Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 12
122 LÆKNABLAÐIÐ Hvernig; getur hjúkrun komist í betra lag til sveita? Þaö er öllum læknum fulljóst, hve mikils viröi gó'ð hjúkrun er sjúkling- um, og margir mæla, að líf og helsa sjúkl. sé oft og einatt eins mikiö komin undir hjúkruninni, eins og aögerðum og fyrirskipunum læknis; er þá meö hjúkrun átt viö alla meðferð á sjúklingum, milli þess, er læknir sér þá, og áður. Þar með er talin framkvæmd á öllum fyrirskipunum læknis. En það mun og vera oss íslenzkum læknum, einkum sveitalæknum, jafn- ljóst, að hjúkrun sjúklinga vorra í heimahúsum er oftast mjög ábótavant, og að vonum, þar sem fáir eða engir hafa lært þann starfa, þeirra, er stunda eiga sjúklingana, ekki einu sinni yfirsetukonurnar. Þær hafa lært hjúkrun á sængurkonum og sérstök verk þar að lútandi, og mun helzt vera hlaupið til þeirra, er sérstakrar og vandasamrar hjúkrunar j)arf, en j)ær hafa J)ó ekki lært sérstaklega almenna hjúkrun, né starfað á sjúkrahúsi. En til sveita getur læknir ekki haft nærri því jafnt eftirlit með sjúklingum sínum, sem læknar í stærri bæjum, hann sér þá ef til vill einu sinni eða tvisvar — suma sjúklingana ef til vill aldrei! Til sveita hér á landi jjyrfti j)ví að vera völ á svo góðu hjúkrunarfólki, að ekki gæti betra annarstaöar. Hvað er nú unt að gera í þessu máli? Eg skrifa línur ])essar til þess að vekja umræður stéttarbræðra minna um málið, — athygli veit eg að j)eir muni hafa veitt j)ví —, og ætla því ekki að fjölyrða um það í bráð. Aðeins vil eg geta þess, að mér finst nauð- synlegt, að sem flestu ungu fólki sé gefinn kostur á námi, á hjúkrunarnáms- skeiöi, ef til vill stuttu, jafnhliða æfingu í hjúkrun, á spítala eða í heima- húsum, undir umsjón æfðra hjúkrunarkvenna. Hvert heimili landsins er sjaldnar eða oftar sjúkrahús, og j)ví j)urfa margir að kunna að hjúkra, ef á j)arf að halda. Mundi ekki vera unt að koma því á fót í sambandi við Landakotsspitala eöa Hjúkrunarfél- Reykja- víkur? Væri ekki rétt, að byrjað væri á yfirsetukonum, og j)eim væri ger kostur á eða gert að skyldu námsskeið i hjúkrun, bóklegt og verklegt, t. d. að ganga mánaðartíma á Landakotsspítala, ef samningar fengjust um J)ð? En margar eru spurningarnar fleiri, sem bíða svars í þessu máli, svo sem um tilhögun alla, kostnað o. fl., og fer eg ekki út í þær, — eg vildi aö eins brjóta upp á málinu í þetta skifti. Búðardal, 7. maí 1915. ARNI ÁRNASON. Læknisbústaður Dalasýslu. í síðasta tbl. (júníbl.) Læknablaösins, ritar héraöslæknir Ól. Ó Lárusson um læknabústaði, og nefnir í grein sinni læknabústaðinn hér. Mér datt j)vi í hug, að skýra frá honum. Viröist mér að fróðlegt væri, aö fá að vita um læknabústaði héraðanna, og ekki munu þeir svo margir né stórfenglegir, að læknablaðið hefði ekki rúm fyrir lýsingarnar. Á sýslufundi, vorið 1914, bar eg mál þetta fram, og gat þess þá, sem eg

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.