Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 5
BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð 5 Slysavarnir varðandi börn heima og heiman Næstkomandi laugardag efnir Slysavarnarfélag fslands ásamt deildum þess og björgunarsveitum á Suðumesjum til borgara- fundar í Stapa um málefnið SLYSAVARNIR VARÐ- ANDI BÖRN HEIMA OG HEIM AN og hefst fundurinn kl. 14:30. Með bréfi dags. 18. des. 1990 tilkynnti félagsmála- ráðherra, frú Jóhanna Sigurðardóttir, að ákveðið hefði verið að veita SVFÍ framlag að upphæð kr. 500 þúsund til þessa sérverkefnis. Innan SVFÍ er starfandi nefnd er fjallar sérstaklega um málefni kvenna- deildanna og var henni falið af stjóm félagsins að annanst undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis í nánu samstarfi við kvennadeildir félagsins. Þegar var ljóst að hér var um viðamikið átak að ræða og var því ákveðið að ráða Herdísi Storgaard, hjúkrunarfræðing, tíma- bundið til að sinna þessu verkefni. Herdís hefur starfað við slysadeild Boigarspítalans í 8 ár, einnig hefur hún kynnt sér sérstaklega slys á bömum sl. 3 ár og veit af eigin raun hve vandamálið er stórt. Þá situr Herdís í samnorrænni nefnd erfjallarsérstaklegaum þetta mikla vandamál, sem slys á bömum er. Árlega koma nær 11.000 böm á aldrinum 0-14 ára á slysadeild Borgarspítalans eftir að hafa orðið fyrir minniháttar og alvarlegum slysum. Þessi háa slysatíðni er ekkert einsdæmi fyrir Reykjavík og nágrenni. Slysatíðni barna úti á landsbyggðinni er svipuð. Langflest þessara slysaeiga sér stað inni á heimilinu eða að leik í námunda við það. í upphafi fúndarins munu flytja ávörp frú Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, og forseti SVFÍ, Örlygur Hálfdánar- son. Þá flytur Herdís Storgaard hjúkrunar- fræðingur og fulltrúi SVFÍ erindi í máli og myndum og svarar fyrirspurnum. Kristján Sigurðsson yfirlæknir sjúkrahússins mun flytja erindi um staðbundin slys ábömum og veita upplýsingar þar að lútandi. Suðurensjamenneruhvattir til að mæta á fúndinn í Stapa og gerast virkir þátttakendur í hinu brýna og aðkallandi verkefni um slysavarnir varðandi börn heima og heiman. ( Fréttatilkynning frá SVFÍ) Mamma Pizzur frá Veislumiðstöðinni Verð áður 496.- kr. Verð nú 289,- kr. Aðeins í Hagkaup Njarðvík KEFLAVIK Heiðarholt 4 Góð 2ja herb. íbúð um 64 ferm. Hagstætt byggingarsjóðslán áhv. Verð:3.950.000.- Sóltún 18. 85 fermetra íbúð auk 75 ferm. bílskúrs. Mikið endumýjað m.a. nýtt rafmagn, nýjar heita - og kaldavatnslagnir, einnig er verið að skipta um gler og glugga. Verð: 5.900.000.- Austurgata 20 e.h. Góð 70 ferm. íbúð í tvíbýli. Sér inngangur og þvottahús sér.+Verð:4.200.000,- Mávabraut 11 Mjög góð 3ja herb. íbúð í fjölbýli. Verð:3.900.000.- Hringbraut 59 m.h.Mjög góð 3ja herbergja íbúð, um 90 ferm. íbúðin er öll nýmáluð og lítur mjög Sýnishorn af söluskrá vel út. Verð 4.200.000.- Smáratún 19 n.h. Góð 3ja herbergja íbúð, um 114 ferm. Verð:5.500.000.- Miðtún 6 c.h. Mjög góð 100 ferm. íbúð í tvíbýli. Nýtt skólp, nýjar vatnslagnir og nýjir gluggar. Hagstætt byggingarsjóðslán áhv. Verð 6.400.000.- Hafnargata 75 n.h. 4ra herb. íbúð um 95 ferm.,auk45 ferm. bflskúrs. Verð:TILBOÐ Suðurgata 41 Gott 120 ferm. einbýli auk 42 ferm. bflskúrs. Mikið endumýjað, m.a. ný hitalögn, nýtt rafmagn og nýtt jám á þaki. Gott húsnæðislán áhv. um 3.000.000,- Verð: 7.000.000.- NJARÐVÍK Borgarvegur 10 Mjög góð 155 ferm. íbúð á tveimur hæðum, auk 26 ferm. bflskúrs. Nýtt rafmagn, gluggar og gler. Verð: 7.500.000.- GRINDAVÍK Mánagata 1 Gott 100 ferm. einbýli auk bflskúrsréttar. Verð: 5.400.000.- Hellubraut 8 140 ferm. íbúð í tvíbýli auk sameiginl. bflskúrs, um 70 ferm. Nýtt gler og gluggar. Verð:4.500.000.- Túngata 3 (ris) Góð 3ja herb. íbúð um 85 ferm. Nýtt rafmagn, skólp og nýjar suðursvalir. Hagstætt lán áhv. Verð: 3.900.000.- GARÐUR Gerðavegur 25 n.h. Góð 115 ferm. n.h. í tvíbýli auk bflskúrsréttar. íbúðin er í góðu standi. Verð: TILBOÐ Garðbraut 17 Gott 102 ferm. einbýli auk bflskúrsréttar. Nýtt þak, nýtt gler og nýlegt rafmagn. Skipti möguleg í Keflavíkeða Garði. Verð: 4.900.000 Garðbraut 88 (Árbær). Mjög gott 180 ferm. einbýli á tveimur hæðum. Nýjar vatnslagnir svo til í öllu húsinu, nýtt rafmagn. Verð: 7.500.000.- SANDGERÐI Hjallagata 11 Gott 140 ferm. einbýli auk 63 ferm. bflskúrs (rúml.fokheldur). Skipti möguleg í Keflavík. Verð:9.200.000.- Vallargata 39 Gott 120 ferm. einbýli, auk 55 ferm. bflskúrs. Skipti möguleg á einbýli, parhúsi eða raðhúsi í Keflavík. Verð: 8.800.000.- VOGAR Heiðargerði 17 Mjög vandað einbýlishús með góðum bflskúr. Nánari upplýsingar á skrifstofúnni. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Símar 13722 og 15722 Hafnargata 35 II hseð

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.