Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 10

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 10
10 BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð Hafnarhús fyrír haustið 1500 fermetrar byggðir í 1. áfanga í Grindavík eru uppi hugmyndir um að reisa hafnarhús, þar semyrði gólfaðstaða fyrir Fiskmarkað Suður- nesja og aðstaða fyrir ýmsa aðra starfsemi hafnarinnar. Á lóðinni er unnt að byggja allt að 3000 fermetra hús að grunnfleti, en í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 1500 fermetra húsi. Um miðjan febrúar var haldinn fundur á Sjómannastofunni Vör með áhugaaðilum og mættu á milli 40-50 manns á fundinn. Þar voru lagðar fram frumteikningar af húsinu. Lausleg áætlun gerir ráð fyrir 50 - 60 milljónum í byggingarkostnað. Reiknað er með 20 milljónumíhlutafé, en á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis að unnið verði að stofnun hlutafélags með það að markmiði að byggja og reka húsnæði á Miðgarði, sem á að þjóna útgerð og annarri starfsemi sem tengist höfninni. Kosinn var fimm manna nefnd á fundinum og er henni ætlað að vinna að framhaldi málsins. Stefnt er að stofnfundi 15. mars n.k. eða á föstudaginn. Sundfélagið: Fœr þriöju brautina Að ósk Sundfélagsins Suðumes hefur verið ákvæðið að bæta við einni brautarlínu í viðbót við þær tvær sem fyrir em í Sundmiðstöðinni. Með þessu mun því aðeins helmingur laugarinnar vera fyrir almenning seinni hluta dags þegar æfingar standa yfir. Fjárhagsáœtl- un samþykkt Fjárhagsáætlun Kefla- víkurbæjar hefur verið lögð fram í bæjarstjórn og samþykkt samhljóða. Helstu niðurstöður hennar em þessar: Sameiginlegar tekjur em samtals 717,878,OOOog þar af eru útsvarstekjur 503,820,000. Aðstöðu- gjöld eru 62,000,000, fasteignagjöld 78,176,000, aðrar tekjur 73,882,000. Rekstargjöld em samtals 702,047,500, rekstrar-tekjur 193, 979, 000. Til framkvæmda eða fjárfestinga em áætlaðar 212,809,500 og þar af óráðstafað 10,810,500. Námskeiö fyrir inn- flytjendur Fjölbrautaskóli Suður- nesja hefur ákveðið að bjóða innflytjendum upp á námskeið í íslensku, íslandssögu og samfélags- fræði. Formaður skóla- nefndar vakti fyrst máls á þessu í bytjum ársins, og var þá strax farið að vinna í málinu. Á fundi skóla- nefndaríjanúarvarjanframt samþykkt að beina því til sveitarfélaganna að bregðast hið fyrsta við vanda þessa fólks og móta stefnu í málinu. Jafnframt var ákveðið að bjóða einnig upp á íslenskukennslu fyrir innflytjendur í námsflokk- unum á þessari önn. Nokkru síðar var skólanefnd fenginn listi yfir 25 manns sem áhuga hafa á slíku námi. Mennta- málaráðuneytið hefur samþykkt að styrkja þetta framtak og er fyrsta námskeiðið nú þegar hafið. Á þessu svœði vill Umhverfisnefnd Njarðvíkur setja á laggimar “gróðurbanka”. Umhverfisnefnd með tillögu um gróðurbanka Umhverfisnefnd Njarð- víkurbæjarhefur viðrað þær hugmyndir að sérstakur “gróðurbanki” verði setturá laggimará svæði því sem nú erundirrafmagnsspennistöð Hitaveitumnar við Bolafót í Njarðvík, Jtegar HS hefúr ekki lengur þörf fy rir að nota svæðið undirdreifistöð. Gróðurbanki þessi er hugsaður sem svæði sem notað yrði til að planta ungum tijágræðlingum og láta þá vaxa í tvö til þijú ár áður en þeim yrði dreifplantað víðsvegar um bæinn og í nágrenni hans. Yrði þá ráðinn garð- yrkjumaður sem hefði aðstöðu á þessu svæði og sæi um alla garðyrkju fyrir bæinn.jafnvelítengslum við vinnuskólann. Em þetta ekki ósvipað þeim hugmyndum sem bæjarstjóm Njarðvíkurhefúr viðrað um gróðrastöð á Fitjum. Vildu bæjaryfirvöld samvinnu bæjaryfirvalda í Keflavík í því sambandi, en þar varekki áhugi fyrirhendi.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.