Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 1

Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 1
Laun sérfræðinga 4 Konur í verkfræði í Ástralíu og á Íslandi 8 Orkunotkun bygginga 10 Farðu í leitir 7 Heiðursveitingar 12 1 . t b l . 1 8 . á r g . 2 0 1 2 Dagskrá afmælisárs 6 Þann 19. apríl næstkomandi verða 100 ár liðin frá stofnun Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ). Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti eins og sjá má á dagskrá afmælisársins sem er birt á bls. 6. Á sjálfan afmælisdaginn verður glæsileg afmælishátíð í Hörpu og eru allir félags- menn og velunnarar félagsins velkomnir. Þar verða veittar viðurkenningar fyrir fram- úrskarandi árangur við tæknilegar uppfinn- ingar eða nýsköpunarverkefni sem hafa reynst þjóðhagslega eða alþjóðleg mikilvæg og byggja á þekkingu í raunvísindum og tækni. Fyrsti íslenski verkfræðingurinn, Sigurður Thoroddsen, lauk námi frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1892. Tveimur ára- tugum síðar var Verkfræðingafélag Íslands stofnað. Að stofnun félagsins stóðu þeir níu íslensku verkfræðingar sem lokið höfðu námi, einn húsameistari og þrír erlendir tæknimenn sem búsettir voru hérlendis. Verkfræðingum fjölgaði hægt framan af Verkfræðingafélagið 100 ára öldinni og voru félagsmenn í VFÍ innan við eitt hundrað árið 1940. Í dag eru félagmenn VFÍ rúmlega 2200. Í félaginu eru um 75% Íslendinga sem lokið hafa prófi í verkfræði. Störf verkfræðinga ná yfir stöðugt stærra svið og má segja að nám í verk- fræði veiti aðgang að nánast hvaða starfs- vettvangi sem er. Sem fyrr segir verður stórafmælis VFÍ minnst með ýmsum hætti. Auk afmælishátíðar í Hörpu verða haldnar ráðstefnur og fundir sem eru liður í öflugu starfi til að minnast afmælis VFÍ með verð- ugum hætti. Rétt er að nefna sérstaklega afmælisráðstefnuna: Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi sem verður á Grand Hótel 8. mars. Islandsmyndir.is – Rafn. Sig

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.