Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 92

Fréttatíminn - 16.11.2012, Blaðsíða 92
Aníta sækir sinn innblástur í fólk. Hún opnaði nýverið vefsíðuna reykjaviknights.com ásamt vinkonu. Ljósmynd/Hari Stúdentaleikhúsið er eitt öflugasta áhugaleikfélag Íslands. Hægt er að tryggja sér miða á sýninguna á midi.is.  StúdentaleikhúSið frumSýnir abSúrdverk í kvöld Fyndnasti maður Íslands í Nashyrningunum Stúdentaleikhúsið frumsýnir Nashyrningana eftir Eugène Io- nesco í Norðurpólnum klukkan átta í kvöld. Að sögn Hallfríðar Þóru Tryggvadóttur, sem er ein af stjórnendum leikhópsins, er sýningin er afar orkumikil og áhugaverð. „Verkið Nashyrningarnir er eftir eitt merkasta leikskáld absúrdismans og fjallar um lítinn bæ þar sem bæjarbúar tapa mennsku sinni og breytast í nashyrninga.“ Athygli vekur að þetta ku vera í fyrsta skipti í tuttugu og þrjú ár sem að leik- ritið er sett upp hér á landi og nú með breyttum áherslum. „Það er smá „tvist“ í þessu, en við snérum við öllum kynhlut- verkum í verkinu þar sem það var fremur karllægt áður,“ segir Hallfríður og bætir við, „þetta er þó aðeins eitt dæmi um hversu magnað verkið verður því það er hæfileikafólk í hverju hlutverki. Við erum með fyndn- asta mann Íslands í hlutverki rökfræðings og svo sigurveg- ara Músíktilrauna sem sér um tónlist verksins.“  aníta eldjárn ljóSmyndari Fór af stað með filmuvélina hans pabba Aníta Eldjárn er tískuljósmyndari sem á mjög skömmum tíma hefur náð að skapa sér sess á meðal þeirra fremstu á Íslandi. Hún heldur úti vefsíðunni reykjaviknights.com ásamt vinkonu sinni. Hún segir að ungir áhugaljósmyndarar ættu ekki að hika heldur henda sér af stað og prófa sig áfram, sjálf hafi hún gert það fyrir nokkrum árum með filmuvél föður síns. É g kunni ekkert í ljósmyndun um 21 árs aldurinn og vissi mjög lítið um ljósmyndun þannig,“ segir tískuljósmyndarinn Aníta Eld- járn. Hún hefur á skömmum tíma skapað sér sess í heimi tískuljósmyndara á Íslandi en hún er 27 ára í dag. Hún segir að galdurinn á bak við velgengnina sé sá að vera ófeimin við að prófa nýja hluti og hika ekki við að henda sér í djúpu laugina. „Ég man eftir atviki þar sem mig langaði að taka mynd af Akureyrarbæ að kvöldi til. Ég fór því af stað með filmuvélina hans pabba, stillti á Auto og tók nokkrar myndir með flassi. Þær urðu að sjálf- sögðu allar svartar og ég skildi ekkert.“ Hún segist hugsa oft til þessa augnabliks og minna sjálfa sig á hversu mikið hún hafi lært og þroskast sem ljós- myndari síðan. „Það er aldrei of seint að byrja og aldrei að vita nema maður hafi hæfileika á sviðum sem maður hreinlega bara vissi ekki af.“ Aníta bjó um skeið í Noregi þar sem hún lærði ljósmyndun í Norsk Fotofagskole. Að náminu loknu var hún viss um að tískuljósmyndun væri sitt sér- svið, en eftir að hafa unnið hér heima að marg- víslegum verkefnum hefur áhugi hennar á frétta- ljósmyndun þó aukist til muna. „Ég sæki minn innblástur í fólk. Ég horfi á mikið af heimildar- myndum og oft verð mjög ég heilluð af hegðun, útliti eða hæfileikum fólks. Ég held að ómeðvitað sæki ég innblástur frá öllu í kringum mig. Það sem ég sé og vekur athygli mína endurspeglast í verk- unum mínum eðlilega, svo ég geri mér ekki alltaf grein fyrir því hvaðan innblásturinn kemur. Ég er því alltaf að kynnast sjálfri mér betur og betur sem ljósmyndara.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Margbrotinn og breyskur faðir, misindismenn, sérstæðar konur og launbörn. „Það er ekkert annað hægt en að hrósa þessari bók.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni „Mjög skemmtileg aflestrar, vel skrifuð.“ Sigurður G. Valgeirsson, Kiljunni „Harla gott ... Merkilegt verk og upplýsandi umíslenska menningu.“ ÁRMANN JAKOBSSON,PRÓFESSOR Í ÍSLENSKU „Boxarinn e r sú sem hefur h eillað mig hvað m est." ÞÓRDÍS GÍS LADÓTTIR, DRUSLUBÆ KUR OG DOÐRANTA R DY NA M O RE YK JA VÍ K 92 menning Helgin 16.-18. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.