Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 11

Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 11
VERKTÆKNI / 11 1 Orkustefna fyrir Ísland: http://www.idnadarraduneyti.is/ media/frettir2/Orkustefna-fyrir-Island.pdf 2 Directive 2010/31/EU: http://ec.europa.eu/energy/efficiency/ buildings/buildings_en.htm 3 Heimild:Sören Aggerholm, SBi, 2011 4 Heimild:European Commission , 2008 5 LCC – beregninger: http://www.lcprofit.com/aboutLCC_ no.asp til þess að endurnota vatn til kælingar og gera ráð fyrir mælum og/eða hússtjórnar- kerfum til að fylgjast með notkun vatns og orku. Markmiðin með vistvænni hönnun er ekki aðeins að hvetja til hagkvæmari rekst- ur bygginga allan líftímann heldur einnig að hvetja til betri umhverfisstjórnunar á verktíma og eyðingar í lok líftímans þ.e. „frá vöggu til grafar“. Einnig er lögð áhersla á þætti sem stuðla að heilsusam- legra umhverfi fyrir notendur. En allt þarf þetta að vera innan eðlilegra hagkvæmis og arðsemismarka, fjárfestingin þarf að vera skynsamleg. Vistvænar aðgerðir og hönnun sem eru arðbærar í nágrannalöndum okkar þurfa alls ekki að skila sama arði hér á landi þó grunnmarkmiðið sé það sama eða að lágmarka kolefnismengun í andrúms- loftinu og auka almenn gæði bygginga. Það þarf því að nota viðurkennda aðferðafræði til að finna út hvernig það kemur út fyrir íslenskar byggingar að inn- leiða þessar vistvænu áherslur og áhrif þeirra á orkunotkun með greiningu á líf- tímakostnaði(LCC). Aðferðarfæðin felst m.a. í að meta fjarhagsleg atriði með því að skoða jafngildiskostnað yfir heildarlíftíma bygginga, með núvirðisgreiningu og reikni- vöxtum. Margar þjóðir eins og Norðmenn hafa tekið upp staðal um líftímakostnað bygginga; „NS 3454 Livssykluskostnader for byggverk - Prinsipper og struktur“5 . Þó svo að við búum við ódýra orku m.v. nágrannaþjóðir okkar þá er full ástæða til að fara vel með. Það er þjóðfélagslega hag- kvæmt að ala með sér vistvænar áherslur, sjálfbæra þróun og stuðla að góðri orku- nýtingu, enda eru orkuauðlindir okkar ekki óþrjótandi og rétt að hugsa til komandi kynslóða. Jón Sigurðsson, byggingartæknifræðingur og meðlimur í Vistbyggðarráði. Waste Waste Use Price Price UseC os t Standard product Green product Mynd 2: Samanburður á hefðbundinni og vistvænni byggingu 4 Rafeindateikningar með Altium Nýlega gafst mér tækifæri á að kynn- ast teikniforritinu Altium. Fram að þeim tíma hafði ég lítið heyrt um það. Mér leist strax vel á þetta nýja verkfæri og langar að segja örlítið frá því. Í gegnum tíðina hef ég notast við ýmis forrit til að teikna bæði rásateikningar (schematics) og prentrásateikningar (PCB/ Layout). Í upphafi keyrðu þau á DOS stýri- kerfi, en jafnvel löngu eftir að Windows var orðið algengara sáust greinileg DOS ein- kenni á forritunum (t.d. ekki almennilegur stuðningur við klippa-og-líma). Lengst af hef ég notað OrCAD í ýmsum útgáfum og líkað það mjög vel, en einnig hef ég notað Eagle og Protel (sem reyndar er fyrirrennari Altium). Sum þessara forrita eru ókeypis (t.d. minni útgáfa af Eagle, FreePCB og ExpressPCB) eða opinn hugbúnaður (t.d. gEDA) og margir velja þennan kost, sér- staklega fyrir minni verkefni eða til að spara peninga. Hins vegar kosta bestu for- ritin í þessum flokki oft umtalsverða upp- hæð. Altium er í þeim flokki. Þegar kostnaður er metinn ber að hafa í huga þann tíma sem tekur að læra á for- ritið. Það getur falist kostnaður í að sitja of lengi yfir vandamálum í illa hönnuðum og skjöluðum hugbúnaði. Eins getur maður eytt nokkrum tíma í að setja sig inn í ódýrt forrit til þess eins að komast að því að ekki er hægt að gera það sem maður vildi. Fyrir minni fyrirtæki, sem ekki eru að vinna með forritin alla daga, skiptir máli að ekki þurfi að eyða of miklum tíma í upprifjun fyrir hvert verkefni. Því getur hugbúnaður sem kostar meira í innkaupum í raun verið ódýrari kostur til lengri tíma. Þegar prentrás er hönnuð þarf að halda rásateikningu og prentrásateikningu sam- hæfðum. Dæmigert ferli er þannig að lokið er við að teikna rásateikningu, þar með talið að skilgreina hús fyrir alla íhluti. Þá er þessum upplýsingum hlaðið inn í prent- rásarhlutann og prentið lagt út (kopar- leiðslur skilgreindar). Þegar útlagning er langt komin kemur stundum upp sú staða að hentugra væri að breyta einhverju og þá þarf að koma þessum upplýsingum aftur inn í rásateikningarhlutann. Þótt þetta hljómi ekki sem flókinn hlutur hefur þetta oft verið til vandræða í gengum árin. Eftir nýlega breytingu á OrCAD komst ég varla af stað aftur, það var svo mikið sem hafði breyst. Mér gekk ekki vel að finna lausn í handbókunum eða á Netinu. Á sama tíma kynntist ég Altium. Fyrsta aðkoma var þægileg, hlutirnir virkuðu eins og maður bjóst við. Stuðningsefnið á netinu er líka mjög gott, m.a. mikið af myndböndum og bloggi (fyrirspurnir og svör). Handbækur eru því næstum óþarfar. Auðvelt er að færa upplýsingar á milli prentrásateikningar og rásateikningar. Í Altium er hægt að teikna rafrásina (mynd 1), skilgreina raf- og útlitseinkenni íhluta, herma rásina (m.a. FPGA), færa yfir í prentrásarhluta, leggja út prent sjálfvirkt (autorouter) og sjá niðurstöðuna í þrívídd (mynd 2). Forritið hefur innbyggða útgáfu- stjórnun og tengimöguleika við íhlutabirgja. Altium er hlutbundið í hugsun. Texti getur verið af ýmsum gerðum. Hægt er að velja allan texta af ákveðinni gerð og breyta honum í einni skipun. Það er þannig lítið mál að breyta leturstærð á öllum íhluta- númerum eða silkscreen-texta. Hægt er að bæta við nýjum upplýsingum fyrir hvern íhlut, t.d. birgja og birgjanúmer. Sumir hlutir sem mér tókst ekki að gera áður, ganga vel í Altium. T.d. er kostur að hafa ávöl göt í prenti fyrir sum tengi. Áður þurfti að leysa þessi mál sem gat (útlína) á aðalplötunni en í Altium er gatið partur af þeim íhlut sem það á við. Hægt er að skilgreina þrívíddarútlit íhluta. Einfalt er að búa til umritaðan kassa íhlutar og lýsa þannig rúmtöku hans. Eins er hægt að taka inn flóknari form frá öðrum teikniforritum sem lýsa íhlutnum nákvæmar. Þegar búið er að leggja prentið út er hægt að skoða það í heild sinni í þrívídd. Enn frekar er hægt að breyta hönnuninni í þrívídd. Þetta getur komið sér vel þegar íhlutir eru á báðum hliðum. Sem dæmi sést vel þegar silkscreen-texti fer yfir lóðeyjar, en það getur spillt fyrir þegar lóða á íhlut í. Með þrívíddarmöguleikanum er hægt að kanna hvort ásett prentplatan passi í hús áður en hún er framleidd, t.d. í gegnum STEP skrár. Altium er líka með skemmtilega valmöguleika til að fela prent lög þegar unnið er í margra laga prenti í tvívídd.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.