Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Qupperneq 35

Fréttatíminn - 16.11.2012, Qupperneq 35
Við vildum eitthvað meira krefjandi en að leika tré. Þórunn Arna Kristjáns- dóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þá ráðin til Þjóðleikhússins. Hún er Ísfirðingur í húð og hár og ferill hennar spannar ótrúlegan fjölda verka þrátt fyrir ungan aldur. Hún býr í Vesturbænum með ketti og kærastanum Vigni sem einnig er leikari. Hún menntaði sig fyrst í söng, áður en hún fór að leika en fannst það ekki eiga við sig. Hún vill sjá konur verða duglegri við að skapa sér rými innan leikhússins, það sé á þeirra færi að breyta. V iltu rabarbara- gos?,“ spyr Þórunn Arna Kristjánsdóttir þar sem ég bíð inni í stofu heimilis hennar í gamla Vesturbænum. Þórunn Arna útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskólans 2010 og hefur síðan starfað á sviði Þjóðleik- hússins. Hún hefur þar tekist á við hvert verkið á fætur öðru og leikferill hennar er glæstur þrátt fyrir ungan aldur. „Ég verð tutt- ugu og níu ára á laugardaginn,“ segir hún á milli þess sem hún ber í mig heimabakað brauð og súkkulaði. Í vetur leikur Þórunn í Dýrunum í Hálsaskógi, Jóns- messunótt, Macbeth og nýju ís- lensku verki, Karma fyrir fugla, sem Þórunn segist vera mjög spennt fyrir. Heimsfræg á Ísafirði „Ég er búin að vera rosalega heppin með hvað ég fæ mikið að gera. Ég hef verið alveg á fullu síðan ég kom úr skólanum. Það er mjög mikill svona skrekkur í manni eftir að maður klárar og það er því alveg frábært að vinna mikið og fá reynsluna.“ Þórunn Arna ólst upp á Ísa- firði. Hún er yngst í systkina- hópnum og var því ein í koti mömmu og pabba frá sex ára aldri. „Foreldrar mínir eru alveg frá- bært fólk. Þau hafa alla tíð sýnt mér mikinn stuðning. Þau inn- réttuðu meira að segja fyrir mig eitt herbergi þar sem ég æfði mig í leik og söng. Þau mæta líka á allar frumsýningar hjá mér.“ Þórunn segist hafa reynt að troða upp við hvert tækifæri í æsku. „Við vorum tvær vinkon- urnar sem vorum alltaf að koma eitthvað fram. Ég og besta vin- kona mín, Herdís Anna Jónas- dóttir.” Herdís Anna er óperu- söngkona sem nýtur mikillar velgengni í Evrópu. „Við vorum óaðskiljanlegar og erum enn í dag miklar vinkonur. Við vorum alltaf að og stofnuðum til að mynda leikhóp, því okkur hugn- aðist ekki hlutverkin sem úthlut- að var í skólanum. Við vildum leika eitthvað aðeins meira krefjandi en tré,“ segir hún og skellir upp úr. „Við tókum málin bara í okkar hendur. Við sungum dúett og tróðum upp á elliheimilinu, við þóttum ekki beint töff á meðal hinna krakk- anna. En ég man mér fannst ég vera heimsfræg á Ísafirði,“ segir hún og hlær dátt. Að menntaskólanámi á Ísafirði loknu hélt Þórdís Arna til höfuðborgarinnar og hóf nám í söng við Listaháskólann. „Planið mitt var alltaf að verða söngkona. Ég ætlaði að vera í óperunni og Herdís átti að spila undir, þetta vorum við búnar að ákveða. Það er svo fyndið hvernig hlutirnir fara svo öðru- vísi en ætlað er.“ Hún segir að sér hafi aldrei þótt gaman í söngnáminu. „Þegar ég var komin á þetta prófessjonal stig í náminu lang- aði mig eiginlega að kasta upp af leiðindum á daginn. Ég elska að syngja, en söngnámið hent- aði mér bara ekki.“ Þrátt fyrir leiðann lauk Þórunn náminu. Hún snéri sér svo að leiklistinni að því loknu og hóf nám við leik- listardeild Listaháskólans. Heyrði hryllingssögur af leikkonum Þórunn segir að oft geti reynst erfitt að vera kona innan veggja leikhússins þar sem mun færri hlutverk eru í boði fyrir þær. Hún segist þó bjartsýn á að það komi til með að breytast í nánustu framtíð. „Konur eru orðnar miklu duglegri að skapa sér rými innan leikhússins. Þær eru fleiri og fleiri að skrifa og leikstýra. Stundum erum við svo duglegar að kvarta og bíðum þess að einhver karlanna geri hlutina fyrir okkur. Við lítum upp til karlleikstjóra og finnst ef til vill að þeir einir geti bjargað þessu, þegar við getum það fullvel sjálfar. Við þurfum bara að standa, vinna og gera meira saman.“ Hún segir að margt sé að breytast konum í vil innan Framhald á næstu opnu viðtal 35 Helgin 16.-18. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.