SÍB-blaðið - 01.01.1996, Síða 6
Hlutafélagavæðing ríkisbankanna:
Avinningurinn óljós
Sameining banka er nú enn
og aftur í umræðunni og
hefur bankamálaráðherra
skipað sérstaka nefnd til að
gera tillögur þar að lútandi.
Leiðin sem á að fylgja
virðist vera sú að breyta
ríkisbönkunum, Landsbanka
og Búnaðarbanka, í hluta-
félög og selja síðan hluti til
aðila í einkageiranum. Ef af
verður er óljóst hvaða sam-
einingarkostir verða ofan á,
þó formaður nefndarinnar
telji að sameinaðir Bún-
aðar- og Landsbanki verði
of stór og ráðandi eining.
Rætt hefur verið um að
fjárfestingarlánasjóðir og
LÍN kunpi að lenda í deigl-
unni. SÍB hefur enn ekki
mótað stefnu um hvaða
kosti sambandið telji væn-
legasta, eða hvort SÍB telji
breytingu á ríkisbönkunum í
hlutafélög yfirleitt æskilega
og óvíst er hvort stjórn SIB
telji það í sínum verkahring.
Hitt er Ijóst af þeim við-
tölum sem SÍB-blaðið átti
við nokkra starfsmenn
Lands- og Búnaðarbanka
að þeir eru uggandi um
sinn hag og ekki eru allir
sáttir við boðaðar breyt-
ingar.
Jóhanna Finnbogadóttir, deildarstjóri í
lánadeild Búnaðarbanka. Hún hefur
starfað í bankanum í 12 ár.
Fáum skell í bakið
1) Ég veit ekki hvað skal segja, ég held
að ríkið og við gætum haft mismunandi
hagsmuna að gæta í bráð og lengd. Per-
sónulega er ég ekki hlynnt þessum breyt-
ingum og tel að við gætum átt eftir að fá
skell í bakið. Ef við tökum Islandsbanka
sem dæmi, þá hafa starfsmenn þar misst
ýmis hlunnindi sem við njótum.
SÍB-blaðið Iagði eftirfarandi
spurningar fyrir nokkra starfs-
nienn Búnaðar- og Landsbanka:
1) Telur þú að hugsanleg
breyting á rekstrarformi Búnaðar-
banka og Landsbanka í hlutafélög,
sé þjóðhagslega hagkvæm aðgerð?
2) Hvort telur þú líklegra að
lífeyrissjóðsréttindi starfsmanna
Búnaðar- og Landsbanka haldist
óbreytt, eða að niðurstaðan verði í
anda samningsins um lífeyrismál
starfsmanna Islandsbanka?
3) Verði af ofangreindum breyt-
ingum, hvort telur þú líklegra að
starfsmenn þurfi að hafa áhyggjur
af launalækkunum, uppsögnum,
tilfærslum í starfi eða öðrum rétt-
indamissi, eða telur þú að upp rísi
sterkari einingar sem bjóði starfs-
fólki upp á betri kjör?
4) Álítur þú að SÍB hafi
nægilega skýra og ákveðna stefnu í
málinu til að vera viðbúið hugs-
anlegri breytingu á rekstrarformi
og hugsanlegri sölu bankanna og
sé í stakk búið að verja óbreytt
réttindi félaga sinna?
5) Telur þú að SÍB eigi að hafa
stefnu varðandi rekstrarform banka
og sölu?
2) Það er búið að lýsa því yfir að við
eigum ekki að tapa neinu í lffeyrissjóðs-
málum, en ég hef mjög sterkan grun um
að við endum í Lífeyrissjóði VR, eins og
íslandsbanki. Við höfum góðan líf-
Jóhanna Finnbogadóttir.
eyrissjóð og fáum fljóta afgreiðslu, að
uppfylltum tilskildum skilyrðum, en í VR
yrðum við aftast í röðinni og með verri
kjör.
3) Starfsmannafjöldi stendur sennilega
í stað til að byrja með, enda t.d. Lands-
bankinn búinn að fækka starfsmönnum
hressilega. En ég gæti trúað að menn yrðu
færðir til í stöðum, deildarstjórar yrðu
gerðir að þjónustufulltrúum með lægri
launum o.s.frv. Ég held að við gætum lítið
gert í því.
4) Nei. Ég held ekki að SÍB geti gert
mjög mikið.
5) SIB er stéttarfélag okkar, en einnig
starfsmanna Islandsbanka og Sparisjóð-
anna. Það gæti gert að verkum að SIB eigi
erfitt með að móta stefnuna. SIB á að
fylgjast með og mér finnst að það eigi að
vera samráð við SÍB á öllum stigum.
Sigurður Þórðarson, þjónustufulltrúi í
Búnaðarbanka, Háalcitisútibúi, með 13
ára starfsreynslu í bankakerfinu.
Sé ekki tilganginn í sölu
I) Nei, ég sé ekki hagkvæmnina. Ef
við lítum á Islandsbanka, þá erum við
reyndar búin að sjá fækkun starfsmanna
og tilfærslur í útibúum, en það er ekki
mikið sem hefur breyst. Skuldastaða fólks
hefur ekki batnað, þetta hefur ekki skilað
sér til almennings. Ef hugsað er um
söluverðmæti fyrir rfkissjóð, þá hefur
Búnaðarbankinn alla tíð skilað honum fé í
Sigurður Þórðarson.
kassann. Persónulega er ég ekki hlyntur
þessum breytingum og sé ekki tilganginn í
að taka velrekin fyrirtæki í eigu hins
opinbera og setja í hendur annaiTa.
2) Ég tel ekki ólíklegt að það fari eins
og hjá íslandsbanka. Væri alls ekki
ánægður með það, starfsmenn hafa lagt
mikið á sig til að halda réttindum sínum.
Ég hef reyndar haldið uppi hugmyndinni
um að bankamenn myndi allir einn sam-
6