SÍB-blaðið - 01.01.1996, Síða 12

SÍB-blaðið - 01.01.1996, Síða 12
Veikindi Talsvert hefur verið um fjarvistir vegna veikinda í bankakerfinu að undanförnu og margar fyrirspumir borist skrifstofu SIB um það efni. Samkvæmt grein 6.1.2. í kjarasamningi eiga fastráðnir starfsmenn rétt á fullum launum í 3 mánuði og hálfum launum í aðra 3. Eftir 10 ára starf 4 mánuðum á fullum laununt og 4 mánuðum á hálfurn launum. Eftir 15 ára starf 6 mánuðum á fullum laun- um og 6 mánuðum á hálfum. Eftir 20 ára starf 12 mánuðum á fullurn launurn. Lausráðnir eiga rétt á fullum launum í 30 daga og hálfum í 30 daga. Það skal tekið fram, að við talningu fjarvistardaga vegna veikinda er skoðað síðasta 12 mánaða tímabil (ekki almanaksár). 1. Lausráðinn starfsmaður spurði hve langan veikindarétt hann ætti, þar sem hann hafði orðið veikur þann I. mars s.l. t tvær vikur og kom til vinnu þann 15. mars. Hann er síðan frá vegna veikinda í ágúst í 8 daga og aftur 4. til 19. desember. Svar: Samkvæmt ofanrituðu um lausráðna starfsmenn á viðkomandi rétt á fullunt launum í 30 daga. Þegar hann veikist þann 4. desember skoðunt við 12 mánuði aftur í tímann. Hann var fjarverandi í mars í 10 vinnudaga, í ágúst í 8 daga. Þá hefur hann notað 18 daga veikindarétt og á þá eftir 12 daga á fullum launum. I desember er hann fjarverandi í 11 daga. Hann hefur því verið fjarverandi alls í 29 daga og á því rétt á fullum launum allan veikindatfmann. 2. Barnshafandi kona spurði um rétt sinn til veikindadaga. Hún hefur starfað í banka í 9 ár í fullu starfi. I byrjun september fær hún vottorð frá lækni um að hún megi aðeins vera í 50% starfi. Síðan hættir hún alveg vegna veikinda urn miðjan október. Fæðingarorlofið hefst hins vegar ekki fyrr en um miðjan janúar. Svar: Réttur hennar eru 3 mánuðir á fullum launum og 3 á hálfum launum. Hún hefur verið veik í 4 mánuði og þar af verið 1 'h mánuð í 50% starfi. Þannig hefur hún notað 1 'h mánuð á hálfum launum og 2 mánuði á fullum launum og á þá eftir 1 'h mánuð á hálfum launum og 1 á fullum launum. Ef hún hins vegar veikist í fæðingarorlofinu veitir það ekki rétt á lengingu orlofsins. 3. Starfsmaður spyr hvort veikindaréttur flytjist á milli banka. Hann hafði unnið í sparisjóði í 4 ár, fer í læknisaðgerð og er í veikindafríi í maí og júní. Bytjar 1. september í öðrum sparisjóði og þarf nokkru síðar að fara í veikindafrí. Svar: Nei, veikindarétturinn er kostaður af hverju fyrirtæki fyrir sig. Tekið skal fram að ef starfsmaður þarf að hætta vinnu vegna varanlegrar örorku sem stafar af veikindum, þá á viðkomandi rétt á greiðslu launa f 4 mánuði. Grein 7.1.3. á aðeins við um varanlega örorku vegna slyss. Rétt er að ítreka það hér að réttur vegna veikinda bama yngri en 13 ára eru samtals 7 vinnudagar á ári, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Heimild þessi hefur ekki áhrif á annan veikindarétt starfsmanns. Eva Örnólfsdóttir, frœðslufulltrúi SÍB. Eva Örnólfsdóttir. SÍB -blaðið i.TBL. jAYim i.árc. MÁLGAGN BANKASTARFSMANNA Launakönnun í undirbúningi SÍB mun fljótlega efna til launakönnunar meðal fél- agsmanna samtakanna. Könnunin verður unnin á vegum Félagsvísindastofn- unar Háskóla íslands. Markmið könnunarinnar er að afla sem bestra upplýsinga um raun- veruleg launakjör félagsmanna, enda eru slíkar upplýsingar forsenda raunhæfra vinnubragða við gerð kjarasamninga. Vandað verður til allrar útfærslu og framkvæmdar könnunarinnar. Könnunin verður gerð með þeim hætti að félagsmenn fá sendan spum- ingalista, sem þeir verða beðnir að svara. Könnunin verður nafnlaus og öll úrvinnsla hennar á vegum Félagsvís- indastofnunar. SIB hvetur félagsmenn sína til þess að bregðast vel við könnuninni og svara spurningum nákvæmlega. Mjög mikil- vægt er fyrir SÍB að hafa sem nákvæm- astar upplýsingar um kjaramál félags- manna sinna og er mikilvægt að félags- menn geri sér glögga grein fyrir því, að þvílíkar upplýsingar auðvelda samtök- unum að ná betri árangri í kjarabar- áttunni. I nóvember var hrint af stokkunum vísnasamkeppni í SÍB-tíðindum. Þátt- taka var mjög góð og því ákvað rit- stjóm að halda henni áfram í hinu nýja málgagni. Síðasti fyrripartur var svona: Bjóðast núna bankar tveir bráðlega til sölu. Besti botninn að mati ritstjómar barst frá höfundi undir dulnefninu Kvintus: Fyrir lítið fara þeir Framsókn býr til tölu. Kvintus getur gefið sig frarn á skrifstofu SÍB og sótt verðlaun sín. Fyrriparturinn að þessu sinni er svona: Horfi ég Faxa út á flóa fegri engin gefst mér sýn. Sem fyrr em verðlaunin 5 þúsund krónur fyrir besta botninn. Skilafrestur er til 16. febrúar.

x

SÍB-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.