Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 7

Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 7
VERKTÆKNI / 7 Opnaður hefur verið nýr leitarvefur http://leitir.is sem leitar samtímis í Gegni sem er samskrá velflestra bókasafna í landinu, tengdu staf- rænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi. Katrín Jakobsdóttir ráðherra mennta- og menningamála opnaði vefinn og kynnti nafn hans á afmælisráðstefnu Landskerfis bókasafna hf. 11.11.11. Nafn vefgáttarinnar er sótt til þess viðburðar sem á sér stað á haustin í sveitum landsins er bændur halda til fjalla og smala saman búpeningi sínum. Þeir fara í leitir. Á vefnum leitir.is fara menn einnig í leitir og smala saman upplýsingum. Það er margt sem þar kemur í leitirnar. Förum öll í leitir! Aðgengi frá einum stað Leitarvefurinn opnar á nýjan hátt aðgang að ómetanlegum menningarverðmætum sem fólgin eru í söfnum landsins og gera notendum kleift að afla sér margþættra upplýsinga á einum stað sér til verulegs hagræðis. Þessi aukna leitarvirkni gagnast notendum og þá um leið þjóðinni við hvers kyns upplýsingaleit sem tengst getur skólagöngu, sérfræðivinnu, rannsóknum eða dægradvöl. Eftirtalin gagnasöfn eru nú aðgengileg í gegnum leitarvefinn: Bækur.is sem er stafræn endurgerð gamalla íslenskra bóka, Elib sem er áskrift bókasafns Norræna hússins að rafrænum bókum, Gegnir sem er samskrá íslenskra bókasafna, Hirsla sem geymir vísinda- og fræðigreinar starfs- manna Landspítala- háskólasjúkrahúss, Hvar.is sem er landsaðgangur að erlendum gagnasöfnum og rafrænum tímaritum, Myndavefur Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem inniheldur fjölmörg ljósmyndasöfn í eigu safnsins, Skemman sem er safn námsritgerða og rannsóknarita háskól- anna og Timarit.is sem veitir aðgang að fjölmörgum dagblöðum og tímaritum sem hafa verið gefin út á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Fleiri gagnasöfn eiga eftir að bætast við. Umsjón vefsins Landskerfi bókasafna hf. er hlutafélag sem ríkið á ásamt 52 sveitarfélögum og hefur það hlutverk að reka sameiginlegt bóka- safnskerfi fyrir bókasöfn á vegum þessara aðila. Fyrirtækið var stofnað 14. nóvember árið 2001. Félagið rekur nú bókasafns- kerfið Gegni (gegnir.is) fyrir rúmlega 300 bókasöfn og eru þar á meðal öll stærstu söfn landsins, svo sem Landsbókasafnið, háskólabókasöfnin og Borgarbókasafn Reykjavíkur. Umsjón og rekstur leitir.is er í höndum Landskerfis bókasafna hf. Útlit vefsins leitir.is var unnið af Hrafnhildi Jónsdóttur og Tinnu Brá Baldvinsdóttur hjá Hrím Hönnunarhúsi. Farðu í leitir.... nýr vefur leitir.is

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.