Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Blaðsíða 15

Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Blaðsíða 15
13 ESlilegt er, aS bankinn krefjist stundvísi og reglusemi. Fólk komi á réttum tíma, helzt fyrr, ekki þegar komiC er fram yfir áskilinn tíma, og fari ekki aS kveldi fyrr en áskiliS er. Noti ekki lengri tíma í mat og kaffi en áskiliS er. Algengt er, aS fólk maeti, láti stimpla sig inn, en fari svo út og maeti síSan ekki f vinnuna fyrr en eftir dúk og disk. Þetta er ósiSur, sem ekki aetti aS líSast eSa þekkjast. Sennilega vaeri til bóta, aS fólk vaeri látiS útfylla vikulegar vinnu- skýrslur um störf sín, eins og tíSkast í nágrannalöndunum. ESlilegt er, aS bankinn krefjist ástundunar viS störf. Aö íúlk haldi sig aS sínu starfi, sitji ekki og masi. ESlilegt er, aS fólk líti upp við og viS. Maður, sem masar og masar viS vinnu sína, án þess aS tala viS neinn sérstakan, faer yfirleitt einhvern til aS svara sér og þar meS er komin kjaftamylla, sem sífellt er f gangi. ESlilegt er aS krefjast þess, aS fólk sé á sfnum vinnustaS, hverfi ekki úr sínu umhverfi ástæðulaust og án leyfis yfirmanns. ESlilegt er aS krefjast þess, aS fólk misnoti ekki sfmann. Fólk hringi ekki til kunningjanna utan bæjar eSa innan til aS tala og masa um daginn og veginn í síma bankans og í vinnutímanum. Það er eSlilegt, aS fólk fái að hringja til sinna nánustu vegna áríSandi hluta, en ekki til að tala lengi. Sérstaklega ber aS varast slfkt í afgreiSslu, þegar viSskipta- vinir bíða. Sá, sem hringir til banka, gerir iSulega ekki greinarmun á þeim, sem svarar í símann og bankanum í heild. Svari einhver leiSinlega í símann, fær oft allur bankinn sökina. ESlileg krafa er, aS fólk svari kurteisislega í sfma og reyni aS greiSa vandræði hvers þess, er hringir. Komi þaS ekki starfi viðkomandi manns við, né bankanum í heild, þá aS neita af kurteisi. ESlilegt er aS krefjast fyllstu kurteisi í allri umgengni og af- greiöslu bankans. Hér er ekki átt viS aS hlaupa eftir hverju því, sem fólki dettur í hug að biSja bankann um, heldur aS koma kurteisislega fram, jafnvel þótt veriS sé aS neita aS framkvæma fjarstæðu, jafnt sem a8 gera sjálfsagt og velkomið verk. Hvimleitt er, aS menn séu skapillir á vinnustaS. BæSi frá bank- ans hálfu sem og samstarfsfólksins. Séu þeir f slfku skapi, sem oft hlýtur aS vera, þá aS temja sér aS láta þaS ekki bitna á umhverfi sfnu.

x

Fréttablað SÍB

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað SÍB
https://timarit.is/publication/981

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.