Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Page 14

Fréttatíminn - 16.11.2012, Page 14
Jólaævintýramatseðill 2012 með piparrótarfrauði og rauðrófumauki Léttsteiktur hörpudiskur með sætumkartöflum, mangómauki og rauðvínssoði Kastaníuhnetufyllt kalkúnabringa Val á milli 3 aðalrétta: kremuð með reyktum humri Vatnakarsa- og blaðlauks súpa 4 rétta: með beikon kartöflum, seljurótarmauki og jarðsveppaolíu Lambafilet Wellington með fíkjum, eplum og rauðkáli Andabringur er eftirréttur með ís og ítölskum marengs með Grand-Marnier sæteggjaköku, flamberaður með koníaki eða rommi Bakaður Alaska Verð 8.990.- kr. RESTAURANT Aðalstræti 16 | 101 Reykjavík | Sími 514 6060 | fjalakotturinn@fjalakotturinn.is | www.fjalakotturinn.is Þ olinmæðin er búin,“ segir Tanya Pollock tónlistar-kona. Hún hefur um nokkurt skeið staðið í deilum við Reykjavíkurborg vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda á Hljómalindarreit, nánar til tekið við Hjartagarð- inn. Forsaga málsins er sú að Tanya, ásamt litlum hópi fólks, fékk fjárstyrk frá borginni til þess að byggja upp svæðið. Það sem hópurinn vildi sýna fram á var að hægt væri að taka samfélagslega ábyrgð á útliti og frágangi í miðborginni og að borgarar gætu hannað rými eftir sínum eigin þörfum. Reiturinn hafði verið í miklum ólestri í nokk- ur ár, eða eftir að hús sem þar stóðu voru rifin fyrir hrun. Í sumar var garðurinn í miklum blóma og fullur af mann- lífi jafnt dag sem nótt. „Það vill því miður oft verða svo að hagsmunum borgaranna er vikið til hliðar fyrir hags- muni fjársterkra einkaaðila,“ segir Tanya og bætir við: „Ákveðnir aðilar innan borgarinnar, sem ég kýs að kalla Voldemort, vegna þess hvernig þeir hugsa, hafa haldið því fram opinberlega að þetta skipulag hafi verið unnið í sam- vinnu við fólkið. Það er lygi, enginn hefur fengið að sitja þessa baktjaldafundi milli bankans og borgarinnar.“ Hún segir að menningarlegt stórslys sé í uppsiglingu og einnig komi það til með að skaða ímynd borgarinnar út fyrir land- steinana. „Ég hef verið í viðtali eftir viðtali við erlendra fjölmiðla, en allir eru mjög áhugasamir um framtíð garðsins. Hingað kom fjöldinn allur af ferðamönnum í sumar sem að varð fyrir vitundarvakningu um að almenningur gæti raunveru- lega haft eitthvað að segja með hönnun almenningssvæða. Ég veit um mörg dæmi þess að einstaklingar séu farnir að kalla eftir slíku í heimalandi sínu.“ Hún gefur ekki mikið fyrir tillögurnar nýsamþykktu en gert er ráð fyrir tjaldi sem umlykja mun gamla Sirkús fyrir tónleikahald. „Það mun þjóna ágætlega sem minnisvarði um eitthvað menn- ingartengt sem var rifið burt vegna græðgi. Fyrst Sirkús svo Hjartað.“ Að lokum segist hún hvetja fólk til þess að rísa upp og mótmæla. Hver með sínu nefi. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  MótMælir breytinguM á Hjartagarði Hagsmunum borgaranna vikið til hliðar Í nýsamþykktu deiliskipulagi borgarinnar um Hljómalindarreit er ekki gert ráð fyrir Hjartagarðinum í nú- verandi mynd. Þessu mótmælir hópur fólks, sem undanfarið ár hefur byggt upp garðinn og séð um viðhald hans. „Menningarlegt stórslys nái breytingar fram að ganga,“ segir forsprakki hópsins, Tanya Pollock. Tanya Pollock og Tómas Þórarinn eru á móti fyrirhuguðum breytingum á Hjartagarðinum 14 fréttir Helgin 16.-18. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.