Fréttatíminn - 16.08.2013, Blaðsíða 54
Versluninni Exodus við Hverfisgötu hefur verið lokað.
Tíska Versluninni exodus Við HVerfisgöTu lokað
Krónan fór með Exodus
„Það er ekki skynsamlegt að vera í innflutn-
ingi og endursölu þegar gengið er svona,“
segir Nína Sigríður Geirsdóttir, myndlistar-
kona og eigandi verslunarinnar Exodus við
Hverfisgötu. Versluninni var lokað um síðustu
mánaðamót.
Nína segir að hún hafi ekki útilokað að opna
verslunina aftur síðar en nú um stundir gangi
dæmið ekki upp. „Gengið er það dýrt að maður
getur ekki selt það sem maður vill selja og þarf
að kaupa inn eitthvað ódýrara í staðinn. Ef ég
hefði haldið áfram þá hefði ég bara steypt mér
í skuldir. Nú get ég einbeitt mér að myndlist-
inni.“
Nína opnaði verslunina Jónas á milli á Lauga-
vegi árið 1992. Árið 1999 flutti hún búðina nið-
ur á Hverfisgötu og breytti nafninu í Exodus.
Aðall verslunarinnar hefur alltaf verið skopp-
araföt og hiphop-tískan. Þegar hiphoppið náði
vinsældum hér voru ungir strákar tíðir gestir í
búðinni og margir þeirra héldu tryggð við hana
fram á fullorðinsárin. Nína passaði vel upp á
strákana og var til að mynda kölluð „mamma
allra íslenskra skoppara“ í blaðaviðtali. Hún
segir mikla eftirsjá af strákunum. „Ég á eftir að
sakna viðskiptavinanna, algjörlega.“
Nína segir það vera gleðiefni að þar sem
búðin var verði innan tíðar opnaður veitinga-
staður. „Þetta er frábært hús og gott að það fær
nýjan tilgang.“ -hdm
Farið verður yfir ríflega fjögurra áratuga feril Ladda í nýrri þáttaröð sem sýnd verður á RÚV næsta vetur.
sjónVarp Björn emilsson gerir fjögurra þáTTa röð um feril ladda
Gróf upp gamalt grín
með Halla og Ladda
Björn Emilsson vinnur nú að fjögurra þátta röð um feril Þórhalls Sigurðssonar, Ladda. Í undir-
búningi þáttanna hefur Björn grúskað í safni Sjónvarpsins og fundið áður ósýnt efni með
Ladda. Heiður að gerðir séu þættir um mann, segir Laddi.
s ögurnar eru margar alveg ótrúlegar,“ segir Björn Emilsson framleiðandi.
Björn vinnur nú að fjögurra
þátta röð um grínarann Þórhall
Sigurðsson, Ladda, sem sýndir
verða á RÚV næsta vetur. Í
þáttunum verður farið yfir feril
Ladda í sjónvarpi og kvikmynd-
um sem spannar yfir fjörutíu ár.
„Þetta verður yfirlit yfir líf hans
og listina í stórum dráttum. Inn
í þetta koma til dæmis viðtöl við
börn hans og ýmsa listamenn
sem hafa unnið með honum auk
fleiri samferðarmanna. Þetta
gæti orðið mjög skemmtilegt, ég
vona það alla vega,“ segir Björn.
Gísli Einarsson verður kynnir
og spyrill í þáttunum og þeir
Björn sjá um handritsgerðina.
Björn hefur eytt talsverðum tíma
í safni Sjónvarpsins við að skoða
gamalt efni með Ladda. „Jájá. Ég
er byrjaður að grúska í safninu
og þarna eru þvílíkar perlur.
Jafnvel efni sem var tekið upp en
hefur aldrei komið fyrir sjónir
almennings. Ég fann til dæmis
myndbrot þegar Halli og Laddi
voru eitthvað fíflast í stúdíóinu.
Það hefur einhver ýtt á upptöku
en svo var aldrei neitt gert með
þetta.“
Sjálfur er Laddi pollrólegur
yfir þáttunum, enn sem komið er
alla vega. „Ég hef ekki komið að
þessu ennþá, Björn er bara með
þetta í vinnslu. En þetta leggst
samt mjög vel í mig, það er heið-
ur að gera eigi svona þætti um
mig. Maður er náttúrlega uppal-
inn í Sjónvarpinu, ég byrjaði á
kústinum árið 1970, svo það er
mikið til af gömlu efni.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Maður er náttúrlega
uppalinn í Sjón-
varpinu, ég byrjaði á
kústinum árið 1970,
svo það er mikið til af
gömlu efni.
Árlegt skemmtikvöld knattspyrnu-
félagsins Mjaðmar, Bjúddarinn 2013, fer
fram á skemmtistaðnum Harlem í kvöld,
föstudagskvöld. Knattspyrnufélagið
Mjöðm er skipað mörgum kunnum tón-
listarmönnum, til að mynda Arnóri Dan
söngvara Agent Fresco, Margeiri Ingólfs-
syni plötusnúði, Örvari Smárasyni í múm
og Sindra Má Sigfússyni í Seabear.
Þetta er í fjórða skiptið sem Bjúddarinn
er haldinn og hefur hann fyrir löngu
fest sig í sessi á djammdagatalinu í 101
Reykjavík. Venju samkvæmt verður
málverkauppboð ásamt fjölbreyttum
tónlistaratriðum og uppistandi. Bergur
Ebbi og Jóhann Alfreð úr Mið-Íslandi sjá
um grínið og Markús Bjarnason treður
upp með hljómsveit sinni Diversion Ses-
sions. Kippi Kaninus og Dj Margeir ásamt
sjálfum Högna úr Hjaltalín skemmta
einnig gestum. Húsið opnar klukkan 22 og
miðaverð er þúsund krónur.
Endurgerð íslensku kvik-
myndarinnar Á annan
veg eftir Hafstein Gunnar
Sigurðsson var frumsýnd
um helgina í kvikmynda-
húsum vestanhafs.
Myndin kallast Prince
Avalanche og skartar
þeim Paul Rudd og Emile
Hirsch í aðalhlutverkum.
Prince Avalanche hefur
fengið góða dóma en
hún fær 81% á Rotten
Tomatoes og á Metacritic
er hún með 71 af 100
en sú tala er meðaltal
af gagnrýni 21 miðla.
Prince Avalanche verður
frumsýnd á Íslandi í
haust.
Góðar viðtökur vestra
Þú nnur okkur á Facebook
undir “Fatabúðin”
Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050
Úrval af sængurverasettum
úr bómullarsatíni og silkidamaski
til brúðargjafa
Árleg gleði í 101
54 dægurmál Helgin 16.-18. ágúst 2013