Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1916, Page 3

Læknablaðið - 01.10.1916, Page 3
2. árgangur. Október 1916. 10. blað. Um bólusetningu gegn taugaveiki. í júliblað Læknablaðsins ritaði próf. Guðm. Hannesson grein um tauga- veiki og beindi — óbeinlínis þó — aö mér spurningu um bólusetningu við henni. Eg skal reyna að svara og þá fyrst fara nokkrum orðum um sjálft bóluefnið og einkum hvernig hagar til liér í Danmörku. Bóluefnið er búið til á Statens Seruminstitut og fá allir danskir læknar það ókeypis sent eftir munnlegri eða skriflegri beiðni, í lyfjabúðum fæst það ekki, læknar verða að snúa sér beinlínis til sjálfs Institutsins. Bóluefnið er tilbúið eftir aðferð Vincents* og er sent i smáglösum. Þynn- ingu þess er þannig hagað, að 1 kbctm. inniheldur 1000 miljónir tauga- veikisgerla. Til þess að verja bóluefniö skemdum er i því 0,5 pct. karból- sýra og getur það því geymst lengi, að minsta kosti nokkra mánuði. Bóluefnið hefur nú verið notað í þrenns konar tilgangi: 1) sem prophyl- acticum; hefir það reynst vel, að því er ráða má, einmitt nú i ófriðnum. Auðvitað eru engar tölur enn þá að styðjast við, því að þær láta ófriðar- þjóðirnar ekki birta fyr en eftir ófriðarlok, en eftir ummælum franskra og þýskra lækna, hefir bólusetningin reynst ágætlega. Hér i Danmörku er bólusetningunni hagað þannig: Spýtt er þrisvar sinnum undir h ö r- u n d i ð í reg. interscap, eða efst í reg. lumbalis meö 3—5 daga millibili. I fyrsta skifti er gefið ca. 250 milj. (= % kbctm. af bóluefninu), annað skifti 500 og þriðja skiftið 1000 rnilj. taugaveikisgerla. Reg. interscap. eða lumbalis er valin, af því að þar veldur bóluefnið minstum óþægindum þótt þroti komi, en annars er hægt að velja aðra staði. Bóluefnið er, þannig notað, mjög hættulítið, nema vera skyldi hjá veikluðu fólki; ráðlegt er þó að láta þann bólusetta halda kyrru íyrir og helzt vera inni dagirin sem hann er bólusettur, því að oftast kemur talsverður hiti, beinverkir og þroti á staðinn þar sem spýtt hefir verið inn og stundum niðurgangur, einkum við fyrstu innspýtingu. — 2) therapeuticum við taugaveiki, meðan hún er i byrjun eða á hæsta stigi. Hér nota menn þó bóluefni, sem búið er til eftir aðferð Besredka’s eða Iahikawa’s og hefir vægari áhrif. Þetta er þó enn þá á tilraunastigi. — Enn fremur hefir bólusetning verið reynd til þess 3) að hreinsa gerlabera, en lítinn eöa engan árangur gefið. Þetta er nú annað atriði málsins. Hitt er: hvaða gagn getur íslenzkum læknum orðið að bólusetningu, ef þeir vilja hefja baráttu gegn taugaveik- Sjá júlíblaðið.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.