Læknablaðið - 01.01.1915, Page 16
IO
LÆKNABLAÐIÐ
Læknablaðsmál.
Undirtektirnar. Eins og fyr er sagt, hefir Lbl. fengið góSar undirtektir
hjá nálega öllum læknum, sem svör eru komin frá til þessa. Þaö yröi of-
langt mál aö skýra ýtarlega frá þeim, en sem dæmi má taka þetta:
„Eg er mótfallinn hugmyndinni um læknablaö. Ef læknar halda eitt eöa
tvö útlend tímarit og kaupa bækur, einkum í sérfræöisgreinunum, þá ættu
þeir ekki aö „stagnera“ eöa „verða úti“. Læknablað myndi spilla fyrir því,
að útlendu tímaritin séu keypt, en hlýtur aö veröa svo lítið, að það getur
ekki komiö í þeirra staö og gæti þannig orðiö til skaða. Ef blaö skal
stofna, rnyndi eg fremur fallast á alþýöublað líkt og „Eir“ var. — Lækn-
ar líklega áhugalitlir fyrir blaöi eins og flestu, sem snertir stétt þeirra.
Svo hefir t. d. reynst meö læknasjóðinn......Ekki skal eg þó láta mig
rnuna um aö bæta io kr. viö skuldirnar, en mánaðaskýrslum mótmæli eg.“
Svipað álit kemur fram hjá öðrum lækni:
„Eg hefi ekki tröllatrú á fyrirtækinu, held að slíkt læknablað geti ekki
varið okkur svefni. Vér veröum aö kaupa og lesa útlendu læknaritin eftir
sem áður og Lbl. getur tæpl. gefiö staöbetri fræöslu en þar finst. — En
eitthvað gott kann það að geta gert, helzt í þá átt aö vekja einhvern snefil
af félagslyndi innan stéttarinnar, sem nú er næsta lítið, þó sorglegt sé að
vita. Þessu veldur líklega mest fjarlægðin og kynnisleysið."
Þetta eru helztu mótbárurnar, sem hreyft hefir verið. Vér viljum ekki
gera lítið úr þeirn. En beri viða á því, að skortur sé á bróðerni og félags-
lyndi meðal lækna, þá verður naumlega sagt með réttu, að Lbl. sé alls
óþarft. Eitthvað ætti þaö að geta stutt að þvi, að íslenzkir læknar stæöu
ekki öörum að baki í drengskap og félagslyndi.
Allir aörir taka mjög vel i málið og surnir hafa þá farsælu tröllatrú, sem
sagt er að flytji fjöll. Eftir er að vita, hvort hún rnegnar að halda lífinu
í íslenzku læknablaði. Sumum kann að þykja fróðlegt að sjá fáein sýnis-
horn:
„Þetta með Lbl. er mér eitt evangelíum eða gleðiboðskapur. Ekki átti
eg á því von á þessum ófriðartimum, en vel liklegt að hugmyndin komi af
„annari stjörnu", þar sem friöur ríkir og sleöabjöllur tíökast eigi. Eg og
mínar io krónur munu blaðinu þjóna og fréttir mun eg skrifa. — Peninga-
vandræöin skil eg tæpast. Allir læknar veröa eflaust með — en að fá gott
efni í blaðið veröur öröugra.“
-----„Eg kann félaginu ])akkir og er aö öllu leyti samdóma bréfi yðar
og ástæðum, sem þar eru færðar fyrir þessu nauðsynjamáli. Eg hefi oft
hugsaö um þetta og rætt það við stéttarbræöur. Allir hafa verið samdóma
um þörfina og talið þaö tæplega vanvirðulaust, aö eiga ekkert blað, sem
ræöi mál vor og haldi uppi rétti vorum.“
-----„Eg tel læknablað nauðsynlegt og stétt vorri til uppbyggingar. Eg
kaupi það meö ánægju og styrki þaö eftir því sem ástæöur leyfa. En tíma-
bundnir erum vér héraðslæknar, sem þurfum að sinna apotheki og sífeldu
smákvabbi.“
-----„Ekki er eg i neinum vafa um það, að slikt tímarit sé í mesta máta
nauðsynlegt, ekki sízt úr því ekki reynist mögulegt aö koma á læknafund-
um.