Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1915, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.07.1915, Blaðsíða 3
nmminiii i. árgangur. Júlí 1915. 7. blað. Nokkur orö um Hyperemesis gravidarum. Eftir Guðmund Thoroddsen. Mikiö hefir veriö rætt og ritaS um hyperemesis gravidarum, og þó eru menn ekki enn þá komnir aö niðurstööu um eöli veikinnar, aö minsta kosti eru skoöanirnar enn þá mjög skiftar. Nú eru aöallega tvær skoðanir ríkjandi. Sumir halda því fram, aö hyperemesis gravidarum sé „ref lex- n e u r o s i s“ og komi reflexinn frá genitalia og leiði til uppkasta gegn um n. vagus. Aftur á móti halda aörir því fram, aö veikin stafi af e i t r u n (intoxicatio). Hvorirtveggja þykjast hafa mikiö til síns máls, og ekki hvaö sízt þeir, sem halda frarn neurosis-skoðuninni. Hyperemesis kemur oftar fyrir hjá taugaveikluöum konum, en sérstaklega er þaö lækningin á veikinni, sem hefir sýnst styöja þessa skoðun. Mjög mörgum batnar við að nota ýms nervina, eins og til dæmis brómmeðul og sálarlækningar (psychoterapi og suggestion) koma oft aö mjög góðum notum. Bumm segir meðal annars um hyperemesis, sem hann kallar neurosis, aö nærri því sé sama, hvað gert sé við hyperemesis, veikin batni vanalega, ef læknir- inn fullvissi sjúklinginn um bata, og sjúklingurinn treysti lækninum nógu vel. — Erfitt hefir þó verið aö skýra exitus af hyperemesis samkvæmt neurosis-skoðuninni, en hefir þó verið gert með því að segja, að uppköstin og næringarleysið skemmi svo lifur og nýru, að líkaminn geti ekki losað sig viö þau eiturefni, sem myndast við þaö, að konan gengur með fóstur, og þessi eiturefni drepi svo að lokum konuna. Þarna koma andstæðu skoð- anirnar saman, munurinn bará sá, að áhangendur eitrunarkenningarinnar álíta eitrunina, en hinir neurosis, orsök veikinnar. Neurosiskenningunni hefir verið fært það til gildis, aö þær patologisk- anatomisku breytingar, sem finnast í líffærum kvenna, sem deyja úr hyper- emesis, séu flestallar nýlegar, og samsvari því ekki þeim tíma, sem veikin hefir varað, en verið gæti, aö breytingar þær, sem verða í upphafi veik- innar, séu svo smávægilegar, að þeirra gæti ekki, eða þær hyljist alveg af þeim breytingum, sem veröa skömmu fyrir dauðann. Fundist hafa einnig breytingar líkar og eftir eitrun í lifur á konu, sem dó úr mb. cordis, en hafði níu vikum áður verið veik af hyperemesis. Fyrir kemur einnig, að engar breytingar finnast í líffærunum, þótt kona deyi úr hyperemesis, og getur það líklega hvoruga skoðunina stutt, en það þekkist frá ýmsum öðr- um sjúkdómum, að patalogisk-anatomisku breitingarnar standa ekki alt af í réttu hlutfalli viö ákafa og aðgerðir sjúkdómsins, og ólíklegt er, að eitur- verkanir á allan likamann skilji eftir stærri eða dýpri spor en hungrið skilur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.