Læknablaðið - 01.01.1915, Side 14
8
LÆKNABLAÐIÐ
slímkent eSa graftrarkent, conjunctivitis, bólga i koki, lungnakvef og
kvef-lungnabólga (bronchopnevmonia).
3. E i n k e n n i f r á m e 11 i n g a r f æ r u n u m. Þau eru mjög tíð,
uppköst og ógleði, niðurgangur, eða oft harðlífi.
4. Einkenni frá taugakerfinu: Höfuðverkur oft mikill,
svimi, krampar, verkir í hryggnum, erfiðleikar við að beygja höfuð og
hrygg, stundum ophistotonus.
Kernigs og Lasegues einkenni finnast sjaldan. Svefnleysi á nóttum og
mók á daginn er algengt.
Nú má ekki skilja þetta svo, að öll þessi einkenni séu hjá sama sjúk-
lingnum. Stundum ber mest á einkennum frá öndunarfærum, stundum frá
meltingarfærum o. s. frv. En öll eru einkenni þessi svo algeng við hvers
konar sóttir, að ekki er auðið á þeim einum að komast að fastri niöur-
stöðu um eðli sjúkdómsins. Það verður fyrst þegar lamanirnar koma í
ljós, sem oftast er 2—3 dögum eftir að sjúkdómurinn byrjaði, en geta
dregist, uns sótthitinn er horfinn á 5.—8. degi. Oftast kemur máttleysið
í neðri útlimi, þar næst i kroppvöðvana, sjaldnast i vöðvana á efri útlim-
um. Eins og öllum er kunnugt, eru lamanirnar langmestar í fyrstu, en
smáminka siðar, og loks verða oftast fáeinir vöðvar allamaðir.
Aðgreining sjúkdómsins frá öðrum sjúkdómum er ómöguleg í byrjun,
sérstaklega er hætta á að rugla honum saman við i n f 1 u e n z u. Ein-
kenni næstum alveg hin sömu, þangað til lamanirnar koma í ljós. Lam-
anir við polyneuritis geta líkst talsvert lömunum við poliomyelitis,
en koma vanalega hægar, og eru sjaldgæfar hjá börnum nema eftir
difteri, og aðrir vöðvaflokkar lamast j)á en við poliomylitis (augnvöðvar,
gómvöðvar o. s. frv. Sjúkl. hefir haft hálsbólgu eða difteri. Meningitis
verður líka að vara sig á, getur líkst svo mikið, að mænuástungu verður
að gera til jjess að taka af tvímælin. Ef kviðvöðvar lamast og öndun verð-
ur erfið, má villast á lungnabólgu og diphteri, einkum ef kvef er jafn-
framt i lungunum. Máttleysi hjá börnum með rachitis getur líkst létt-
um lömunum, og verður að vara sig á Jíví.
Um horfur sjúkdómsins má í stuttu máli segja það, að i allmörgum
tilfellum er hann banvænn (10—15 pct.), en á hinn bóginn sést að all-
mörgum sjúklingum, sem hafa fengið greinilega lamanir, batnar til fulls
(12—15 p;ct.). Miklar lamanir verða eftir í 30 pct. Aðal-dauðaorsökin
við mænusótt eru lamanirnar, sem stundum ná yfir alla vöðva líkam-
ans, og hagar sjúkdómurinn sér jrá sem Landrys paralyse. Stund-
um deyja börnin af lömunum á andardráttar og vasomotoracentra í med.
oblong; stundum er dauðaorsökin lungnabólgan. Oftast deyja börnin
á fyrstu viku sjúkdómsins.
Meðferð veikinnar fer aðallega eftir einkennunum. Specifica eða serum-
lækning þekkjast ekki ennþá. Margir læknar mæla með Urotropini, sem
einnig virðist verka á sjúkdóminn hjá öpum. Annars er þýðingarmest
góð hjúkrun, létt fæði, einkum ef sjúklingarnir hafa niðurgang. Brom
við krömpum. Antipyretica ef hitinn er hár.
Varast að láta sjúklingana fara of fljótt á fætur. í léttum sjúkdóm
minsta kosti ekki fyr en hálfum mánuöi eftir að sótthitinn er hættur.