkarað gera sem best úr þessu öllu og samnýta hlutina”. Ekki er búið að afhenda skipið formlega til eiganda. Það verðurgert þegarskipið kemur úr slipp. Fyrri eigendur eiga samkvæmt sölusamningi að skila því af sér í toppástandi. Meðal annars á að skipta um ljósavél. Nokkur töf varð á afgreiðslu vélarinnar. Var stefnt að því að skipið héldi til veiða eftir helgi, en nú er ljóst að það tefst um nokkra dagaeinsogáðursagði. Búið er að ráða skipshöfn en skipsstjóri er Gísli Guðjónsson. Fjölbrautaskólinn: Hreyfing í húsnœðis- máiunum Húsnæðismál Fjölbrauta- skóla Suðumesja hafa verið nokkuð til umræðu undanfarið á fundum skólanefndar. Stjórn SSS hefur viðurkennt þörf skólans fyrirstærra húsnæði og lagt til við sveitarfélögin að byggt verði við nú verandi bóknámshús skólans við Sunnubraut. Hafa allavega þrjú stærsm sveitarfélögin tekið jákvæða afstöðu til málsins. Á fúndum skólanefndar hefur komið fram að 3000 fermetrabygging mun rúma allt nám við skólann næsm 15-20 árin. í bytjun janúar var skipuð fjögurra manna undirnefnd úr skólá- nefndinni til að vinna að framhaldi málsins. Hefur nefndin m.a. farið á fund fjármálaráðherra og fúlltrúa Menntamálaráðuneytis, sem munu hafa tekið vel í erindi nefndarinnar. Þá hefur þingmönnum kjöidæmisins jafnframt verið send gögn varðandi málið og fundað hefur verið með sveitarstjómarmönnum þar sem staða húsnæðis- málanna varkynnt. Á síðasta fúndi skólanefndar varsíðan tveimur skólanefndar- mönnum falið að fá umboð sveitarfélaganna til að ræða við Menntamálaráðuneytið í því skyni að fá faglega viðurkenningu á byggingunni.jafnframt að fá arkitekt hússins á fund með skólanefndinni og fá þingmenn kjördæmisins á fund um málið að ósk forsætisráðherra. Með öðrum orðum er lausn húsnæðisvanda skólans því kominn á góðan rekspöl.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.