Fréttatíminn - 16.11.2012, Side 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is .
Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
V
Veðurfræðingar gegna þýðingarmiklu
hlutverki og ábyrgð þeirra er mikil. Í norð-
lægu landi þar sem allra veðra er von skipta
veðurspár miklu, hvort heldur er til sjós eða
lands. Þeir sem mest eiga undir veðurspám,
bændur, sjómenn og ferðamenn sem leggja á
fjallvegi, auk annarra, hlusta án efa á veður-
fréttir sem sendar eru reglulega út í útvarpi,
eða leita á vef Veðurstofunnar. Almennasta
áhorfið er hins vegar á daglegar veðurfregn-
ir í kjölfar kvöldfréttatíma
Ríkissjónvarpsins.
Þetta almenna áhorf, þegar
samtímis næst til tugþús-
unda manna, nýtti Haraldur
Ólafsson veðurfræðingur
sér í liðinni viku. Þar skaut
hann föstum skotum, þótt
með óbeinum hætti væri, að
Ögmundi Jónassyni innanrík-
isráðherra. Ráðherrann hafði
sagt á Alþingi, í umræðum
afleiðingar veðurofsans á
Norðurlandi í september, að enginn hefði
spáð fyrir um illviðrið og engar viðvaranir
gefnar. Haraldur taldi að með þessu hefði
innanríkisráðherra vegið að Veðurstofunni
og birti af því tilefni spákort frá 8. september
sem gilti fyrir 10. september. Þar mátti sjá að
gert hafði verið ráð fyrir 25 metra vindhraða
á sekúndu. Það eru tíu gömul vindstig og í
tíu vindstigum má búast við að tré rifni upp
með rótum. Jafnframt benti veðurfræðingur-
inn á að spáð hefði verið snjókomu.
Eðlilegt er að Veðurstofan, og eftir at-
vikum einstakir veðurfræðingar, bregðist
við orðum innanríkisráðherra. Ráðherrann
viðurkenndi enda í yfirlýsingu að fullmikið
hefði verið sagt að enginn hefði spáð þessu
fyrir því vissulega hefði Veðurstofan spáð
slæmu veðri og það fagmannlega. Um-
hverfis- og auðlindaráðuneytið, en undir það
ráðuneyti heyrir Veðurstofa Íslands, áréttaði
einnig að Veðurstofa Íslands hefði ítrekað
spáð stormi og snjókomu á Norðurlandi í að-
draganda þess óveðurs sem gekk yfir lands-
hlutann 9.-11 september.
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur nýtti
hins vegar ekki réttan vettvang til réttmætra
andmæla sinna, jafnvel þótt óbein væru.
Hlutverk Haraldar sem veðurspámanns
í Ríkissjónvarpinu, þar sem hann hefur
staðið sig með ágætum undanfarin ár, er að
spá fyrir um veður. Honum er treyst fyrir
því hlutverki, annars vegar af hálfu vinnu-
veitanda síns, Veðurstofu Íslands, og hins
vegar Ríkissjónvarpinu. Hann má ekki falla
í þá freistni að nýta sér þennan áhrifamikla
vettvang til að berja á ráðherra, jafnvel þótt
sá sami ráðherra liggi vel við höggi, eða að
koma öðrum skoðunum sínum á framfæri
þar.
Haraldur Ólafsson gat komið áliti sínu á
ummælum Ögmundar Jónassonar fram á
réttum vettvangi, til dæmis í blaðagrein eða
fréttaviðtali. Það gerði Theodór Hervarsson,
framkvæmdastjóri eftirlits- og spádeildar
Veðurstofunnar, raunar í kvöldfréttatíma
Ríkisútvarpsins.
Í þessu ljósi er afstaða Óðins Jónssonar,
fréttastjóra Ríkisútvarpsins, umhugsunar-
verð. Fréttastjórinn hefur, eins og fram kom
í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag, „full-
an skilning á því að Haraldur Ólafsson hafi
notað þennan vettvang til að verja sig“. Síðar
bætti fréttastjórinn við að þetta hefði verið
„nokkuð snyrtilega gert“. Hann var síðar
spurður um það hvort æskilegt hafi verið að
nota veðurfréttatímann til að koma persónu-
legum skilaboðum á framfæri og svaraði því
til að tilefnið hafi verið ærið, Haraldur hafi
bara verið að bera hönd fyrir höfuð veður-
fræðinga „og besti vettvangurinn til þess er
líklega veðurfréttatíminn.“
Þessi afstaða fréttastjórans er röng. Veð-
urfréttatími í Ríkissjónvarpinu er ekki vett-
vangur fyrir einstaka veðurfræðinga til að
koma skoðunum sínum á framfæri eða svara
einhverju sem sagt hefur verið á öðrum vett-
vangi um Veðurstofuna, starf hennar eða
starfsmenn.
Hvenær verður tilefnið ærið næst? Hve-
nær getur veðurfræðingur, í skjóli Ríkis-
sjónvarpsins, sent ráðherra eða öðrum sem
honum mislíkar við „snyrtilegt vink“, eins og
fréttastjórinn kallaði viðbrögð fræðimanns-
ins í réttlætingu sinni?
Útvarpsstjóri hlýtur að minna þá sem
ábyrgð bera á að halda aftur af sér – og sama
gildir um veðurstofustjóra.
„Snyrtilegt vink frá fræðimanni“
Réttmætar athugasemdir
– rangur vettvangur
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
„Það er stefna bæjarins að batn-
andi hagur bæjarsjóðs berist til
fjölskyldna,“ segir Ásgerður Hall-
dórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnar-
ness. Hún er maður vikunnar að
þessu sinni. Seltjarnarnesbær mun
koma til með að lækka útsvarspró-
sentu sína á næstu þremur árum.
Rekstur bæjarsjóðsins hefur skilað
afgangi og mun bæjarstjórnin því
skila þeim afgangi beint til íbúa.
Einnig stendur til að hækka tóm-
stundastyrki. „Við höfum fundið
það á foreldrum að styrkirnir
skipta máli.“ Seltjarnarnes var
fyrsta bæjarfélagið sem bauð upp
á slíka styrki, „Við köllum
þá hvatastyrki. Hér á
Seltjarnarnesi höfum við
frábæran tónlistarskóla
og gott íþróttastarf.
Svo þetta kemur
börnunum okkar bara
til góða.“
MaðuR vikunnaR
Lækkar útsvarsprósentu á Seltjarnarnesi
er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express
American Express
Valid Thru Member Since
American Express
Valid Thru Member Since
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Jólapottur American Express®
Þú gætir unnið ferð til USA og 100.000 Vildarpunkta!
Þú gætir unnið glæsilega vinninga ef þú notar Icelandair American Express til að versla fyrir jólin.
Allir meðlimir sem nota kortið fyrir 5.000 kr. eða meira fyrir 15. desember fara í jólapottinn
og því oftar sem þú notar kortið, því meiri möguleikar á vinningi!
Sex heppnir meðlimir verða dregnir úr jólapottinum
• 1x Flug fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair og 100.000 Vildarpunktar
• 1x Flug fyrir tvo með Flugfélagi Íslands + gisting á Icelandair hótels í eina nótt.
• 2x Yndislegt steinanudd fyrir tvo að verðmæti 30.000 kr.
• 2x Gjafabréf á veglega máltíð að verðmæti 25.000 kr.
American Express er skrásett vörumerki American Express.Kynntu þér málið nánar á www.americanexpress.is
Á disknum er súrdeigsbrauð, hráskinka, camembert ostur, fíkjur,
amerískar pönnukökur og hágæða hlynsíróp, sætkartöflusalat með geitaosti
og sólkjarnafræjum, bakað egg, grísk jógúrt með heimalöguðu múslí,
íslenskt grænmeti og ávextir.
BRUNCH-DISKUR Á NAUTHÓL
Í BOÐI Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL 11.00 – 15.00
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is tel.: 599 6660
18 viðhorf Helgin 16.-18. nóvember 2012