Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 11

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 11
BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð 11 Fjölsótt námskeið hjá VSFK Um þessar mundir stendur yfir svokallað kjarna- námskeið hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Félagsmenn hafa sýnt þessu mikinn áhuga og eru um 150 manns á námkeiði nu. Er þetta í annað sinn sem kjamanámskeið er haldið á vegum VSFK og heyrir það því til nýbreytni í félagsstarfinu. Auk þess hefur félagið efnt til annarra námskeiða, t.d. vinnu- vélanámskeið, námskeið í skyndihjálp og fleiraog hafa þau jafnan verið vel sótt af félagsmönnum. Umsjón með kjamanámkeiðinu hefur Guðrún Ólafsdóttir hjá Verkalýðsfélaginu. Blaða- maðurhitti hanaað máli fyrir helgi og innti hana nánari upplýsinga um námkeiðið. Guðrún segir að kjamanámskeiðið skiptist í nokkra þætti. Um erað ræða ákveðniþjálfun, mannleg samskipti, vinnurétt og tryggingar, starfsstellingar, meðferð efna, sýkingar- vamir og ræstingar. Undir liðnum “mannleg samskipti” ert.æm. fjallaðum umgengni fólks hvert við annað á vinnustaðnum, hvemig taka beri á árekstarvandamálum og fleira í þeim dúr. í ákveðniþjálfúninni er t.d. fjallað um sjálfsvirðinguna og má segja aðþamaséunnið á mannræktamótunum. Á árinu 1989 fékk VSFK Menningar- og fræðslu- samband alþýðunnar til að skipuleggja þetta námskeið með hliðsjón af vilja og hugmyndum VSFK um það hvað félagið vildi kenna á slíkum námskeiðum, t.d. varðandi mannleg samskipti. ‘Til viðbótar fengum við sr. Ólaf Odd tíl að fjalla um sorg og sorgarviðbrögð á námskeiðinu, því við vomm þá með þannig hóp, þ.e.a.s. fólk af sjúkrahúsinu og elliheimilum, sem þarf að umgangast deyjandi fólk og aðstandendur þeirra. Þess vegna fannst okkur þarft að taka þennan þátt inn í og við vorum fyrsta félagið til að gera það”, segir Guðrún. Þvx má svo bæta við að VSFK var jafnframt fyrsta félagið sem bað Menningar og fræðslusamband alþýðu um aðstoð við undirbúning slíks námskeiðs, þannig að frumkvæðið er komið frá VSFK. “Það hefur verið mjög gaman að vinna við þetta, ekki síst vegna þess hve fólk tekur þessu vel. Þátttakendurnir á námskeiðunum hafa haft mjög gaman af þessu”, segir Guðrún. “Fólk hefúr komið og sagst aðeins ætlaað prófa. Við lok námskeiðsins hefúr sama fólkið sputt hvemær næsta námskeið verði haldið, eða hvort það verði ekki haldið framhaldsnámskeið”. Guðrún var spurð að því hvort þessi námskeið væru eingöngu ætluð félagsmönnum, og kvað hún svo vera. Og það sem meira er; námsgjöld em engin. “Þetta námskeið sem nú er nýhafið er40 kennslusnmdir. Annars erþettamismunandi. í fy rra þegar við héldum þetta fyrir starfsfólk mötuneyta, fóm 68 kennslustundir í það og 92 stundir fyrir starfsfólk af sjúkrahúsi og elliheimilum. Við byggjum námskeiðin upp og skipuleggjum þau eftir því hvaða hópar em á þeim. Gmnnurinn er sem sagt mannleg samskipti, skyndihjálp og starfsstellingar”, segir Guðrún aðspurð um efnið. Guðrún segir að námskeiðin séu jafnframt settupp á þann máta að fólk getí sótt þau ýmist að kvöldi, síðdegis eða að morgni, allt eftir þ ví h vað hentar hvetjum og einum. Er þetta mjög hentugt fyrirkomulag, ekki síst fyrir vaktavinnufólk. Mætingar- skylda er 80 % til að öðlast útskriftarskírteini og hefur Verkalýðsfélagnu tekist að semja við nokkra vinnuveitendur um kauphækkun til handa því fólki sem útskrifast af námskeiðinu. Auglýsing frá Fíladelfíu Hafnargötu 84 keflavík Sunnudagaskóli kl 14.00 hvern sunnudag. Allir krakkar velkomnir. Vakningarsamkomur sunnudaga kl. 16.00 söngur og hjóðfærasláttur. Verið velkominn! Sam Glad - Kristján Reykdal Geymið auglýsinguna! ATVINNA Óskum eftir að ráða prentara eða laghentan mann, ekki yngri en 25 ára. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veittar í Stapaprenti, Brekkustíg 39, Njarðvík. STAPAPRENT hf. LfFEYRISSJÓÐUR SUÐURNESJA Lffeyrissjóður Suðurnesja flytur! Skrifstofa sjóðsins opnarföstudaginn 8. mars kl. 13.00 að Tjarnargötu 12, 2. hæð, Keflavík (Gengið inn frá Kirkjuvegi) Nýtt símanúmer er 16666

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.