Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 22

Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 22
Vikan í tölum Einelti gegn fötluðum og veikum Að horfa framhjá sjúkdómnum H ilmir Jökull er 14 ára en hefur þurft að þola mótlæti í lífinu vegna sjúkdóms síns. Hann er með MS, eins og fram kemur í viðtali við hann hér í blaðinu, og getur því ekki tekið þátt í öllu því sem jafnaldrar hans taka sér fyrir hendur. Fyrir vikið var hann úti- lokaður og einangraðist smám saman. Þetta er víst því miður ekki einsdæmi. Móðir Hilmis, Heiða Björg Hilmisdóttir, sagði frá því að foreldrar sem hún hefði kynnst í gegnum samtökin Einstök börn – stuðningsfélag lang- veikra barna, hefðu sömu sögu að segja. Það er því ekki nóg fyrir Hilmi að þurfa að glíma við áfallið af því að greinast með alvar- legan ólæknandi sjúkdóm – hann þurfti einnig að horfast í augu við vinamissi á þeim aldri sem vinirnir eru eitt það mikilvæg- asta í lífinu. Hvernig stendur á því að hér viðgangast fordómar gegn veikum börnum? Hvað erum við að gera rangt? Hilmir vill að skólar auki fræðslu um sjúkdóma. „Því sjúk- dómar geta verið svo skrítnir og misjafnir,“ segir hann. Sjálfur hefur hann haldið fyrirlestra í skólanum sínum um sjúkdóminn sinn. Það kom þó ekki að góðu. Hann varð fyrir aðkasti því hann mætti ekki alltaf í skólann og gat ekki gert allt sem hann gat áður. Við, foreldrar þurfum að taka þessa ábendingu til okkar og fræða börnin okkar. Við verðum, sem samfélag, að taka höndum saman og útrýma þeim for- dómum sem eru gegn fötluðum í samfélaginu. Við þurfum að ræða við börnin okkar um það hvað það er að vera fatlaður og hvernig þau – og við – getum mætt meðbræðrum okkar og systrum af virðingu og um- hyggju á jafningjagrundvelli. Hilmir lýsir þessu svo vel. Hann eignaðist nýja vini í stað- inn fyrir þá sem yfirgáfu hann. „Þeir horfa framhjá sjúkdómn- um en er samt ekki sama. Þegar við erum saman þá eru þeir bara með mér eins og ég sé bara hver annar strákur en ekki eins og ég sé með einhvern sjúkdóm,“ segir hann. Í þessum orðum felast mikil- vægar leiðbeiningar til okkar, sem höfum ekki reynslu af því að umgangast fólk með fötlun og erum ef til vill óörugg varðandi það því okkur var aldrei kennt það: Við eigum að horfa framhjá sjúkdómnum en okkur á ekki að standa á sama. Hilmir segir að sjúkdómurinn hafi breytt sér, gert sig umburð- arlyndari og þroskaðri. Hið sama segir móðir hans. Reynsla þeirra breytti henni þótt hún hefði helst viljað öðlast þennan aukna þroska án þess að það væri lagt á son hennar að glíma við veikindi. Reynum öll að þroskast. Kennum hvort öðru umburðar- lyndi og skilning. Setjum okkur í spor annarra og lærum af þeirra reynslu. Verum betri mann- eskjur. Sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarHóll Við eigum að horfa framhjá sjúkdómnum en okkur á ekki að standa á sama. BMW X5 M SPORT Ekki sætta þig við málamiðlanir þegar þú getur fengið það besta. BMW X5 M SPORT fæst með með misaflmiklum vélum, 8 gíra sjálfskiptingu og veglegum búnaði. Komdu við og skoðaðu það nýjasta frá BMW. BMW M Sport xDrive 30d, 245 hestöfl – 7,4 l / 100 km* – 7,6 sek. í hundrað 40d, 306 hestöfl – 7,5 l / 100 km* – 6,6 sek. í hundrað Verð frá: 13.790 þús.Tryggið ykkur nýjan BMW X5 á hagstæðu verði. Breytingar verða á vörugjöldum 1. jan. nk. ATHUGIÐ! BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 2 3 7 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Hrein akstursgleði BMW www.bmw.is 859 bókatitlar hafa komið í sölu í verslunum Ey- mundsson í ár og búist er við að 100-150 titlar eigi eftir að bætast við fyrir áramót. 1.277 tonn af sorpi féllu til við starfsemi Land- spítalans í fyrra. 23 prósent af því fóru í endurvinnslu. 4 íslenskum liðum hefur Tryggvi Guðmundsson verið á mála hjá eftir að hann samdi við Fylki í vikunni. Áður lék hann með ÍBV, FH og KR. 2.200 störf er ráðgert að sveitarfélögin, ríki og aðilar vinnumarkaðarins búi til fyrir fólk sem er að missa rétt til atvinnuleysisbóta. Átak þessa efnis var kynnt í vikunni. 7 ár verða liðin frá því Sigur Rós lék síðast á Hróarskelduhátíð- inni þegar sveitin stígur þar á svið næsta sumar. 22 fréttir Helgin 16.-18. nóvember 2012 vikunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.