Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1919, Side 29

Læknablaðið - 01.04.1919, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 75 svo í lagi væri. Þegar maöur er önnum kafinn frá því kl. 6—7 á morgn- ana og fram til 2—3 á nóttunni, dag eftir dag, í sjúkravitjunum og allir kalla úr öllum áttum, gefst enginn tími til slíks, engin leiS aS fylgja nema örfáum sjúklingum alla leiö á sjúkdómsbrautinni. Ekki einu sinni tími til aö bókfæra alla þá sjúklinga, sem maöur er kallaöur til. Eg geröi mér þó far um aS rita hjá mér svo marga sjúklinga sem hægt var. Sérstaklega voru þaö þeir sem þyngst voru haldnir. Eru þannig bókfæröir hjá mér 1232 sjúklingar, og eru þaö aöallega þeir, sem eg gat nokkurn veginn stundað, komið til oftar en einu sinni. En til margra þessara sjúklinga gat eg ekki komið oftar en einu sinni, og voru þó sumir í byrjun veikinnar, sumir aftur í enda hennar. Af þessum 1232 sjúklingum eru bókfærðir hjá mér dagana 28. okt. til 31. okt 1. nóv. — 5. nóv 6. — — 10. — 329 11. — — 15. — 368 16. — — 20. — 195 21. — — 25. — 127 — 26. — — 30. — 46 1. des. — 6. des 8 — Samtals 1232 sjúklingar Virðist þetta yfirlit benda á, að sóttin hafi verið almennust í bænum dagana frá 6. nóv. til 16. nóv. Af sjúldingunum voru 561 karlkyns og 671 kvenkyns. Bendir það á, að sóttin hafi lagst tiltölulega þyngra á konur en karla. Aldur sjúldinganna var þessi: Karlar Konur Samtals o til 1 árs........... 15 8 23 1 — 10 ára ......... 101 129 230 10 — 20 — ........... 103 83 186 20 — 40 — ........... 273 330 603 40 — 60 — ............ 56 93 149 yfir 60 — ............ 13 28 41 561 671 1232 Þetta sýnir, að sóttin hefir lagst léttast á börn og gamalmenni, en þyngst á miðaldra fólk, og á þeim aldri þyngra á kvenfólkið en karlmennina. Að því er dauðsföllin snertir, veit eg til að 77 af þessum 1232 sjúkling- um hafa dáið. Verður það 63 af hverju þúsundi, í fyrsta áliti ótrúlega há tala, en við þetta er það athugandi, að eg hefi ekki bókfært nema þung sjúkdómstilfelli, öllum eða flestum léttum tilfellum er slept. Aldur og kynferði hinna dánu var eins og hér segir: Karlar Konur Samtals o — 1 árs ............... 3 2 5 1 — 10 ára .............. 6 4 10

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.