Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 16
I2Ö LÆKNABLAÐIÐ Um nýáriö fór eg til Hafnar aftur, og gekk um tírna á Sundby-spítala. Þar var Kristján Paulsen yfirlæknir. Hann geröi sér alt far um, að eg gæti haft sem rnest not af dvöl minni þar. Eg fékk aö skoöa sjúkl- nákvæmlega og explorera fjölda kvenna meö sjúkd. i uterus og adnexa- Ætiö var explorerað í narcose, og er það rnikill munur hve auðveldara er aö finna alt á svæföum en ósvæföum. Á sama tíma gekk eg þrisvar á viku á ókeypislækningu til Dr. Kaarsbergs. Þar voru samskonar sjúklingar skoöaðir án svæfingar, en á þeim veitti mér oft erfitt aö finna missmíði þau, er á voru, nema þau væru vel glögg. — Á Sundby-spítala fékk eg stundum aö aðstoða við operationir og gera sitt af hverju smávegis. Tvær vikur var eg þar „vikar“ fyrir einn læknirinn, sem þurfti að bregða sér burtu. Prof. Paulsen var lengi yfirlæknir við ókeypis handlækninguna á Borgarspítalanum, og er því sérstaklega leikinn í handlækningum. Klinik hafði hann einu sintii í viku, og sýndi þá oft marga sjúkd. Var það venjul. bæði fræðandi og skemtilegt. Oft sýndi hann hnéliða-skemdir (traurna- tiskar), og tók eg eftir þvi, aö honum var ekki gefið urn sjúkdómsheitið luxatio menisci. Vildi kalla það læsio menisci. Hydrocele ope- reraði hann með því að opna pokann,. skafa hann innan, þvo úr karból- vatni og fylla síðan með jodoformgaze. Skift eftir fáa daga. Ganglia opereruð á sama hátt. í rnarz gekk eg á Dronning Louises Börnehospital. Þar er prof. M o n- r a d yfirlæknir. Hann hefir ritað góða bók um meðferð á börnum og barnasjúkdóma: Pædiatriske Forelæsninger og Studier. Er nú að koma út af henni ný útgáfa endurbætt. Margt var þar að læra, sem of langt yrði upp aö telja. Intertrigo á börnurn í nára og hálsfell- ingum, var læknuð á þann hátt, að soðin gaze-ræma var undin upp úr soðnu köldu vatni og skift í hvert sinn, er barnið vætti sig. Samskonar bakstrar voru og stundum notaðir í byrjun við eczerna en væg smyrsl síðan. I apríl var eg á ókeypis augnlækningu Ríkisspítalans hjá próf. M. Tscher- ning og gekk jafnframt á húðsjúkdómalækningu sarna spítala. Stundum hlustaði eg á fyrirlestra Fabers og Rovsings. Á kvöldin fór eg oft í leikhús með félögum minum, oftast Vernharði Jóhannessyni og Jóni Kristjánssyni. Maður verður aö nota tækifærið, því litið er um leikhús og listir heima. Fremur virtist mér mörgum Dönum vera þungt til íslendinga vegna stjórnmálamisklíðarinnar, en samt voru allir vingjarnlegir og kurteisir, sem eg átti tal við. Stór munur virtist á kjörum dönsku læknanna og okkar, þeir þjóta um á bifhjólum eða bifreiöum, og eru ekki svipstund á rnilli áfangastaða, en viö veröum að hanga á hesti eða ganga sólarhringum saman, oft í verstu færö og ófærum veörum. Fyrir starf sitt hafa þeir að sögn 6—14 þús- kr., en við getum rnáske marið það upp í 2500 kr., að föstu laununum meðtöldum. Mér er sagt að í Færeyjum hafi læknar ekki rninna en 3000 kr. föst laun og surnir meira auk praxis. Snemma í maí lagöi eg svo af stað heimleiðis með járnbrautarvagni yfir Svíþjóö og Noreg; dvaldi fáa daga í Gautaborg, Kristjaníu og Bergen, og leit inn í sjúkrahús í þessum bæjum. Mjög varö eg hrifinn af Bergens- brautinni, hún er alt að 500 kilóm. á lengd og er grafin í gegn urn mörg fjöll. Hjá því verki væri ekki nerna barnaleikur að byggja braut frá Borgarnesi til Akureyrar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.