Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 81

Fréttatíminn - 16.11.2012, Síða 81
 Bíódómur Argo Látlaus stórmynd af gamla skólanum Árið 1979 fékk almenningur í Íran sig fullsaddan af gjálífi keisarans Reza Pahlavi sem lifði, sem leppur stjórnvalda í Bandaríkjunum, í vellystingum á meðan þjóðin svalt. Fólkið gerði byltingu og réðist til inngöngu í sendiráð Banda- ríkjanna. Í Argo segir leikstjórinn, Ben Affleck, frá djarfri tilraun CIA til þess að koma sex starfsmönn- um sendiráðsins úr landi en fólkið slapp úr sendiráðinu og fór huldu höfði á heimili sendiherra Kanada. Eftir mikið japl, jamm og fuður var ákveðið að senda einn mann til Írans undir því yfirskyni að hann væri að leita að tökustöðum fyrir geimmynd í anda Star Wars og hann tæki síðan sexmenningana með sér heim með flugi sem hluta af framleiðsluliðinu. Ben Affleck sýndi með mynd- unum Gone Baby Gone og The Town að hann er flinkur leikstjóri og með Argo festir hann sig í sessi sem einn vandvirkasti leikstjóri sinnar kynslóðar. Hann rekur söguna um björgunarleiðangur- inn af mikilli natni og virðingu fyrir öllum smáatriðum þannig að áhorfandanum er kippt aftur til ársins 1979. Argo er spennumynd af gamla skólanum. Hér er ekkert um byssugelt, sprengingar og slíkan hasar en jafnt og þétt hleðst spennan upp og Affleck stígur hvergi feilspor í markvissri upp- byggingu myndarinnar sem ríg- heldur fram á síðustu mínútu. Frábær leikur þungavigtar- manna í bransanum geirneglir síð- an þessa öndvegismynd. Affleck, sem er æði mistækur leikari, stendur sig með prýði í hlutverki útsendarans sem gerður er út af örkinni. Til þess að gera lygasög- una um kvikmyndaleiðangurinn trúverðuga þurfti CIA beinlínis að fjármagna kvikmynd sem aldrei yrði gerð og Affleck fær því til liðs við sig reyndan förðunarmeistara sem John Goodman leikur og sjóaðan framleiðanda sem Alan Arkin túlkar. Þessir tveir eru í fantaformi og eiga margar dásam- legustu senur myndarinnar. Unun að horfa á þessar kempur í slíku stuði. Bryan Cranston (Breaking Bad) klikkar svo ekki frekar en fyrri daginn og er fantagóður sem yfir- maður Afflecks. Argo er ein af þessum sjaldséðu myndum þar sem allt smellur saman þannig að maður getur ekki annað en fyllst þakklæti fyrir að í Hollywood leggi menn sig enn fram við kvikmyndagerð af jafn miklum metnaði og raun ber vitni hér. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó 81Helgin 16.-18. nóvember 2012 Frábær leikur þungavigtarmanna í bransanum geir- neglir síðna þessa öndvegismynd. 69% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.