Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 115 Eins og gefur aö skilja,væri það afar mikilsvert, ef prófunin gæti hjálpaS til viö sjúkdómsauökenning á krabbameini í byrjun, og er nokkuS, sem virSist benda á aS svo sé. Auövitaö eru áöurnefndar tölur fengnar viS rann- sókn á blóSi áreiöanlegra krabbameinssjúklinga og þar á meöal margra, sem voru inoperabiles. En nú hafa bæöi Ascoli og Wissing fundiS „reak- tionina" viö smá carcinom kirsiber — valhnotustór, og Izar og Ischiwara hafa lika fundiö hana hjá rottum og músum 4—20 dögum eftir, aö þeir höfSu sáö í þær krabbameinsvef. Er þetta vottur þess, aö „meiostagmin- reaktionin" geti byrjaö snemma í sjúkdómnum. AS öllu samanlögöu telur Wissing prófunina góöa hjálp fyrir klinikkina og verSur sjálfsagt fariö aö nota hana mikið í Danmörku. Á íslandi væri líka auövelt aö gera hana, vegn þess aö áhöldin, sem til þarf, eru svo lítil og óbrotin, og blóSiö má senda talsvert langa leiö. STEFÁN JÓNSSON. Á víð og dreif um kjör lækna. Þaö er ekki ofsögum sagt í grein Ó. L. í júníhefti Læknablaðsins af hús- næðisvandræöum sveitalækna, sem hafa fjölskyldu aS annast — einhleypir læknar geta líklega alt af komiö sér fyrir afarkostalítiö. Eg þekki þaö mál svo mikið af eigin reynd áöur fyr, aö eg býst viö — eg vona — aö fáir hafi oröiö ver úti. I rauninni heföi átt aS hreyfa þessu fyrir löngu síSan, og heföi sjálfsagt veriö gert, ef málgagn heföi veriö til fyrir lækna, því aö ýms vandkvæöi eru á aö hreyfa því í stjórnmálablöðunum, og ööru, er snertir hag læknastéttarinnar, fyr en læknarnir sjálfir eru nokkurn veginn búnir aö átta sig á, hvernig upp skuli taka máliö og meS þaS fara. Ef Lbl. gæti stuölaö aS þvi, aö bót fengist á þessu, þá mun enginn halda því fram, aö þaS hafi fæSst ófyrirsynju. En sjálfsagt verSa margir öröuleikar á leiöinni og margt aS athuga. Hér skal máliö ekki rætt ítarlega, enda hefir Læknafél. Rvíkur þaö til meS- feröar, og má þá ræöa þaö nánar, er tillögur þess liggja fyrir. Aö eins ein eöa tvær bendingar til athugunar. og þá aöallega um atriði þau í tillögum Ó. L., er eg tel athugaverð. Ó. L. leggur til, aö héruöin byggi nýja læknabústaöi meö styrk úr lands- sjóöi. Þetta væri víst gott fyrir þá, sem fá héruöin eftirleiSis, en gæti oröið til þess aö auka enn meir illar búsifjar og fjártjón þeirra, sem nú eru í héruöunum og neyöst hafa til aö byggja yfir sig dýr hús eöa kaupa, því aö þaö er augljóst, aS viö þaö minka enn meir horfurnar fyrir þá — eöa bú þeirra — aö geta selt húsin, er þeir láta af embætti lífs eða liönir, og veröa jafnvel alls engar til sveita. Eins og er, má þó liklega víðast gera sér von um, aö geta selt eftirmanni sínum húsin fyrir eitthvaö, — eSa m æ 11 i, ef ekki væri alt af veriö aS grauta í héraöaskipuninni og þess vegna færa læknasetrin. Og í rauninni er þaö þessi sífelda færsla á lækna- setrunum, sem mestu veldur um erfiðleikana og mest fjártjón hefir bakaö læknum, þvi aö ef læknissetriö væri fas'tákveöiö og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.