Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Blaðsíða 16

Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Blaðsíða 16
14 - ESlilegt er að krefjast þess, að fólk sé snyrtilega til fara, þ. e. fari milli veg í tízku hverju sinni. Það er óeðlilegt að leyfa fólki að setja afkáralegan blae á bankastofnun með æpandi tízkuklaeðnaði og útliti. Sem sagt; milliveg í tízku, sem ekki vekur athygli umfram það að vera snyrtilegt og hreint. III. Hvernig geta samtðkin orðið þvf bankafólki að liði, sem öðlast vill meiri faglega þekkingu? Hvernig getum við vakið áhuga þess bankafólks, sem ekki sýnir neinn lit á að vilja öðlast frek- ari þekkingu í sínu starfi ? Samtökin komi sér upp safni bóka og tímarita um bankatækni í sem flestum greinum og sem víðast að, til afnota fyrir þá, sem vilja notfæra sér slíkar heimildir. Sambandsstjrrn beiti sér fyrir því, að fólk úr minni bönkunum fái tækifæri til að starfa í stærri bönkunum og fái þar starfsþjálfun. Starfsfólk þeirra banka, sem því geta við komið, gefi starfs- mönnum sínum kost á að starfa í útibúunum í skiptum við starfsmenn útibúanna, sem séu þá við nám í Bankaskólanum og/eöa vinnu í aðal- bönkunum. Við gerum ráð fyrir, að fólk notfæri sér að fullu þá möguleika, sem Bankaskólinn gefur og kemur til með aö gefa. ViS álítum, að vinnan sé bezti skóli, sem maður getur fengiS. Við álítum, að verkmenning hérlendis sé aS komast á þaS stig, aS fólki úr minni bönkum sé þaS mikil reynsla og lærdómur aS kynnast vinnubrögðum þar. Fólki úr stærri bönkunum er það nokkur fjötur um fót, að verkefnum er þar svo marg- skipt, aS þaS fær ekki næga yfirsýn. Þeim er það mikil og góS reynzla og hollur skóii aS vinna nokkra mánuði í útibúi, þar sem allir þættir banlcastarfsemi koma saman í einni lítilli mynd. Þeim er einnig mjög hollt að kynnast viShorfum úr útibúunum til aSalbankanna. Starfsmönnum útibúanna er það mjög góSur skóli aS vinna um tíma í aðalbönkunum og sjá þar margskiptingu verka og vinnubrögS. Samtökin beiti sér fyrir því, aS ákveðin lágmarkslaun fáist aS loknum hverjum áfanga í Bankaskólanum auk starfsþjálfunar x hinum ýmsu deildum bankanna.

x

Fréttablað SÍB

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað SÍB
https://timarit.is/publication/981

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.