Fréttatíminn - 16.08.2013, Blaðsíða 60
4 skólinn byrjar Helgin 16.-18. ágúst 2013
KYNNING
Anna Valdimarsdóttir,
sálfræðingur og höfundur
bókanna Leggðu rækt við
sjálfan þig og Leggðu rækt
við ástina.
Arndís Ósk Jónsdóttir,
vinnusálfræðingur frá UMIST
í Bretlandi. Sjálfstætt starf-
andi stjórnunar- og mann-
auðsráðgjafi.
Elmar H. Hallgrímsson,
lögfræðingur með meistara-
gráðu í fjármálum fyrirtækja
og lektor við viðskiptafræði-
deild HÍ.
Kristín Baldursdóttir,
hagfræðingur og verk-
efnastjóri frá HÍ. Kristín er
innri endurskoðandi Lands-
bankans.
Sigurður Ragnar Eyjólfs-
son, MS í íþróttasálfræði
frá UNCG og landsliðsþjálfari
kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu.
EndurmEnntun HÍ ný námslÍna á sviði lEiðtogaHæfni
Leið að aukinni sjálfsþekkingu
og árangursríkri stjórnun
Endurmenntun Háskóla Íslands býður í haust upp á nýja námslínu sem ætluð er stjórnendum.
Námið er einstaklingsmiðað og verður unnið markvisst með styrkleika og veikleika þátttakenda
auk þess að skoða hvað felst í ólíkum hlutverkum stjórnenda og leiðtoga og hvernig nýta má
áherslur þjónandi forystu til árangurs.
E ndurmenntun býður í haust upp á nýja náms-línu í leiðtogahæfni. Í
byrjun námsins taka þátttakend-
ur Myers Briggs persónuleika-
próf og vinna með niðurstöður
þess yfir námstímann. Kennarar
námslínunnar koma bæði úr há-
skólasamfélaginu og atvinnulíf-
inu og búa allir yfir viðamikilli
reynslu á sviði stjórnunar. Að
sögn Kristínar Baldursdóttur,
hagfræðings og faglegs umsjón-
armanns námslínunnar er stjór-
nendum mikilvægt að þekkja eig-
in leiðtogastíl og vinna markvisst
með styrkleika og veikleika sína
í starfi til að ná árangri. „Náms-
línan snýr að stjórnandanum
sjálfum og hentar því vel fyrir
nýja stjórnendur og þá sem upp-
lifa sig fasta í ákveðnu fari eða
hafa lent í áskorunum í starfi og
vilja endurskoða sinn leiðtoga-
stíl,“ segir hún.
Sjálfsþekking leiðtoga
mikilvæg
Í náminu verður unnið með
sjálfsþekkingu leiðtogans og
segir Kristín mikilvægt fyrir
stjórnendur að vera meðvitaðir
um hegðun sína og hvaða áhrif
hún hefur á aðra. „Sá sem þekkir
styrkleika og veikleika sína er
betur undirbúinn þegar óvæntar
áskoranir verða á vegi hans og
getur haft stjórn á sjálfum sér.
Það getur verið erfitt að vinna
með stjórnanda sem er mjög
sveiflukenndur,“ segir Kristín. Í
náminu verður einnig unnið með
það sem kallað er vakandi athygli
eða gjörhygli og byggir á því að
dvelja í núinu og láta hvorki for-
tíð né framtíðarpælingar verða
áhrifavald í hugsunum og að-
gerðum. „Framtíðarfókusinn er
oft bundinn kvíða og við viljum jú
vera laus við hann,“ segir Kristín.
Kristín segir nútíma vinnustaði
þrífast og dafna á breytingum
og því sé mikilvægt fyrir stjór-
nendur að búa yfir færni til að fá
fólk með sér í lið við framkvæmd
þeirra. Þá sé samningatækni
ekki síður mikilvæg í samskipt-
um stjórnenda við samstarfsfólk
sitt. „Virk hlustun er einn helsti
þátturinn í leiðtogafærni og
verður hún æfð í náminu. Það er
mikilvægt að stjórnendur búi yfir
þeim eiginleika að geta samið og
skilið sjónarmið annarra.“
Þjónandi forysta
„Stjórnun er eins og yin og yang.
Það er mjúki og harði þátturinn.
Í náminu ætlum við að einbeita
okkur að mjúka þættinum,“ segir
Kristín og bendir á að rannsóknir
sýni að fólk dæmi aðra fyrst út frá
hlýjunni sem frá þeim kemur. Síð-
an dæmi það þá færni sem aðrir
búi yfir. „Margir stjórnendur eru
uppteknir af því að sýna færn-
ina en það er alltaf betra að láta
hlýjuna koma fyrst. Þetta getum
við yfirfært á leiðtogann því hann
talar til fólksins og vekur með því
einlægan áhuga og metnað til að
ná markmiðum,“ segir hún.
Skipulag námsins
Kennsla hefst 27. september og
verður kennt aðra hverja viku
á föstudögum frá klukkan níu
til fjögur og á laugardögum frá
níu til tólf. Hina vikuna verður
kennsla á miðvikudögum frá níu
til tólf. Gert er ráð fyrir áttatíu
prósenta viðveru nemenda, hið
minnsta, og í lok náms fá þeir
sem lokið hafa öllum lotum skír-
teini sem vottar þátttöku í nám-
inu. Umsóknarfrestur er til 13.
september og mun námið standa
fram í nóvember. Nánari upplýs-
ingar má finna á vefnum endur-
menntun.is.
Sérfræðingar frá Harvard
kenna hjá Endurmenntun
Hjá Endurmenntun Háskóla Ís-
lands eru yfir 200 námskeið á
dagskrá haustmisseris og er
skráning hafin. Eins og endra-
nær er fjölbreytnin mikil og ættu
allir að finna eitthvað sem vekur
áhuga.
Tveir sérfræðingar frá Har-
vard koma til landsins og halda
námskeið á haustmisseri en
síðastliðið ár hafa nokkir sér-
fræðingar skólans haldið nám-
skeið hjá Endurmenntun. Að
þessu sinni er það Diana Buttu,
annars vegar, með námskeiðið
Negotiations Skills: Strategies
for Increased Effectiveness og
hins vegar Dave Power með
námskeiðið Innovation and Stra-
tegy. Buttu kemur nú til landsins
í annað sinn að kenna samn-
ingatækni en fyrra námskeiðið
hennar fékk mjög góða dóma.
Power er að koma í fyrsta sinn til
Íslands en hann hefur haldið fjöl-
mörg námskeið bæði í Harvard
og Cambrigde. Nánari upplýs-
ingar og skráning er á endur-
menntun.is http://endurmennt-
un.is/ eða í síma 525 4444.
KeNNarar
Kristín Baldursdóttir, hagfræðingur og
faglegur umsjónarmaður námslínunnar.
Ljósmynd/Hari
NÁM Á HAUSTMISSERI
Á GRUNNSTIGI
Leiðsögunám á háskólastigi
Enn tekið við umsóknum
Nám til löggildingar fasteigna-,
fyrirtækja- og skipasala
Enn tekið við umsóknum
Á FRAMHALDSSTIGI
Sálgæslufræði
Umsóknarfrestur til 30. ágúst
NÁMSLÍNUR
Leiðtogahæfni – Leið að aukinni
sjálfsþekkingu og árangursríkri stjórnun
Umsóknarfrestur til 13. september
Áfallastjórnun
Umsóknarfrestur til 13. september
SKAPAÐU ÞÍNA
EIGIN FRAMTÍÐ
TAKTU SKREFIÐ
Námsráðgjöf og upplýsingar:
sími 525 4444 endurmenntun.is