Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1916, Qupperneq 6

Læknablaðið - 01.10.1916, Qupperneq 6
LÆKNABLAÐIÐ. 148 kom síðar fram recidiv. En batinn var ekki að eins lokal. Öll heilsa sjúkl. hafði batnað til muna, og sjúkl. var miklu hressari og vonbetri. Leon Tixier (Menton) lætur insolationina vera eins fullkomna eins og mögulegt er. Hún er almenn, og hefur sérstaklega a,f hans reynslu góð áhrif á „Allgemeinzustand“ sjúkl. Auk þess notar hann Röntgengeisla ein- göngu lokalt á sjálfa meinsemdina. Insolationin var notuð eins lengi og lega herbergjanna leyfði, og oft var róið með sjúkl. út á Miðjarðarhafið, og þeir geislaðir þar á opnum bátum. Tíminn varieraði frá /2 og upp í margar kl.st. á dag. Var í því efni mest farið eftir sótthita sjúklingsins, sem ekki má hækka meira en 0,4 til 0,5 gr. við geislunina. Röntgengeisl- arnir voru filtreraöir gegnurn 1—2 mm. Al. og gefið sem svaraöi y/2 H. undir filtrinu 8. eða 14. hvern dag. Sjúkl. fengu aldrei sótthita, nokkrir fengu primærerythem. Tixier skifti sjúkl. í þrent: 1. Sjúklingar með bólgna og hypertrofiska kirtla (forme renitente). 2. Sjúklingar með mjúka kirtla (forme molle). 3. Kirtlar fluktuerandi (forme ramollie). Flestum sjúklingunum með bólgna hálskirtla batnaði innan þriggja mán- aða. Margir þeirra höfðu verki annaðhvort í kirtlunum eða brjóstinu, og þar einkum ef lungun voru farin að skemmast. Allir verkir hurfu svo rapid við sólgeislunina, að hann talar jafnvel um specifika verkun, og ráðleggur að reyna Heliotherapie í öllum tilfellum af extern. Tub., sem miklir verkir fylgi. Sérstaklega tekur þó Tixier eftir því með undrun, hvað sólgeislunin liafi mikil áhrif í þá átt, að eyða byrjandi emollition, eða hindra hana, og segir, að í mörgum tilfellum muni engin önnur aðferð hafa bjargað sjúkl. undan punktion og það oft þó fluktuation væri komin. Hann álítur þessa aðferð (kombineraða insolation og Röntgengeisla) ideala við þessum sjúkdómum. Kofmann hefir í 4 ár haft Sanatorium við Svartahafið. Hann tók eftir því, aö sveitabörnin komu oftast með gamlar skekkjur eftir berklaveiki mjög sjaldan meðan veikin var florid. Honum datt þvi í hug, að fara með sjúklingana likt og gert var af fólkinu í sveitinni. Börnin fengu stafi eða hækjur til léttis, og voru allan daginn úti undir beru lofti. Honum hefir gefist þetta svo veþað hann nú notar loftböð og sólgeislalækningar systema- tiskt. — Hann er konservativur að eins gagnvart sjálfu meininu. Skekkj- urnar lagar hann með gips-umbúðum. Hann fixerar limina fyrst í þeirri stöðu, sem þeir eru komnir í, og fyrst eftir marga mánuði fer hann að smáfæra þá í lag. Abscessa punkterar hann, og injicerar Napthol eða Thymol. kamforat. Hann venur ekki börnin smám saman við sólarljósið, eins og Rollier, heldur lætur hann þau fara út allsnakin á morgnana í sólskinið, og svo venjast þau við á meðan sól hækkar á lofti. Eftir fyrsta daginn fá þau auðvitað sólbruna af 1. og 2. gr., en þegar hann er batnaður, þá eru þau orðin alveg indolent. Börnin eru látin hafa á höfðinu, en þetta er líka eina fatið sem þau bera. Sum þola þetta vel, en mörg fá höfuðverk og svima um hádegið. Með þau er þá fariö inn i trjáskuggann, og kaldur vatnsbakstur •látinn á höfuðið, en einnig þau venjast oítast nær fljótt viö. Það er ein- kennilegt fyrir loftslagið við Svartahafið, að þar er annaðhvort rok eða logn. Ef logn er, þá er hitinn svo mikill um hádegið, að hann verður óþol- andi, og þá eru börnin látin fara upp á hæö nokkra viö vatnið.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.