Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 14

Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 14
14 / VERKTÆKNI Heiðursveitingar VFÍ Á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands sem haldin var 4. febrúar voru fimm verkfræð- ingar heiðraðir. Vífill Oddsson var útnefnd- ur heiðursfélagi sem er æðsta viðurkenning félagsins og Guðmundur Guðmundsson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Steinar Friðgeirsson og Steindór Guðmundsson voru sæmd heiðursmerki félagsins. Það er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir þá einstaklinga sem hljóta heiðurs- merki félagsins og útnefnir heiðursfélaga. Umsagnir nefndarinnar má lesa á vfi.is þar eru einnig upplýsingar um aðra heiðurs- félaga og þá sem hlotið hafa heiðursmerki VFÍ í tímans rás. Heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast mönnum, sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræði- eða vísindastörf. Vífill Oddsson er sá 22. í röðinni sem hlýtur þetta sæmdarheiti í 100 ára sögu félagsins. Heiðursmerki VFÍ má veita í viðurkenn- ingarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verk- fræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðingastéttarinnar. Alls hafa ríflega eitt hundrað einstaklingar hlotið þessa viðurkenningu. F.v. Vífill Oddsson, heiðursfélagi VFÍ, Guðmundur Guðmundsson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Steinar Friðgeirsson og Steindór Guðmundsson.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.