Læknablaðið - 01.04.1919, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ
5i
Annar kennarahæfileiki G. M. er sá, hvaS hann getur veriö mildur vi5
þekkingarskort lærisveinanna. Þegar viö vorum a5 skoSa sjúkling, og
ókunnugir menn voru viðstaddir og heyröu til okkar og viö höfðum lýst
sjúkdómseinkennunum, gerSi G. M. ef til vill ööruhvoru smávægilegar
athugasemdir við lýsingar okkar. ViS héldum því að okkur heföi reitt
fremur vel af. En þegar hann var svo orðinn einn meS okkur, varS stund-
um nokkuS annaS uppi á teningnum. Hann hafSi þá geymt öll ósköpin
af axarsköftum og vitleysum, sem viö höföum gert. Hann sagöi auövitaö
ekki, aS hann heföi þyrmt okkur í áheyrn ókunnugra, en viö fundum þaö.
Þessi nærgætni G. M. átti rót sína aS rekja til hans miklu manrn
þekkingar. Hann er jafnglöggur á menn og sjúkdóma. Hann finnur þaö
einhvern veginn á sér, aS hverju hann þarf aS spyrja, hvort sem um van-
þekkingu eSa sjúkdóm er aS ræSa. Hann er fljótur aS ákveSa sjúkdóma;
þó gerir hann aldrei nein stökk í þeim efnum, þvi hann er frábærlega rök-
færinn, lætur sig aldrei slampast á einhverja niöurstöSu, heldur leggur
alt niSur fyrir sér vel og skipulega, áöur en hann dregur nokkra ályktun
af athugunum sínum. En af því aS honum er orSiS svo eiginlegt aS þræSa
hinn mjóa veg rökrjettrar hugsunar, er hann oft æriS fljótur aS komast
aS fastri niSurstöSu. Þessi hæfileiki hans gerir honum oft furöu auSvelt
aS koma ljósum skilningi inn hjá lærisveinum sínum, og tengja margt,
sem sýnist fjarskylt, í eitt og sama kerfi, draga þaS saman í eina órjúfan-
lega heild.
G. M. er tvímælalaust einn hinna fjölfróSustu manna þessa lands, enda
er hann óviSjafanlega stálminnugur. Hann er ekki aS eins hálærSur læknir,
heldur og prýöilega heima í flestum algengum fræöigreinum, er „fræSimaS-
ur á sögu og ljóö“. Oss, sem þekkjum G. M. furSar í raun og veru ekki á
því, aö hann hefir meöal annars lagt mikla stund á náttúrufræöi, því aö
hann er náttúrunnar barn; hann elskar náttúruna og lifir hennar lífi. ÞaS
má heita, aS hann endurfæöist meö hverju vori. Því „þegar voriS er komiS
og grundirnar gróa“, er sem nýtt líf og fjör færist um hann allan. Og
þessi endurlífgandi máttur eSa áhrif náttúrunnar gera G. M. aS þessum
síunga og sístarfandi fræöimanni sem hann er. Hann drekkur í sig lífs-
afl sólskinsins á hverju sumri og kemur svo í skólann á haustin meS
nýja krafta og áhuga. ÞaS er mjög líklegt, aS hann mundi aldrei hafa
enst til þess aö kenna í öll þessi ár meS sama áhuga og áhrifum, ásamt
öSrum störfum, ef náttúran heföi ekki gert hann svona næman fyrir áhrif-
um sínum.
Og maöur talar ekki lengi viS G. M. án þess aS fræSast um eitthvaö.
Hann er altaf aS fræöa menn, ef hann tekur menn tali, eSa rjettara sagf, ef
menn taka h a n n tali. Því hann otar aldrei fram fróSleik sínum aö óþörfu.
Hann er fámáll aö eölisfari, og meira aS segja mjög fámáll, og oft svo,
aö kalla mætti hann hinn þögla. ÞaS er og áreiSanlegt, aö ýmsir læknar
öfunda hann af því, hvaS hann sleppur hjá mörgum óþægilegum spurn-
ingum, af því aö hann er svo þögull. ÞaS virSist ekki rangt til getiö, aS
eitthvaS svipaö vaki fyrir honum og Ágústús gamla Rómakeisara, sem
sagt er aö hafi oft raulaö vísustef þetta fyrir munni sér:
Est et fideli tuta silentio
merces.