Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1915, Page 20

Læknablaðið - 01.01.1915, Page 20
14 LÆKNABLAÐIÐ um allar kerlingabækurnar, sem verið er aö telja henni trú um. Nú er bók- in komin, og læknar og almenningur mun kunna Vald. Steffensen þakk- ir fyrir aö hann hefir unniö þetta þarfa- og vandaverk, þrátt fyrir þá ann- marka, sem á henni kunna aö vera. Hvað á svona bók að vera stór? Sum- ar greindar mæður, vilja áreiöaniega komast vel niöur í efniö og lesa um þaö rækilegt mál, þó langt væri. Öðrum mæðrum mundi bezt henta stutt- ar en gagngeröar lífsreglur, kannske ekki nema 2 eða 3 blaðsiður. Bók Vald. Steffensens er eiginlega bæöi of löng og of stutt; hún er meira en stuttorðar lífsreglur, en full-litil fyrir konur, sem ekki láta sér nægja aö haga meðferö ungbarnsins, sem bókin mælir fyrir. Þaö er heldur ekki vandalaust, að rita nógu ljóst og einfalt fyrir almúgafólk. Reglur þær, sem mæðrunum eru settar, verða að vera svo úr garði gerðar, að þær séu aldrei í vafa um, hvernig skilja eigi hver einstök fyrirmæli og leið- beiningar; eg á hér sérstaklega viö reglurnar um matreiðslu handa ung- barninu. Höf. hefir skift efni bókarinnar í 11 kafla: 1. næringin, 2. saurinn, 3. þróun barnsins, 4. dúsur, 5. böö, 6. fatnaður, 7. vaggan, 8. útivist, 9. tanntaka, 10. annað aldursár barnsins, 11. almennar athuganir. Eins og menn sjá, er kornið víöa við og heppilegt að skifta glögt efninu; það ger- ir mæörunum auöveldara, aö finna fljótlega þaö, sem þær vilja aögæta í þann og þann svipinn. Höf. hefur mál sitt með því, aö eggja mæður fastlega á, að hafa börn- in á brjósti. Það er einmitt mjög gott og þarft af höf. aö undirstrika, hve mikil nauðsyn ungbarninu er á móðurmjólkinni. Þetta verður aldrei um of brýnt fyrir fólkinu, því enn er víða sú skoðun rikjandi, aö pelinn sé jafngóður lirjóstinu. Þetta stafar sennilega af þvi, að sum börn eru þann- ig gerö, — mér liggur við að segja því miður, — að magi þeirra meltir svo að segja hvað sem í hann er látið. Fólk getur því hæglega bent á börn, sem hafa þolaö óblandaða kúamjólk fárra vikna gömul og farið vel fram við þann kost, en hugsar ekki út í það, að öll börn eru ekki eins. Það er auðvitað aðeins lítill meirihluti af ungbörnum, sem meltir slíkt kraftfóður. Allir læknar munu því vera höf. samdóma um, aö halda fast fram, aö leggja öll börn á brjóst, nema contraindicato sé vegna heilsu móðurinnar.Um þessar contraindicationes eru læknarnir ekki alstaöar sam- mála. Höí. kemst svo aö orði: ,,Sé minsti grunur um, aö konan hafi t æ r- i n g u eða að t æ r i n g b ú i í henni, má hún a 11 s e i g i leggja barn á brjóst.“ Hér held eg að tekið sé fulldjúpt í árinni. Að banna konu með latent lungna-tuberculose, aö liafa barn á brjósti, getur varla verið rétt, því ekki komast bacilli tub. í mjólkina livernig svo sem lungna-tuberculose móðurinnar er, nema frá sputum, og sé sjúkdómurinn latent, — „búi í henni“ —, hvaðan stafar þá barninu hætta? En hugsast gæti, að móður- inni stafaöi hætta af að gefa brjóstið. Reynslan sýnir að þetta er þó ekki svo. Oftast er því einmitt svo varið, að konur komast í góð hold, þegar þær hafa börnin á brjósti, og þetta á víst jafnt viö konur, sem tuberculose býr í, sem heilbrigðar konur. Enda er lika fjöldinn allur af fólki, sem ein- hvern snert hefir fengiö af tuberculose, „praktiskt" talað heilbrigðar mann- eskjur. Þeir eru víst teljandi á tabula sectionis, sem ekki hafa smávægilega induration í apices pulmonum, eða einhversstaðar annarsstaðar. Eg held því, að höf. hafi verið fullstrangur í þessu efni, en auðvitað alveg rétt af

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.