SÍB-blaðið - 01.01.1996, Side 2

SÍB-blaðið - 01.01.1996, Side 2
Fljótlega ákveðið hvort óskað verður endurskoðunar á launalið í samkomulagi SÍB og bankanna um gerð kjarasamninga eru ákvæði í 4. grein, sem heimila endurskoðun á launalið samningsins einu sinni á samningstímanum. Að undanfömu hafa nokkur stéttarfélög reynt að segja upp gildandi kjarasamninguin á þeim forsendum að launastefna sú sem ASI, VSI og ríkisstjórnin sömdu um í upphafi árs 1995 hafi beðið skipbrot þar sem ákveðnir hópar hafi fengið umtalsverðar bætur umfram aðra. 8,5% hækkun meðallauna, sem við starfsmenn bankanna fáum út úr okkar samningi er því miður töluvert innan við þá hækkun sem viðmiðunarhópar okkar innan BSRB og BHMR fá á samningstímanum. Fjármálaráðherra hefur gefið það út að meðalhækkun hjá öllum opinberum starfsmönnum að frádregnum hækkunum kennara gefi 10,7% hækkun launa á samningstímanum. Þau ár sem ég hef unnið að gerð kjarasamninga fyrir okkur bankastarfsmenn hafa kjör opinberra starfsmanna alltaf verið það viðmið sem samninganefndir bankanna og SÍB hafa verið sammála um að nota. Viðmiðun við starfsmenn ríkisins er líka mjög eðlileg ef á annað borð á að taka þátt í viðmiðunarleiknum, sem er að eyðileggja alla eðlilega kjarabaráttu. Samningar SÍB eru mjög keimlíkir samningum opinberra starfsmanna, ýmiss réttindi og kjör þau sömu, enda meirihluti félagsmanna í SIB starfsmenn í ríkis- bönkum, hjá ríkisfyrirtækjum og sparisjóðum, þar sem fulltrúar sveitarfélaganna eru að hluta við stjómvölinn. Stjóm, samninganefnd og formenn starfsmannafélaganna munu á næstu vikum koma saman og íhuga, á grundvelli gagna, m.a. frá Þjóðhagsstofnun, hvort rétt sé að óska eftir viðræðum um hækkun launa með tilliti til þróunar starfskjara hjá viðmiðunarhópum. Ef samkomulag næst ekki innan þrjátíu daga frá því viðræður hefjast skal ágreiningi skotið til gerðardóms, sem hefur einn mánuð til að afgreiða málið. Það er von mín og trú að samninganefndirnar geti náð niðurstöðu um málið án milligöngu gerðardóms. Niðurstaðan úr þessum viðræðum, ef af verða, munu að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á undirbúning og afstöðu samninga- nefndar SIB vegna komandi kjarasamninga næsta haust. Sú endalausa, illskeytta og óforskammaða umræða sem bank- arnir og starfsmenn þeirra hafa setið undir undanfarið er farin að setja mark sitt á þolinmæði og þrautseigju bankastarfsmanna. Eftir því sem meira er á okkur ráðist, vex baráttuþrekið. Aukið álag og aukin sérþekking starfsmanna kalla á bætt kjör og viðurkenningu á nauðsyn og mikilvægi bankastarfa. Kjör bankastarfsmanna annars staðar á Norðurlöndum eru í flestum tilvikum miklu betri en okkar kjör. Kollegar okkar í þessum löndum eru hissa á langlundargeði okkar í baráttunni fyrir bættum kjörum og hafa heitið okkur öllum stuðningi sem þeir geta veitt í baráttu okkar. Gleðilegt ár og farsælt fyrir alla banka- starfsmenn í baráttunni framundan. Friðbert Traustason, formaður SIB. SÍB -blaðíð i.tbl. jais, 1996 i.ÁHc. MÁLGAGN BANKASTARFSMANNA Útgefandi: Samband íslenskra bankamanna, SIB. Abyrgðarmaður: Friðbert Traustason. Ritstjóm: Margrét Bragadóttir formaður, Jóhann Olafsson, Indriði Jónsson, Þórður Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson. Ljósmyndir: Róbert G. Ágústsson o.fl. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg hf. Upplag: 4.100. Skrifstofa SÍB er að Snorrabraut 29, 4. hæð. Sími: 552 6944. Fax: 552 1644. Starfsmenn: Vilhelm G. Kristinsson, framkvæmdastjóri, Eva Örn- ólfsdóttir, fræðslufulltrúi. Anna Finnbogadóttir, fjármál og at- vinnuleysisbætur, Steinunn Stefánsdóttir. fræðslufulltrúi Banka- mannaskólans/Fræðslumiðstöðvar bankamanna. 2

x

SÍB-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.