Læknablaðið - 01.10.1916, Page 4
146
LÆKNABLAÐIÐ
inni? Þessu er erfitt aö svara, því aö margt kemur til greina, og liklega
getur reynslan ein skoriö úr því. Að því er mér er frekast kunnugt, þá
hefir bólusetning aldrei veriö reynd viö taugaveiki, sem stingur sér niður
á víö og dreif, en hefir hingaö til aö eins veriö notuö vegna sýkingar-
hættu á stöðum, þar sem margt manna er samankomið, t. d. i herliöi og
á spítölum. Eg geri ráö fyrir aö ekki sé hægt aö framkvæma almenna
bólusetningu og yröu því læknar aö láta sér nægja aö bólusetja þar, sem
sýkingarhættan er mest, t. d. alt heimilisfólkiö á iiæ þar sem taugaveiki
stingur sér niöur, ætti þaö aö vera auðvelt, ódýrt og sjálfsagt aö geta
komið aö talsveröu gagni, því aö reynslan sýnir, aö eftir bólusetningu
1) sýkjast færri, og þótt þeir fái veikina, þá er hún 2) venjulega vægari
en ella og 3) ef til vill, eöa sennilega veröa færri gerlalierar. Þetta er auð-
vitað gott, en þaö er ekki nóg. Þótt gert sé ráð fyrir aö hægt væri aö
útvega nóg bóluefni handa læknnm, þá eru þó ýmsir örðugleikar samt.
1) Bólusetningin er ekki örugg, bólusettir menn geta fengið taugaveiki
og boriö hana til annara. 2) Ef til vill geta þeir oröiö gerlaberar, þó þeir
fái ekki veikina sjálfir. 3) Bólusetningin kæmi ef til vill of seint, vegna
þess, bve erfitt er aö „diagnosticera“ taugaveiki, einkum í byrjun. 4) Þarf
aö vita hvaöa tegund taugaveiki um er aö ræða, tyfus eöa paratyfus. Eftir
skýrslunum aö dæma er tala þeirra, sem deyja af taugaveiki á íslandi til-
tölulega lág og gæti þaö bent á að talsvert margir heföu aö eins paratyfus.
í 5. lagi gæti bólusetningin ekki losaö landiö viö þá gerlabera, sem nú eru.
Hægt er nefnilega aö gera ráð fyrir aö þeir séu ekki svo fáir. Komi 200
nýir taugaveikissjúklingar á ári hverju og geri maður ráö fyrir aö 2—4 pct.
af þeim veröi gerlaberar, þá bætast við árlega 4—8 gerlaberar eöa ef til
vill fleiri, svo aö það getur oröiö laglegur hópur þegar um mörg ár er
að ræða. Sennilega mundi gerlaberum þó fækka viö bólusetningu, meöal
annars vegna þess, aö færri fengju veikina. í 6. lagi er vörn sú, sem bólu-
setningin veitir, mjög timatakmörkuö. Wright segir þó aö hún haldist
aö minsta kosti í 3 ár.
í stuttu máli: bólusetningin er ódýr, handhæg og góð á sínu sviði, en
ónóg einsaman og getur tæplega orðið annaö en einn liöur í baráttunni
gegn taugaveikinni. Ef gera á taugaveikina landræka á íslandi, þarf mikiö
fé og mikla vinnu til þess, en ekki ætti þaö aö vera ókleyft og mjög er
þaö þarft aö vekja umræöur um málið. Því aö eftir skýrslum þeim, sem
próf. Guöm. Hannesson gaf í Lbl. er taugaveikin miklu algengari á íslandi
en á öörum Norðurlöndum. Nokkur dæmi nægja. 1913 voru í Danmörku
435 taugaveikissjúklingar, og þar eö fólksfjöldinn í Danmörku er ca.
30 sinnum meiri en á'íslandi, hefðu eftir þvi átt aö vera að eins 14—15
taugaveikissjúklingar á öllu landinu. 1903 veiktust 1089 af taugaveiki í
Ðanmörku, á Islandi veiktust áriö 1905 (skýrslur vanta 1903) af tauga-
veiki 220, eða hér um bil 6 sinnum fleiri tiltölulega en í Danmörku. í Nor-
egi veiktust áf taugaveiki áriö 1907 760 og 1908 1076, á íslandi veiktust
þessi ár 241 og 334, en í hlutfalli viö Noreg, heföu tölurnar átt aö Vera
kringum 30 og 40, eöa enn jiá minni. Á Þýzkalandi dóu af taugaveiki áriö
1905 6 af hverjum 100000 íbúum, sama ár dóu af taugaveiki á íslandi 18 =
hlutfallslega 3—4 sinnum fleiri. í þessum löndum er taugaveikin óöum aö
réna, en eftir skýrslunum frá Islandi fram aö 1910 virðist taugaveikin
heldur aukast, að minsta kosti ekki vera í rénun. Tölur þessar sýna betur