Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 16.11.2012, Qupperneq 6
Þú leggur línurnar létt&laggott 3. sæti Gengið niður Laugaveg Laugardaginn 17. nóvember - síðari kjördag í flokksvali Samfylkingarinnar - ganga Mörður Árnason alþingismaður og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur niður Laugaveginn þar sem sagðar verða sögur og heilsað upp á nokkur merkileg hús við þessa merkilegu götu. Gangan hefst kl. 11 við Hlemm og endar í Bankastræti um kl. 13 þar sem göngufólki verður boðið upp á kaffisopa. Á Kaffitári í Bankastræti er ekki bara gott kaffi heldur líka þráðlaust netsamband. Þeir göngumenn sem vilja geta því tekið með sér fartölvuna og kosið yfir kaffi- bollanum. Allir velkomnir. Setjum Mörð í 3. sætið D ag hvern berst barnaverndaryfir-völdum tilkynning vegna kyn-ferðisofbeldis gegn börnum, líkamlegs ofbeldis og vegna ofbeldis á heimili. Aldrei hafa borist fleiri tilkynn- ingar til barnaverndar vegna ofbeldis gegn börnum en í fyrra, þegar alls 2008 tilkynningar bárust á einu ári. Rúmlega 400 tilkynningar voru vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á síðasta ári og sami fjöldi var vegna líkam- legs ofbeldis og einnig vegna ofbeldis á heimili. Á tímabilinu dró hins vegar úr fjárframlögum til Barnaverndarstofu og stofnana á hennar vegum. Aðstandandi sem Fréttatíminn ræddi við og vill ekki láta nafns síns getið af tillitsemi við börnin sem um ræðir, segir að mál barna séu oft látin ganga allt of langt áður en barnaverndarnefnd grípur inn í. Ekki sé brugðist við nógu fljótt, börn þurfi að þola of mikið áður en gripið sé inní. Viðkomandi tilkynnti fjölskyldumeð- lim, móður, sem var í mikilli neyslu því hann taldi börnin á heimilinu vanrækt og í hættu vegna ofbeldis af hendi sambýlis- manns móðurinnar. Ekkert var aðhafst í málinu. Móðirin missti síðar forræði yfir börnum sínum því hún höfðaði mál á hendur föður barnanna en tapaði því. Árið 2011 bárust alls 8660 tilkynningar til barnaverndarnefnda á landinu og er það þriðji mesti fjöldi frá upphafi mæl- inga en aðeins minni fjöldi en á árunum 2009 og 2010 þegar rúmlega níu þúsund tilkynningar bárust. Flestar tilkynningarnar voru vegna áhættuhegðunar barns, rúmlega 3800 til- kynningar vegna tilfella á borð við vímu- efnaneyslu eða afbrot. Alls bárust rúm- lega 2700 tilkynningar vegna vanrækslu barna þar sem skortur er á nauðsynlegri umönnun eða aðbúnaði barns. Fái barnaverndarnefnd rökstuddan grun um að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin sökum framferðis, vanrækslu eða vanhæfni foreldra eða að barn stefni heilsu sinni eða þroska í hættu með hegðun sinni, er nefndinni skylt að kanna málið án tafar. Alls er talin ástæða til að kanna frekar 3 af hverjum 5 tilkynn- ingum. Algengasta úrræði barnavernda er að leiðbeina foreldrum um uppeldi og aðbúnað barns. Ef það skilar ekki árangri eru börn oft vistuð utan heimilis. Árið 2010 voru rúmlega þrjú hundruð börn vistuð utan heimilis síns og um hundrað börnum var komið í fóstur, ýmist tíma- bundið eða varanlegt til skyldmenna eða vandalausra. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  BarnavernDarmál 400 tilkynningar um kynferðisofBelDi á ári hverju Aldrei fleiri tilkynningar um ofbeldi gegn börnum Að minnsta kosti þrjár tilkynningar berast barnavernd daglega vegna ofbeldis gegn börnum. Ein um kynferðislegt ofbeldi, önnur vegna líkamlegs ofbeldis og þriðja vegna andlegs ofbeldis sem börn verða fyrir vegna heimilisofbeldis. Rúmlega 400 tilkynningar voru vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á síðasta ári. Sami fjöldi var vegna líkamlegs ofbeldis og einnig vegna ofbeldis á heimili. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages Aldrei hafa borist fleiri tilkynn­ ingar til barna­ verndar vegna ofbeldis gegn börn­ um en í fyrra. Nokkrar þeirra kvenna sem fengu fölsuðu PIP-brjóstapúðana hafa stefnt Jens Kjartanssyni lýtalækni fyrir dóm. Jens flutti inn púðana og setti í konur. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttatímans voru fleiri lýtalæknar sem notuðu umrædda púða. Þetta staðfesti Geir Gunn- laugsson landlæknir í Fréttatím- anum í haust. „Þetta virðist hafa verið vara sem þeir hjálpuðu hver öðrum með. En það var bara í örfáum tilfellum, er mér sagt,“ sagði hann. Jens Kjartansson lýtalæknir. 640 konur fengu á tuttugu ára tímabili PIP-púðana á Íslandi.  Dómsmál lýtalæknir fyrir Dóm Jens Kjartanssyni stefnt 6 fréttir Helgin 16.-18. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.