Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 32
 Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is JÓ N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA Bollaleggingar truflanir, öndunarerfiðleika og dofa. Hann þarf líka að passa að sofa reglulega og borða reglulega því annars getur hann fengið þessi einkenni. Hann hefur ekki fullan mátt í hægri hendinni og á því erfitt með að skrifa. Hann afþakkar að vinna á tölvu í skólanum því hann vill ekki skera sig úr. Hilmir er á miklum lyfjum sem honum eru gefin með sprautu vikulega og fylgja þeim miklar aukaverkanir og þrjár tegundir af töflum sem hann tekur daglega. Tvo daga af hverjum sjö er hann að jafna sig eftir lyfjagjöf með flensuein- kenni því lyfin lama í raun ónæmiskerfið, en of virkt ónæmiskerfi veldur sjúkdómnum. Hilmir hefur fengið eitt til tvö köst á ári. Köstin lýsa sér í dofa eða minniháttar lömun, ef til vill í handlegg eða fótlegg. Þá þarf Hilmir að leggjast inn á spítala í nokkra daga og fá lyfjagjöf, stera í æð, til að draga úr bólgum og einkennum kastanna. „Köstin hafa verið Hilmi nokkuð áfall en hann er nú að læra á það núna. Hann er ekki eins hræddur nú orðið á kvöldin að hann muni vakna lamaður næsta dag,“ segir Heiða Björg. Fyrsta kastið hans, þegar hann var 11 ára, var einmitt þannig. Hilmir vaknaði dof- inn í öðrum helmingi andlits- ins. „Mér leið eins og annar helmingur andlitsins væri ekki andlitið mitt,“ útskýrir hann. Læknar töldu að hann hefði fengið vírussýkingu og það var ekki fyrr en rúmu hálfu ári og tveimur köstum síðar að hann greindist með MS. „Ég vissi varla hvað þetta var fyrst. Ég man að tveimur dögum eftir að ég fékk greininguna var ég að hugsa um þetta og fór að skrifa allskonar í bókina mína og fór að skrifa MS í bókina mína bara svona til að átta mig á því hvað þetta þýddi. Ég vissi ekkert hvað þetta var. Svo gat ég líka ekki talað við aðra krakka sem er með þetta því ég er eini krakkinn á Ís- landi. Svo byrjaði mamma bara að læra allt um þetta,“ segir Hilmir. Ekkert annað barn Heiða Björg og Hrannar B. Arnarsson, eiginmaður hennar, leituðu fljótlega til MS félagsins á Íslandi eftir stuðningi og upplýsingum um sjúkdóminn og fór Heiða fljótlega að starfa með félaginu. Þau hafa þýtt bækling um MS sem bandarísk unglingsstúlka skrifaði um sjúkdóminn til upplýsingar fyrir vini sína. Hann notuðu þau til að kynna sjúkdóminn fyrir nýju vinunum hans Hilmis. Ekkert barn hafði greinst með MS fyrr en Hilmir greindist og því voru engar upplýsingar til á íslensku um börn með MS. Heiða fór í mikla rannsóknarvinnu sem hún vonar að nýtast muni öðrum börnum og fjöl- skyldum ef svo óheppilega vill til að fleiri börn grein- ist hér á landi. Eitt af því sem hún fann var fræðsluefni og áætlun fyrir skóla svo hægt sé að koma til móts við þarfir barns með þennan sjúkdóm. Þau leituðu einnig til félagsins Einstök börn, sem er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma, og fengu þar mikilvægan stuðning frá foreldrum með svipaða reynslu. Þar lærðu þau hjónin meðal annars að saga Hilmis er alls ekki einstök, fjöldi barna með sjaldgæfa sjúkdóma einangrast. „Við, sem samfélag, erum ekki nægilega vinveitt fólki sem ekki fellur inn í eitthvert norm – sem enginn veit svo sem hvað er í raun,“ segir Heiða. „Af hverju er ekki töff að eiga vin sem er fatlaður? Hvers vegna dæmum við fólk svona fljótt?“ spyr hún. Hilmir er ánægður með samtökin og gladdist mjög þegar hann fékk sendan heim afmælisglaðning: bíó- miða fyrir tvo með skilaboð- unum: „Til hamingju með daginn. Skelltu þér í bíó með vini þínum“. „Ég var rosalega ánægður með þetta,“ segir Hilmir og leggur hönd á hjartastað. „Þeim er augljós- lega ekki sama um mann.“ Börnin þroskast undireins Aðstandendur barna með al- varlega sjúkdóma tala gjarn- an um hversu þroskuð börnin verði við það að fást við þá erfiðleika sem þau þurfa að kljást við. Hilmir er þar engin undantekning. Þegar hann er spurður hverju sjúkdómurinn hafi breytt svarar hann ekki eins og búast mætti við af dæmigerðum 14 ára unglingi. „Núna er ég ekki með neina fordóma gagnvart öðru fólki. Mér finnst ég oft bara vera andlega þroskaðri en jafn- aldrar mínir sem sýna öðru fólki ekki alltaf skilning. Það ætti að vera meiri fræðsla í skólunum, kynning á mismunandi sjúkdómum því þeir geta verið svo skrítnir og misjafnir,“ segir Hilmir. Sjálfur hefur hann haldið kynningu um sjúkdóminn sinn í skólanum sínum, Langholtsskóla, í því skyni að auka skilning á því sem hann glímir við. „Hann hafði mætt tortryggni í skólanum, fengið leiðindaat- hugasemdir vegna þess að hann mætti stundum illa í skólann eða af því að hann var þreyttur,“ segir Heiða. „Krakkarnir voru bara ekki að kaupa það að það væri eitthvað að honum vegna þess að hann lítur alveg venjulega út,“ segir hún. Heiða segir að eftir á að hyggja hafi Hilmir senni- lega kvalist meira fyrir viðbrögð samfélagsins og meðhöndlun heldur en fyrir sjálfan sjúkdóminn þrátt fyrir lömunareinkenni hans. „Í stað þess að fá stuðn- ing og umburðarlyndi mætti hann stundum vantrú og pirringi,“ segir hún. Þetta er eitt af því sem MS félagið berst fyrir – að auka umburðarlyndi gagnvart sjúklingum MS og skilning á honum. „MS er einn af þessum duldu sjúk- dómum – sem er svo sorglegt. Fólk með MS fær jafn- vel athugasemdir ef það leggur í stæði fyrir fatlaða því það lítur eðlilega út. Mig langar að taka þátt í að breyta þessu,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Kæri vinur Ég er með sjúkdóm sem heitir MS eða Multiple Sclerosis. Það eru ekki mörg börn sem fá þennan sjúk- dóm en þú þekkir ef til vill einhvern fullorðinn með MS þar sem það er algengara. Ég ætla að útskýra sjúkdóminn aðeins fyrir þér. MS er sjúkdómur í miðtaugakerfinu (heila og mænu). Miðtaugakerfið er eins og skiptiborð sem sendir RAFBOÐ eftir taugaþráðum til hinna ýmsu líkamshluta og stjórnar þannig öllum hreyfingum, skynjunum, tilfinningum og sársauka. Flestir taugaþræðir eru einangraðir með slíðri úr efni sem kallast MYELÍN. Til að útskýra þetta má líkja taugunum við rafmagnssnúrur og myelínið er þá plastið utan um snúruna. Þegar maður er með MS þá ræðst ónæmiskerfið á myelínið sem eyðist og eftir verða ÖR sem kallast SCLERA. Örin brengla taugaboðin og stöðva þau jafnvel stundum. Einkenni sem þeir sem eru með MS (MULTIPLE SCLEROSIS) fá fara eftir því hvaða taugar verða fyrir skaða og hve margar taugar (MULTIPLE) verða fyrir skaða. Við skaðann verður eftir örvefur (SCLEROSIS) í stað myelíns. Stundum skaðast örvefurinn bara tímabundið og einkenni sem koma vegna þess ganga þá til baka, en stundum lagast taugarnar ekki og þá getur einkennið fylgt manni alla ævi. Úr bæklingi fyrir vini og félaga unglinga sem eru með Multiple Sclerosis. Hilmir Jökull Þorleifsson: „Núna er ég ekki með neina fordóma gagnvart öðru fólki. Mér finnst ég oft bara vera andlega þroskaðri en jafnaldrar mínir sem sýna öðru fólki ekki alltaf skilning.“ MS félagið stendur fyrir jóla- kortasölu til styrktar félaginu. Jólakort MS-félagsins í ár skartar einstöku listaverki eftir Eddu Heiðrúnu Backman og er málað með pensil í munni. Verkið ber nafnið „Þrenning.“ Myndin sem er máluð nú á haustmánuðum er einstaklega falleg og er af fuglafjölskyldu í fögru umhverfi. Þar kemur fram fjólublár litur MS-félags- ins sem einnig er litur aðvent- unnar. Boðskapurinn er augljós – að umvefja hvort annað í kærleika og efla fjölskyldubönd og uppfylla jörðina. Edda Heiðrún er löngu landsþekkt leikkona og leik- stjóri. Síðla árs 2008 ákvað hún að takast á við nýja list- grein og hóf að mála með pensil í munni af miklum áhuga og vaxandi listfengi. Hún hefur síðan spreytt sig á olíumálverkum, vatnslitaverkum og málun á gler og keramik. Mörg verka sinna vinnur hún í MS Setrinu. Edda Heiðrún Backman Þrenning vatnslitir á pappír málað með pensil í munni 33 x 24 cm 32 viðtal Helgin 16.-18. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.