Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 16.11.2012, Qupperneq 68
68 bjór Helgin 16.-18. nóvember 2012 Jólabjórarnir þrettán Hjá börnunum byrja jólin fyrir alvöru þegar Stekkjarstaur staulast í bæinn; sá fyrsti af þrettán bræðrum. Hjá bjórþyrstum foreldrum þeirra (líklega þó mest hjá bjórþyrstum pöbbum) byrja jólin hins vegar þegar jólabjórinn kemur í sölu sem er orðinn árviss viðburður 15. nóvember. Það er líka orðinn árviss viðburður í Fréttatímanum að sjálfskipaðir bjórnördar og félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, setjist á háan hest og dæmir hvur þeirra 13 jólabjóra sem keppa í ár um það hver hljóti titilinn Besti jólabjórinn. Giljagaur Barley wine nr. 14 10% 33 cl. 636 kr. Ummæli dómnefndar: Þetta er partí í einni flösku, Þótt hann sé 10% er lítið alkóhól í bragði og lykt. Þetta er bjórperraparadís enda kannski meiri bjór fyrir áhugamenn um bjór en hinn almenna neytanda og enginn drekkur marga svona í röð en hann kallar á ísbjarnarfeld við arineld. Ekta jólastemning með villibráðapaté-inu. 95% DómnefnD einstök Icelandic Doppelbock 6,7% 33 cl. 429 kr Ummæli dómnefndar: Einstök jólastemning í þessum. Hann er fallegur með ferskri en þó lítilli lykt með keim af citrus eða greipi. Sætur og skemmtilegur og mjúkur í munni. Spennandi maltbragð og mikil fylling í flottu jafnvægi sem passar alveg við stílinn. Hann er það sem hann reynir að vera. Líklega besti bjórinn frá Einstök. 93% DómnefnD Viking Jóla Bock 6,2% 33 cl. 409 kr Ummæli dómnefndar: Mikil og drungaleg lykt með sætum keim. Fal- legur á litinn og bragðið fyllir út í allan munninn. Það er hellingur af jólum í þessum. Léttari og þar af leiðandi þægilegri og mýkri en í fyrra sem hentar betur fyrir hinn almenna neytanda. 90% DómnefnD mikkeller Hoppy Lovin' Christmas 7,8% 33 cl. 889 kr Ummæli dómnefndar: Þetta er bjór fyrir alvöru bjórnörda sérstaklega þá sem elska IPA bjóra og eru með humlablæti. Ekki sérlega jólalegur, eiginlega meira sumarlegur., vel gerður og sérstæður, góður fyrir unnendur sérstakra bjóra. Hann er ljós með væminni lykt sem minnir á frómas með ananas. Mjúkur í fínu jafn- vægi og mikið engifer í bragði. 84% DómnefnD Steðji Jólabjór 5,3% 33 cl. 357 kr Ummæli dómnefndar: Mikil lakkríslykt og jafnvel smá fjósalykt. Mikill lakkrís í bragði sem er betra en lyktin gefur til kynna. Hann sker sig úr og það er öðruvísi að fá svona mikinn lakkrís sem hentar kannski best þeim sem vilja fá sér sætan mola eftir jólamatinn. Bjórinn vinnur á eftir því sem meira er drukkið en er samt svona eins og krakki með athyglisbrest og fer sínar eigin leiðir. 82% DómnefnD Kaldi Jólabjór 5,4% 33 cl. 388 kr Ummæli dómnefndar: Appelsín í lykt sem þarf aðeins að rembast við að finna. Bragðið er ljúft með smá appelsínukenndri beiskju og eins og við var að búast af Kalda eru engin læti eða byltingar í gangi. Þessi keppir í fjöldasölu og er kannski ekki beint fyrir bjórnördana en er jólalegur og það er stemning að drekka hann. Hentar vel í jólaboðin og á eftir að hitta í mark. 82% DómnefnD Gæðingur Jólabjór 5% 33 cl. 398 kr Ummæli dómnefndar: Appelsín og eilítið alkóhól í lyktinni sem og negull og jafnvel engifer. Brennt bragð eins og brenndur jólagrautur sem dregur hann niður en hann kemur þó á óvart og er meira en maður á von á og greinilega metnaðarfullur bjór. 77% DómnefnD föroya Bjór Jóla- bryggj 5,8% 33 cl. 368 kr Ummæli dómnefndar: Hann er voðalega ljós og það er ger í lyktinni. Hann er kannski fullmikið eins og venjulegur lager og það vantar smá jól í hann. Hann hefur þó smá sætu og er auðdrekkanlegur og bragðgóður. Bjór fyrir þá sem vilja vera með jólabjór í hendi en ekki í munni. 77% DómnefnD Ölvisholt Brugghús Jólabjór 5% 33 cl. 439 kr Ummæli dómnefndar: Mikið kryddaður í lyktinni eins og appelsína skreytt með negulnöglum. Bragðið bregst þó lyktinni sem skilar ekki kryddinu en er þó alls ekki slæmt. Hér eru þó engar öfgar á ferð og bjórinn er léttur með ristuðu eftirbragði. Þetta er bjór fyrir þá sem vilja prófa að vera með í jólastemningunni en kjósa léttan bjór. 74% DómnefnD egils malt Jólabjór 5,6% 33 cl. 349 kr Ummæli dómnefndar: Sæta og maís í lyktinni og eðlilega smá malt extrakt líka. Það er minna bragð af honum en venjulegu Malti sem er jákvætt fyrir bjórinn. Hann er mjúkur og rennur vel. Hann vinnur á en vantar eitthvað afgerandi, sætur enn ekki um of. Það er vel hægt að sötra þennan. 70% DómnefnD Tuborg Christmas Brew 5,6% 33 cl. 379 kr Ummæli dómnefndar: Bragðið er skemmtilegra en lyktin og með pínu kaffikeim og beiskju auk karamellu. Eftirbragðið er gott og bragðmikið. Það er þó örlítið málmbragð af gerinu í honum sem dregur hann niður en þetta er samt sami gamli góði Tuborg jólabjórinn, afi jólabjóranna, og það er svo sannarlega stemning af hafa hann í ríkinu. 63% DómnefnD Víking Jólabjór 5% 33 cl. 309 kr Ummæli dómnefndar: Smá karamella og jafnvel korn í mildri lyktinni. Hann ryðst ekkert inn á sviðið en er þó fallegur á litinn, rafgullinn eins og þeir segja í ríkinu. Ekkert sem tengir sérstaklega við jólin, í mesta lagi litlu jólin. Bjór fyrir fjöldann. 60% DómnefnD Jólagull 5,2% 33 cl. 339 kr Ummæli dómnefndar: Lyktin er döpur og bjórinn er vatnskenndur. Það jákvæða við þennan bjór er að hann lítur ágætlega út, liturinn er fallegur en það er ekki hægt að bæta miklu við það. Það er ekki mjög freistandi að fá sé annan sopa en þegar allt kemur til alls sleppur þetta fyrir horn en það er ekki hægt að segja að jólin séu komin. 50% DómnefnD Hrafnkell Freyr Magnússon 30 ára eigandi brugg- verslunarinnar brew.is. Meðlimur í Fágun í rúm 2 ár en hefur bruggað sjálfur í 3 ár. Vel súrir belgískir La mbic bjórar eru í uppáhaldi þessa dagana. Viðar Hrafn Stein- grímsson 39 ára kennari úr Hafnarfirði. Hefur bruggað í rúm 2 ár og verið meðlimur í Fágun jafnlengi. Viðar heldur mest upp á bitter- bjóra. Bjarki Þór Hauks- son 23 ára nemi. Hefur bruggað í 3 ár en verið í Fágun í 2 ár. Uppáhaldsbjórstíll Bjarka er Imperial IPA. Rúnar Ingi Hannah 42 ára úrsmiður og starfsmaður Isavia. Hefur verið með- limur í Fágun í tæp 2 ár og hefur bruggað jafnlengi. Skoskt öl er uppáhalds bjórstíll Rúnars. SIGURVEGARI BESTUR FYRIR FJÖLDANN Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.