Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð Tjaldstœði ofan Holtaskóla 7 Ferðamálanefnd Keflavíkur hefur augastað á svæðinu fyrir ofan Holtaskóla og íþróttahúsið í Keflavík undir tjaldstæði. Hefur nefndin skoðað þennan möguleikaog rætt við heilbrigðisfúlltrúa og bæjarverkfræðing í þessu sambandi. Verði af þessu hefur nefndin hug á að s væði þetta verði tilbúið í maí næstkomandi. Feiðamálanefnd telur helstu kostina vera þá að staður þessi er miðsvæðis og stutt í félagslega þjónustu, t.a.m. í íþróttahús, Sundmiðstöð og hugsanlegt svefnpláss í Holtaskóla og aðra þjónustu sem til boða stendur. Einnig sé svæðið gróið afmarkað og stækkanlegt, auk þess að bflastæði, göngustígar, lýsing, aðstaðafyrir hjólhýsi og tjaldvagna sé til staðar. Nefndin telur umrætt svæði einnig skjólgott og snyrtilegt og að kostnaður verði mun lægri heldur en sá kostnaður sem yrði við uppbyggingu Verðurþetta svœði iðandi afferðamönnum íframtíðinni ? Ljósm.:ELG. frá grunni á nýju tjaldstæði. við bæjarverkfræðing og bæjarstjórn tillögu Iðavelli veiði lokað þegar Nefndin hyggst láta teikna garðyrkjuverkstjóra Ferðamálanefndar, leggur þaðnýjakemurtilsögunnar. upp þetta svæði í samráði Keflavíkur. Samþykki hún til að tjaldstæðinu við Bœjarlýti I Þetta hús við Hafnargötuna hefur staðið býsna lengi í þessu ástandi, sem myndin sýnir. Það lengi að hætt er við að bæjarbúar séu hættir að taka eftir því hversu mikið útlitslýti þetta er við annars vinalega verslunargötuna. Eitt dæmi um áhugaleysi húseigandans er skilti Pítubæjar utan á húsinu, en skyndibitastaðurþessi hætti starfsemi fyrir nokkrum árum síðan. Margsinnis hefur verið fjallað um hús þetta á fundum byggingamefndar, en þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert. Ákvæði í lögum og reglugerðum um skipulags- og byggingarmál segirm.a.: “Ef byggingamefnd telur, að útlit húss sé mjög ósnyrtilegt eða óviðunandi áannan hátt, eða hætta, óþrifnaður eða óþægindi stafi af húsinu eða að húsnæði sé heilsuspiUandi og/eða óhæft til íbúðar að mati heilbrigðisnefndar, og eigandi sinnir ekki áskorun nefndarinnar um úrbætur, getur hún látið framkvæma á hans kostnað þær endurbætur, er hún telur nauðsynlegar”. Ennfremur segir í reglugerðinni: “Hafi byggingarfram- kvæmdir stöðvast í tvö ár hið skemmsta, getur sveitarstjóm, að fengnum tillögum byggingamefndar, með sex mánaðar fyrirvara, lagt dagsektir á byggingar- leyfishafa, sbr. 9.1.2., eða tekið ófullgerðarbyggingar- framkvæmdir eignarnámi skv. lögum um framkvæmd eignamáms”. Þá segir jafnframt að “ef aðili sinnirekki fýrirmælum byggingarfulltrúa eða byggi ngamefndarinnan þess frests sem sveitarstjóm setur, getur hún ákveðið dagsektir þar til úr verður bætt”. ■ Útgefandi: Stapaprent hf. ■ Afgreiðsla, ritstjóm og auglýsingar: Hafnargötu 90 2. hæð, sími 15747, Brekkustígur 39, Njarðvík (Stapaprent), sími 14388 ■ Ritstjóri: Ellert Grétarsson, sími 15747, heimasími 13680, telefax: 15266 ■ Upplag: 5000 eintök sem dreift er um öll Suðumes ■ Setning, umbrot og prentun: Stapaprent hf., Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 14388, telefax 15266.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.