Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.08.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 16.08.2013, Blaðsíða 26
R annsóknir sýna að andar-dráttur og hjartsláttur er jafnari þegar börn finna fyr- ir nærveru foreldra sinna,“ segir Eyrún Eggertsdóttir, tveggja barna móðir og frumkvöðull með B.A. í sálfræði sem hefur stofnað fyrir- tækið Róró. Framleiðsla er hafin á dúkkum sem gefa frá sér andar- dráttar- og hjartsláttarhljóð sem hafa róandi áhrif á ungbörn, hjálpar þeim með svefn og veitir þeim ör- yggi. Hugmyndina hafði hún verið með í mörg ár en fór ekki að vinna með hana fyrr en hún hafði sett sér það markmið að verða frumkvöðull. Eyrún segir að niðurstöður rann- sókna bendi til þess að ungbörnum með jafnari andardrátt og hjartslátt líði almennt betur, þau hvílist betur og sofi lengur og allur taugaþroski eflist. Þessir þættir hafa aftur góð áhrif á móður og föður. „Ég hef áhuga á að auka vellíðan fólks. Það er mjög mikilvægt að við látum börnum okkar líða vel og látum okk- ur sjálfum líða vel en móðir náttúra veit best,“ segir Eyrún. Markmiðið að verða frumkvöðull „Ég var með lítið barn, maðurinn minn nýbyrjaður í námi og mig vantaði eitthvað markmið. Síðar var ég stödd í brúðkaupi og sá mann sem mér fannst ótrúlega heillandi, glaður, skapandi og frjáls. Síðar kom í ljós að hann var frumkvöð- ull. Þá ákvað ég að ég ætlaði að vera frumkvöðull,“ segir Eyrún. „Ég fæ oft alls konar hugmyndir en ég fann að það var eitthvað við þessa. Ég hafði lært um þessi mál í þroskasálfræði, lesið fjöldi rann- sókna um áhrif hjartsláttar og and- ardráttar á börn, og þá spurði ég sjálfa mig, af hverju bý ég ekki eitt- hvað svona til?“ segir Eyrún. Eyrún segir að margir mismun- andi þættir hafi komið saman sem hvöttu hana til þess að láta hug- myndina verða að veruleika. „Og það síðasta sem ýtti þessu af stað var þegar vinkona mín eignaðist fyrirbura, og ég varð vitni að því hversu erfið upplifun það getur verið og fékk þá mjög mikla þörf fyrir því að koma þessari hugmynd í framkvæmd,“ segir Eyrún. Eyrún gerði sér grein fyrir því að hana vantaði ýmsa praktíska þekk- ingu eins og hvernig ætti að mark- aðssetja vöru, búa til viðskiptaáætl- un, hanna vöruna og fleira. En hún lét það ekki stoppa sig og fór á nám- skeið hjá Hugmyndahúsi háskól- anna. „Ég var með pínulítið barn með mér bundið utan á mér og tal- aði um það hvað nærvera hafði góð áhrif á lítil börn og það gekk vel að sannfæra alla um það,“ segir Eyrún og hlær. Eyrún segir það hafi verið mikill styrkur í því að geta farið í Hugmyndahúsið en í framhaldinu af því tók hún þátt í Gullegginu 2011 sem hún vann. „Þegar maður er að stíga sín fyrstu skref í frumkvöðla- starfi skiptir mjög miklu máli að efla sjálfstraustið,“ segir Eyrún. Nærveran mikilvæg Óformlegar prófanir hjá foreldrum með ungabörn eru byrjaðar og segir Eyrún að þær gangi vel og að við- brögð foreldra séu jákvæð. Hug- myndin hafi alltaf verið sú að hanna litla dúkku og seinna stærri dúkku fyrir eldri börn. „Hjá þeim sem hafa verið að prófa frumgerðina verður það oft þannig að eldra systkinið vill prófa og hafa dúkkuna. Ég hef líka fengið margar fyrirspurnir um dúkkuna frá foreldrum eldri barna, en mörg börn á leikskólaaldri þurfa að takast á við nýjar áskoranir í tengslum við svefn eins og að læra að sofna sjálf, fara í eigið herbergi, fara í næturpössun og fleira. Einn- ig hafi foreldrar barna sem greind eru með ADHD og einhverfu sýnt dúkkunni mikinn áhuga en börn með slíkar greiningar eiga oft erfitt með svefn og að róa sig sjálf,“ seg- ir Eyrún. Segir hún að ef foreldrar skynja að barninu sínu líði betur og þeim líður vel með að nota dúkkuna sé eitthvað raunverulega jákvætt að gerast. Eyrún ráðfærði sig við sér- fræðinga á Landspítalanum og nú er rannsókn í undirbúningi til að kanna þær innri breytur sem ekki eru sýnilegar, hjartslátt og andar- drátt ungabarna. Áætlað er að rann- sóknin fari fram á vökudeildinni og verði dúkkan lögð hjá stærstu fyrir burunum og þeim börnum sem koma inn á vökudeildina. Þá munu ungbörn sofa með dúkkuna í eina nótt og svo án hennar næstu nótt og kannað hvort einhver munur sé á andardrætti og hjartslætti. „Hug- myndin er að gera þessa forrann- sókn og endurtaka svo rannsóknina í öðrum löndum,“ segir Eyrún. Langt farið á jákvæðninni Eyrún stefnir á að byrja að selja dúkkurnar heima á Íslandi og fara svo í markaðssetningu á netinu og einbeita sér þá að Evrópumarkaði og síðar Bandaríkjunum. Segir hún að því miður ekki hafi verið raun- hæft að láta framleiða dúkkurnar á Íslandi á þessu stigi. „Svo er ég æ betur að komast að því að ég þarf að takmarka mig við þá getu sem ég hef núna og hvað er raunhæft að gera,“ segir Eyrún. „Ég hef mjög gaman af því að vera í fjölbreyttri vinnu, taka vinnutarnir og hitta mikið af fólki en stundum getur frumkvöðlavinna líka verið erfið. Ég var mjög bjartsýn þegar ég fékk hugmyndina en ég vissi ekki að ferl- ið myndi taka svona langan tíma. Maður fer rosalega langt á jákvæðn- inni og bjartsýninni,“ segir Eyrún. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Ung móðir varð frumkvöðull þegar hún ákvað að láta hugmynd sem hún fékk í sálfræðinámi sínu verða að veruleika. Eyrún Eggertsdóttir hefur hafið framleiðslu á dúkkum sem gefa frá sér hjart- sláttar- og öndunarhljóð og hafa róandi áhrif á ungbörn. Prófanir hafa gengið vel og innan tíðar verður dúkkan til sölu á Íslandi og á netinu. Hannar dúkkur sem róa ungbörn Galieve Cool Mint mixtúra, dreifa /skammtapoki / Galieve Peppermint tuggutöflur.. Innihaldslýsing: Hver 10 ml skammtur af Galieve Cool Mint inniheldur 500 mg af natríumalgínati, 267 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 160 mg af kalsíumkarbónati. Hver tafla Galieve Peppermint inniheldur: 250 mg af natríumalgínati, 133,5 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 80 mg af kalsíumkarbónati. Ábendingar: Meðferð við einkennum maga- og vélindabakflæðis, svo sem nábít (sýrubakflæði), brjóstsviða og meltingartruflunum (tengdum bakflæði), t.d. eftir máltíðir eða á meðgöngu. Skammtar og lyfjagjöf: Galieve Cool Mint mixtúra: Til inntöku. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 10-20 ml (eða 1-2 skammtapokar) eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á dag). Galieve Peppermint tuggutöflur: Til inntöku, eftir að hafa verið tuggin vandlega. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Tvær til fjórar töflur eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á sólarhring). Frábendingar: Ekki má nota lyfið hjá sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna, eða ef grunur er um slíkt. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Galieve inniheldur natríum. Þetta þarf að hafa í huga þegar þörf er á mjög saltsnauðu fæði, t.d. í sumum tilvikum hjartabilunar og skerðingar á nýrnastarfsemi. Galieve inniheldur kalsíumkarbónat. Gæta þarf varúðar við meðferð sjúklinga með blóðkalsíumhækkun, nýrnakölkun og endurtekna nýrnasteina sem innihalda kalsíum. Verkun er hugsanlega skert hjá sjúklingum með mjög lága þéttni magasýru. Ef einkenni batna ekki eftir sjö daga, skal endurmeta klínískt ástand. Yfirleitt er ekki mælt með meðferð hjá börnum yngri en 12 ára, nema samkvæmt læknisráði. Galieve Cool Mint mixtúra/skammtapokar inniheldur metýlparahýdroxýbenzóat (E218) og própýlparahýdroxýbenzóat (E216) sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega síðbúnum). Galieve Peppermint tuggutöflur má ekki gefa sjúklingum með fenýlketónmigu, þar sem þær innihalda aspartam.. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. 1. V Strugala er. Al. The journal of international medical research, vol 38 (2010) A randomized, Controlled, Crossover trial to Investigae Times of onset of the perception of soothing and cooling by Over-the-Counter Heartburn Treatments. 2. B.Chevrel, MD. Journal of International Medical Research, vol 8 (1980) A comparative Cross-over Study on the Treatment of heartburn and Epigastric Pain; Liquid Gaviscone and Magnesium- Aluminum Antacid Gel. Ert þú með brjóstsviða? • Dregur úr brjóstsviða á 3 mínútum 1 • Virkar í allt að 4 tíma 2 Mixtúra Cool Mint 300 ml Mixtúra með Cool Mint bragði og lykt. Galieve Peppermint Tuggutöflur með piparmintu bragði 26 viðtal Helgin 16.-18. ágúst 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.