Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 24

Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 24
Ö ll pólitík er staðbundin, segja spekingarnir – og þannig á það líka að vera. Almannahagur þarf að hafa miklu meira að segja en nú er vaninn við ákvarðanir um skipulag og framkvæmdir í hverfum og kjörnum þar sem byggðin er gömul eða merkileg af öðrum ástæðum, þar sem svæðið sjálft og sögu þess má telja mikil- væga sameign allra íbúa í sveitarfélaginu og í sumum tilvikum allra landsmanna. Með því að gefa þessum svæðum – sögu- legri byggð – sérstöðu í lögum er hægt að styrkja almannarétt og auka svigrúm sveitarstjórnarmanna við að vernda sér- kenni og andrúmsloft þessara svæða. Ágæt dæmi um slík svæði eru Kvosin og Laugavegurinn í Reykjavík – en þau eru miklu fleiri, í höfuðborgarhéraðinu og í bæjum og byggðarkjörnum um allt land. Þetta er kjarninn í frumvarpi sem ég hef lagt fram á alþingi ásamt sjö öðrum þingmönnum í þeirri þing- nefnd sem fjallar um skipulagsmál. Þar er lagt til að sveitarstjórnir geti skilgreint svæði sem sögulega byggð í skipulaginu, og um slík svæði gildi síðan sú regla að fasteignareigandi á því aðeins rétt á skaða- bótum vegna breytinga á skipulagi að hann hafi fengið byggingarleyfi fyrir tiltekinni framkvæmd, sem ekki passar við nýja skipulagið. Kveikja frumvarpsins eru umræðurnar í sumar um hugmyndasamkeppnina kringum Ingólfstorg í Reykjavík. Þar eru borgarfulltrúar og borgar- búar í þeirri klemmu að peningamaður hefur keypt fjölmörg hús og lóðir. Viðhorf til þessa reits – sem er hluti af allra elstu byggð í Reykjavík – hafa breyst mjög frá því misvitrir ráðamenn í borginni sam- þykktu deiliskipulag fyrir Kvosina árið 1986, fyrir rúmum aldarfjórðungi. En það skipulag stendur vegna ákvæða í lögum, og sumir lögfræðingar halda að það gefi eigendum fasteigna á svæðinu rétt til að rukka himinháar fjárhæðir fyrir allar breytingar sem skerða villtustu drauma um framkvæmd- ir – þótt engar séu hafnar. Aðrir telja reyndar að dómar sem fallið hafa í málum af þessu tagi séu ekki óyggjandi. Staðirnir sem tengja okkur Ég hef svo sannarlega ekkert á móti peningum og peningamönnum í gömlum hverfum – því fé er afl þeirra verka sem fram skal koma, sagði gamli Cicero fyrst- ur manna. Engin ástæða er til að amast þar við eðlilegum breytingum, annars- konar nýtingu, verslun og viðskiptum, enda eru mörg þessara hverfa einmitt til orðin utan um ýmiskonar athafna- og viðskiptalíf. En þau eru ekki Matador-spjald þar sem gróðavonin ein á að ríkja. Þessi hverfi – söguleg byggð – hafa alveg sérstakt gildi, fyrir íbúa og starfsmenn, fólkið allt í borginni eða bænum, og oft alla Íslendinga. Þetta eru svæðin þar sem fjölskyldurnar koma á hvíldardögum, sem ferðamenn sækja í, kjarnarnir þar sem við viljum koma saman á mannamót, fagna áföngum eða minn- ast liðinna stunda. Staðirnir sem tengja okkur og sameina okkur. Við erum nýrisin á fætur eftir hrunið og verkefnin framundan eru sannarlega fjölmörg. Við megum samt ekki gleyma að byggja Nýja-Ísland með góðum gömlum gildum – virðingu fyrir liðnum kynslóðum og tilliti til manneskjunnar í okkar öllum. Að ekki sé minnst á þarfir ferðaþjónustu, rannsóknarstarfs og þekkingarfyrirtækja. Um leið og ég minni á fund Torfusamtakanna á mánudaginn um skipulag og skaðabætur, á Sólon kl. 20, býð ég lesendum til göngu niður Laugaveginn á morgun, laugardag – síðari prófkjörsdag Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Með okkur gengur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur Reykvíkinga. Byrjum á Hlemmi klukkan 11, og skoðum götu sem hefur tengt okkur í hálfa aðra öld. Staðbundin pólitík Reykjavík kæra Reykjavík Mörður Árnason alþingismaður Úr öðru sætinu í fjórða Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingis- maður hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi en hann var annar á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum. Ólíklegt er því að Sigmundur Ernir nái inn á þing í kosningunum í vor. Hann tók úrslitunum þó af karl- mennsku og sagðist taka fjórða sætið. Hafði betur í toppslagnum við Katrínu Árni Páll Árnason alþingismaður sigraði í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en úrslit lágu fyrir um helgina. Fyrirfram var litið á kosninguna sem styrkleikamælingu fyrir formannskjör flokksins milli Árna Páls og Katrínar Júlíusdóttur efnahags- og fjármálaráðherra sem hafnaði í öðru sæti. Árni Páll hlaut 130 atkvæðum fleiri atkvæði en Katrín í fyrsta sætið. Góð vika fyrir Árna Pál Árnason alþingismann SlæM vika fyrir Sigmund Erni Rúnarsson alþingismann 24 viðhorf Helgin 16.-18. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.