Fréttatíminn - 16.08.2013, Blaðsíða 32
32 ferðalög Helgin 16.-18. ágúst 2013
Borgarferðir Út Úr fjölmenninu
Haustið í hliðargötunni
Þótt styttist í sumarlok verður hitastigið stórborgum Evrópu og N-Ameríku áfram mælt í tveggja
stafa tölum næstu vikur og jafnvel mánuði. Það er kannski ein af ástæðum þess að margir Íslending-
ar bregða sér í borgarferð á haustin. Búðarölt er hluti af þess háttar ferðalagi og hér eru göturnar
fyrir þá sem vilja fara aðeins út fyrir fjölmennustu verslunargöturnar í leit að hlýjum fötum.
London
Það getur verið ansi þreytandi
að þramma eftir Oxfordstræti
og öllum hinum stóru versl-
unargötunum í bresku höfuð-
borginni. Þeir sem vilja taka því
rólega ættu að gera sér ferð í litla
götu í Bloomsbury hverfinu sem
nefnist Lambs Conduit Street.
Í þessari hálfgerðu göngugötu
er að finna fínar búðir þar sem
líklegra er en ekki að eigandinn
standi vaktina.
Kaupmannahöfn
Strikið þræða flestir sem til
Kaupmannahafnar koma og
Købmagergade sömuleiðis.
En ekki gleyma að koma við
í Pile stræde sem liggur sam-
hliða þeirri síðarnefndu. Þar
hefur jarðhæð ritstjórnarskrif-
stofu Berlingske Tidende verið
breytt í verslunarhúsnæði og í
framhaldinu er gatan orðin einn
vinsælasti viðkomustaður Kaup-
mannahafnarbúa.
Toronto
Á miðparti Queenstrætis í
Toronto er að finna útibú frá
nokkrum af þekktustu verslun-
arkeðjum heims. Þeir sem vilja
heldur reyna að finna eitthvað
sem er sér á báti ættu að halda
eins langt í vestur og hægt er
á Queenstræti en þar lifa fjöl-
breyttar sérverslanir góðu lífi.
Þaðan er svo tilvalið að kíkja í
búðirnar á Ossington Avenue og
enda göngutúrinn í Litlu-Ítalíu.
Stokkhólmur
Við Birger Jarl breiðgötuna í
miðborg Stokkhólms bítast lúx-
usmerkin um glæsilegu verslun-
arhúsnæðin sem losna. Göngu-
gatan Biblioteksgatan liggur
samhliða þessum fínheitum en
þar halda Cos og Urban Outfit-
ters meðalverðinu niðri. Þar eru
líka verslanir nokkurra af þekkt-
ari tískuhönnuða Svía.
Berlín
Við Neue og Alte Schönhau-
ser Strasse í Mitte hverfinu er
urmull af verslunum sem fókusa
á heimsþekkt vörumerki í bland
við þýska framleiðslu. Þeir sem
ætla að gefa sér tíma í búðaráp á
þessum slóðum ættu einnig að
kíkja við í Auguststrasse og Mu-
lackstrasse því þar er að finna
nokkrar forvitnilegar búðir.
Washington DC
Þeir sem eru í verslunarhugleiðingum
í höfuðborg Bandaríkjanna eru vel í
sveit settir í Georgetown háskólahverf-
inu. Á tveimur helstu verslunargötum
hverfisins, M st. NW og Wisconsin
Avenue, hafa kaupmenn og veitinga-
menn komið sér fyrir í lágreistum,
gömlum byggingum og úti rölta stúd-
entar, fjölskyldur og virðulegir eldri
borgarar með ný föt í pokum merktum
þekktustu tískuvöruframleiðendum
Bandaríkjanna og Evrópu. Á miðri M
Street er Georgetown Park verslunar-
miðstöðin sem hefur upp á ýmislegt
að bjóða þó hún teljist frekar lítil á
amerískan mælikvarða.
Glasgow
Stórverslanir Glasgow borgar raða
sér þétt við Buchanan og Argyle
Street. Búðirnar verða aðeins smærri
í sniðum við Ingram, Miller og Queen
Street en því miður hækkar verðið líka
töluvert á þeim slóðum.
Kristján heldur úti ferðavefnum Túristi.is.
Í Biblioteksgatan í Stokkhólmi trufla bílar
ekki búðaröltið.Ljósmynd/ Nicho Södling
Það er meira fjör að kíkja í búðirnar við
M Street í Georgetown en að þramma
um verslunarmiðstöðvarnar í úthverfum
Washington borgar. Ljósmynd/GettyImages
Það verða vafalítið margir Íslendingar
á ferðinni um búðagötur Kaupmanna-
hafnar á næstunni. Ljósmynd/Ty Stange
Kristján
Sigurjónsson
kristjan@turisti.is