Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 40
Tong í tjóni Persóna As- íubúans Tong Monitor varð til í síma- gríni Péturs Jóhanns í útvarps- þætti Auðuns Blöndal FM95BLÖ. Fyrirbærið virðist hafa gert slíka lukku í höfuð- stöðvum 365-miðla í Skafta- hlíðinni að ákveðið var að poppa Tong upp í auglýsingu fyrir fríðindaklúbb áskrifenda Stöðvar 2. Gamanið kárnaði hins vegar hratt þegar brandarinn var kominn úr útvarpinu og Skaftahlíðinni í sjónvarp. Glensið hefur fengið harkaleg viðbrögð almennings sem læt- ur vitaskuld helst reiði sína í ljós á vefnum, í athugasemda- kerfi DV.is og á Facebook. Þá hefur Toshiki Toma, prestur innflytjenda, kvartað yfir því opinberlega að auglýsing Stöðvar 2 dragi upp niðrandi mynd af fólki frá Asíu. Pétur Jóhann, sem er einn vinsælasti grínisti lands- ins, sagði að þetta væri bara fíflagangur þegar Tong var kynntur til sögunnar en hann hefur nú fengið að reyna það svo um munar að glens er ekkert grín. Pétur brást við gagnrýninni með því að fagna umræðunni, sem væri af hinu góða, og lagði áherslu á það í viðtali á Bylgjunni að hann hefði alls ekki lagt upp með að særa nokkurn. „Ég gerði þetta samkvæmt minni eigin sannfæringu að þetta gæti orðið skemmtilegt,“ sagði Pétur sem er hvergi af baki dottinn og ætlar að halda áfram að sprella í gervi Tongs. Skoðanir eru skiptar í at- hugasemdakerfi DV.is við fréttir af Tong en þar segir einn lesandi, til dæmis, og endurómar álit margra: „Þessi auglýsing er Stöð 2 til skammar og þessi misheppn- aði „grín“ karakter er Pétri Jóhanni til skammar.“ Aðrir grípa til varna fyrir Tong og Pétur Jóhann og þykir viðkvæmnin vera komin út yfir flest mörk: „Persónu- lega finnst mér fólk vera orðið alltof hörundsárt nú til dags, það má orðið ekkert, án þess að það sé móðgandi eða særandi eða valdi hneykslan á einhvern hátt. Pétur Jóhann er einn af okkar allra flottustu grínistum í dag, og sjaldan sem hann stígur feilspor.“ Þegar auglýsingar trylla lýðinn Stundum er því haldið fram að illt umtal sé betra en ekkert. Þetta á þó tæpast við þegar fyrirtæki sem vilja vekja athygli á þjónustu sinni eða vörum eru annars vegar. Þau eru því marg- vísleg vítin sem þarf að varast þegar auglýsingar eru annars vegar og það sem getur í hugmyndavinnu þótt frábært á það til að snúast upp í andhverfu sína og koma auglýsandanum í klandur þegar almenn- ingsálitið snýst gegn honum. Nýjasta dæmið um þetta er Asíumaðurinn Tong Monitor sem grínarinn Pétur Jóhann Sigfússon leikur. Tong auglýsir vildarklúbb Stöðvar 2 en um leið og fígúran birtist á skjánum skall reiðibylgja á Stöð 2 og grínistanum sem er legið á hálsi fyrir að gera ósmekk- legt grín að fólki af asískum uppruna. Fréttatíminn leit um öxl og skoðaði nokkur dæmi um auglýsingar sem sprungið hafa framan í auglýsendur. Krúsaðu frítt í eitt ár *Upphæð inneignarkortsins er 260.000 kr. sem samsvarar 1.000 lítrum á núverandi verði. **Meðalakstur miðað við fólksbíl (bensín), árið 2011, samkvæmt Umferðarstofu. 1.000 LÍTRAR INNIFALDIR* Cruze LTZ bsk. 4d | Verð aðeins 3.190 þús. Aðein s örfáir bílar eftir! Tangarhöfða 8 • 590 2000 | Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • 420 3330 | Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • 461 3636 | www.benni.is Þegar þú kaupir Chevrolet Cruze færðu 1.000 lítra* inneignarkort með hágæða Shell V-Power bensíni. Miðað við um 12.200 km** akstur á ári má segja að þú akir frítt í eitt ár. Chevrolet Cruze er áberandi glæsilegur og hlaðinn staðalbúnaði Reiðibylgja skellur á Yuri Smáís, samtök myndrétthafa á Íslandi, komu sér í álíka klandur og Stöð 2 ekki alls fyrir löngu þegar þau kynntu til sögunnar í auglýsingu í Fréttablaðinu Eystrasalts- krimmann Yuri sem deilir höfundaréttarvörðu efni ólög- lega. Í auglýsingunni sagði: „Yuri dreifir stolnu efni til þúsunda Íslendinga í hverjum mánuði. Ert þú í viðskiptum?“ Auglýsingin féll í grýttan jarðveg, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, og samtökin voru sök- uð um að kynda undir rasisma. Snæ- björn Stein- gríms- son, fram- kvæmda- stjóri Smáís, gaf lítið fyrir gagnrýnina og sagði hana einkennast af málefnafátækt. Nafnið Yuri hafi verið valið af handahófi og ákveðið að hafa þrjótinn útlenskan þar sem ólöglegt niðurhal tengdist fyrst og fremst erlendum glæpasam- tökum. Valið stóð á milli nafnanna Yuri, Sven og Brad. Nöldur og tuð í miðri á Auglýsing Veiðiportsins á útsölu á veiðigræjum hleypti illu blóði í fólk og varla þarf að hafa mörg orð um ástæð- urnar. Hér virðist þó ekki hafa verið um neitt óhapp að ræða heldur auglýsingunni gagngert ætlað að stuða en í textanum neðst stendur: Tekið er við kvörtunum vegna auglýsingarinnar á net- fanginu nöldur@tuð.is eða í 846-2019. Femínistinn vaski, Jenný Anna Baldursdóttir, blogg- aði á sínum tíma um auglýs- inguna og sagðist ekki átta sig alveg á hvað væri verið að auglýsa til sölu. „Ekki er það vatn- ið, ekki grasið og því síður himininn. Er það stúlkan með stöng og öllu alveg komplett og þeir henda inn vöðlunum í kaupbæti? Eða er það ein- ungis konan án fylgihluta?“ Í grein um auglýsinguna á Hugi.is kom þessi athuga- semd fram: „Ég heiti því hér með að ef einhver veiðimaður rekst á svona kvenmann við sportiðju sína, þá skal ég éta skóna mína.“ Andstæðingar hjálpa frambjóðanda Einlægir andstæðingar Ólafs Ragnars Grímssonar brutu blað í notkun neikvæðra auglýsinga í kosningabaráttu þegar þeir splæstu í fjölda dálksentimetra gegn forseta- framboði Ólafs Ragnars árið 1996. Þar var meintu guðleysi frambjóðandans meðal ann- ars haldið vandlega til haga. Auglýsingarnar voru birtar í nafni „óháðra áhugamanna um forsetakjör 1996“ en Sig- urður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, Björg- ólfur Guðmundsson og Ómar Krist- jánsson, fyrr- verandi, fram- kvæmda- stjóri Þýsk-ís- lenska, greiddu fyrir þær. Auglýs- ingarnar vöktu mikla athygli og umræðu og talið er víst að þær hafi snúist í höndum andstæðinga Ólafs Ragnars og þær hafi þvert á móti aflað honum samúðar og fært honum vind í seglin. Hatursáróður á gleðidegi Á degi gleðigöngunnar í sumar birtist í Fréttablaðinu auglýsing sem vart gat flokk- ast sem annað en nafnlaus hatursáróður. Þar var vitnað beint í fyrra bréf Páls postula til Korintumanna og sagt að hvorki myndu „saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hór- karlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.“ Ekki þarf að fjölyrða um hversu ósmekklegt þetta þótti ekki síst í ljósi þess að auglýsingunni var valin birtingardagur á degi Gleði- göngunnar. Auglýsingin var fljótlega rakin til Timothy Zolotuskiy, prests rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, sem fékk bágt fyrir. Fermingarklám Fyrir nokkrum árum komst fermingarbæklingur Smára- lindar í kastljós fjölmiðla eftir að Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor í fjölmiðlafræði, vakti með berorðum útleggingum athygli á að á forsíðu bækl- ingsins mætti sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum.“ Guðbjörg undraðist að að- stand- endum bækl- ingsins skyldi detta til hugar að blanda saman táknum sak- lausrar barn- æsku og stellingum úr klám- myndum og sendi, ásamt eiginmanni sínum, Umboðs- manna barna erindi vegna málsins. Enginn hafði séð bæklinginn í þessu ljósi fyrr en lektorinn steig fram. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is 40 úttekt Helgin 16.-18. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.