Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 14
124 LÆKNABLAÐIÐ til þess aö þetta geti komist í framkvæmd. Hvergi i læknisfræðinni hafa framfarir oröiö svo stórkostlegar á síöustu árum, sem í þessum greinum og í blóövatnsfræði. Og sýnilegt, aö framhalds má vænta í sömu átt. Þessara greina gætir því æ meir, en þær veröa um leiö svo yfirgripsmiklar, að ekki er orðið mögulegt fyrir aðra en sér- fræðinga, að ná svo tökum á þeim, að vel sé við unandi, fylgjast með i framförunum, og ekki hvað sízt hafa á hendi verklegar fram- kvæmdir- Nú hagar svo til, að starfsemi rnanns, sem væri fær í þessum greinum, mundi koma að miklu meira liði, en því einu að veita nemendum læknadeildar fullnægjandi kenslu í undirstöðuat- riðum þessara greina. Þannig getur líf sjúklings oltið á smásjár- rannsókn á æxlum o. fl., en slík rannsókn er oft og einatt svo vanda- söm, að ekki er annara meðfæri en æfðra lækna, sem sérstaklega hafa lagt stund á þess konar. En slíkt lægi einmitt undir starfssvið þessa kennara, sem deildin óskar eftir. Erlendis er á hverjum háskóla og víðar völ á slíkurn lækni, sem hinir geta snúið sér til í vafasöm- um tilfellum, og ekki þeir einir, sem næstir eru, heldur má senda þessa hluti til rannsóknar langar leiðir. Hér á landi er ekki og hefir ekki til þessa verið nokkur læknir, sem gæti fengist við þess konar rannsóknir, þær sem vandasamastar eru, og er það einmitt bagalegt, og mundi slíkur læknir geta komið öllu landinu að liði. Þá er ekki síður títt, að sóttkveikjurannsóknir séu nauðsyn- legar .... “ Að lokum lætur deildin þess getið í bréfinu, að von sé til að í embætti þetta fáist maður, sem lagt hefir stund á þessar fræðigreinar verklega í rúmt ár á góðum stöðum, og muni hann því með hálfs annars árs starfa hér eftir í sömu átt, verða vel fær, þar sem um reglusaman hæfileikamann sé að ræða. — í þinginu var kosin 5 manna nefnd til að íhuga málið: Jón Magnússon (form.), Guðm. Hannesson (ritari), Einar Jónsson, Jón Jónsson og Hjörtur Snorrason- Nefndin komst að þeirri niðvrrstöðu, að um all-brýna nauðsyn væri að ræða, bæði fyrir háskólann og landið í heild sinni. (Hjörtur Snorra- son var samþykkur ástæðum nefndarálitsins, en sá sér ekki fært að stofna embættið að svo stöddu). Umræður urðu síðan nokkrar um málið, og töl- uðu nokkrir með en enginn á móti, var síðan gengið til atkvæða og málið felt með miklum atkvæðamun! Þessi úrslit málsins komu öllum á óvart. Þegar háskólinn var settur á stofn, átti hann að verða óskabarn þjóöar (og þings) ; alt átti að gera til þess, að hann yrði þjóðinni til gagns og sóma. Og mætti þá ætla, að vissasti vegurinn til þess, væri, að auka og bæta kenslu-krafta svo sem bráðasta nauðsyn krefði (sbr. reglugerð háskólans, gr. 29) til þess að kenslan i þeim fræðigreinum, sem i upphafi var byrjað aö kenna við skólann, yrði ekki á eftir tímanum, heldur gæti fylgst með, og hagnýtt sér allar framfarir og nýungar. Með því einu móti getur háskólinn, þ. e- kennarar og lærisveinar, orðið landinu til gagns og sóma. Þegar fyrir tveim árum æskti læknadeildin eftir aukinni kenslu, þá var það líka árangurslaust. En hvernig stóð á því,að þetta mál náði ekki fram að ganga? Þó var

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.