Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 12

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 12
Getum bœtt viö fólki -segir Agnar Breiðfjörð hjá íslenskum gœðafiski hf. „Ég get ekki neitað því að við verðum varir við manneklu. Framboð á hráefni hefur verið meira og við getum bætt við fólki”, sagði Agnar Breiðfjörð verkstjóri hjá íslenskum gæðafiski hf í Njarð vfk þegar blaðið ræddi við hann á föstudaginn. Hjá fyrirtækinu starfa í kringum 40 manns. „Við auglýstum eftir mannskap í gær, og það hefur verið talsvert hringt og spuit. Maður veit ekki hvað af því skilar sér. Ætli við þurfum ekki um 5-10 manns til viðbótar”, sagði Agnar. Þið hafið ekki þurft að grípa til þess úræðis að flytjainn erient vinnuafl ? „Nei það hefur ekki reynt á það ennþá”. 12 BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð Untiið að hrognahreinsum á föstudaginn hjá Miðnesi hf Fyrirtœkið hefur nýtt húsakynni Sjöstjörnunnar í Njarðvtk undir hrognahreinsunina. Ljósm.: ELG. Mannekla í frystihúsum Nokkur mannekla var í nokkrum frystihúsunum í síðustu viku, en sum þeirra hafa þurft að grípa til þess að flytja inn erlent vinnuafl, eins og komið hefur fram í fréttum. Vetrarvertíðin er nú að komast í fullan gang og hefúrtalsvert sljákkað á atvinnuleysisskránni af þeim sökum. Blaðið hafði samband við nokkra veikstjóra frystihúsa í Keflavík og Njarðvík á föstudaginn og heyrði í þeim hljóðið. Mikil eftirspurn “Það er allt að komast í fullan gang hjá okkur. Það hefur gengið þokkalega vel að fá mannskap og í fljótu bragði sýnist mér við vera komnir með þann mannskap sem við þurfum”, sagði Einar Leifsson hjá Jökulhömrum hf í Keflavík. Verður þú var við mikla eftirspum eftir atvinnu ? “Já, það er engin spuming. Það hefur gengið vel að fá gott fólk og ég er ánægður með það”. Þið hafið ekki þurft að flytja inn pólskt vinnuafl ? “Nei, ég vil nú fyrst nýta íslenskt vinnuafl áður en ég fer að flytja inn útlendinga. Annars höfum við um nokkurt skeið verið með fastan kjama starfsfólks hér”, sagði Einar. „Erum vel settir með mannskap’ - segir Sigurbjörn Pálsson hjá Miðnesi hf. ,J>að cr bara ágætt hljóðið í okkur”, sagði Sigurbjörn Pálsson, vcrskstjóri hjá Miðnesi hf í Sandgerði, þcgar blaðið hafði samband við hann. Aðspurður sagði S iguibjöm að þcir hjá Miðnesi hefðu nægan mannskap. „Við höfum alltaf átt því láni að fagna að vera yfirleitt vel í sveit settir með fólk". Þið hafið sem sagt aldrci þurft að hugsa út í það úrræði að flytja inn vinnuaflið eins og sumstaðar hefur þurft að gera ? “Nei, frekar að við höfum orðið að neita fólki, svo ólíklega scm það kann að hljóma. Það er þá kannski vegna þess að við höfum haft nokkuð staðbundna vinnu flesta daga ársins”. Um það bil 70 manns starfa í frystihúsinu, í salthúsinu eru um 20 starfsmenn, þannig að hjá fyrirtækinu starfa á milli 90-100 manns, fyrir utan skipsverja á bátum fyrirtækisins og beitingarmenn. Á föstudaginn þegar rætt var við Sigurbjöm var hrognahreinsun hafin fyrir tveimur dögum. Sigurbjöm sagði hrognin vera orðin nokkuð góð, en þau hefðu verið í slappara lagi í fyrsm. „Við vorum að vonast til að geta fryst a.m.k. 2-300 tonn Hvemig hefur afli bátanna verið ? „Hann hefur verið alveg þokkalegur , mjög góður hjá togumnum og alveg ágætur hjá h'nubátunum”. Þannig að það er bara gott í ykkur hljóðið 7 „Jájá, enda þýðir ekkert annað”. Karfa/úrvalsdeild: Njarðvík sigraði Hauka Njarðvíkingar tóku á móti Haukum á sunnudaginn og fóru með siguraf hólmi, 98- 85 eftir að staðan í leikhléi var 49-47 heimamönnum í vil. Njarðvíkngar tóku leikinn endanlega í sínar hendur um miðjan síðari hálfleik og lá sigurinn í loftinu eftir það. Rondey Robinsson var sem fyrr atkvæðamikill í leik Njarðvíkinga og skoraði 32 stig. Friðrikgerði 20, Gunnar 12, Teitur 10, Ástþór 9, Kristinn 8 og Hreiðar 7. Öruggt í Keflavík ÍBK lék á heimavelli á sunnudagskvöldið gegn Þórsurum. Staðan í leikhléi var 51-39, heimamönnum í hag. f síðari hálfleik vonr Kefl víkingar með undirtökin allan tímann, náðu mest 19 stiga forskoti, en munurinn varð aldrei meiri en 6 stig. Lokatölur uiðu 101-90 fýrir ÍBK. Siggi Ingimundar var stigahæstur með 19 stig, þá kom Tyron með 18 stig, Hjörtur H með 16, Jón Kr. 15, Falur 13, Albert 9, Júlíus 6 og Egill 5. 12 pól- verjar í Brynjófii hf. Hjá Brynjólfi hf í Njarðvík fengust þær upplýsingar að fremur illa hefði gengið að fá mannskap, og hefúr þurft að flytjainn 12pólveija. Hjá fyrirtækinu starfa á milli 60 - 70 manns og að sögn verkstj óra á staðnum eru þeir eins og er með þann mannskap sem þarf. Loðnuhrognataka hófst í síðustu viku hjá Brynjólfi eins og fleirum fiskvinnslustöðvum á svæðinu.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.