Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1919, Side 30

Læknablaðið - 01.04.1919, Side 30
76 LÆKNABLAÐIÐ Karlar Konur Samtals io — 20 — 3 i 4 20 — 40 — 20 25 45 40 — 60 — 7 2 9 yfir 60 — 2 2 4 41 36 77 Kemur það hér fram, að flestir hafa dáið á besta aldrinum, 20—40 ára, enda var veikin þyngst á þeim aldri. Að því er sjálfa veikina snertir, var hún mjög einkennileg og að mörgu leyti alt öðruvísi en þær inflúenzu-sóttir, sem áður hafa gengið og eg hefi séð. Eg var alvanur við að sjá í fyrri sóttum barkakvef og háls- bólgur, lungnakvef og lungnabólgur, bæði broncho-pneumoníurogkrúpösar, eyrnabólgur, taugaverki, uppköst og niðurgang, konur hafa ynist fangs og sumir orðið hálf-brjálaðir um tíma. En svo þungt lungnakvef, svo tíðar lungnabólgur sem í þessari sótt hefi eg aldrei séð. Og þessar blæð- ingar. Blóðið streymdi ekki að eins úr nösum, stundum óstöðvandi, heldur og upp úr lungum, niður úr þörmum, upp úr maga og gegnum þvagrásina. Lungnabólgan kom þótt menn lægju kyrrir í rúmunum og gættu allrar varúðar. Og þótt lungnabólgan rénaði, fór hjartað að ólm- ast, hræðsla greip menn og kvíði, þyngsli komu og andarteppa, menn bólgnuðu í andliti, á höndum og fótum og köfnuðu að lokum. Og svo eftir alt saman urðu líkin helblá. Þetta er það, sem gerði þessa inflúenza-sótt svo einkennilega og ægi- legri en aðrar influenza-sóttir, sem eg hefi séð. Og að hér hafi verið um mikla septiska eitrun að ræða, samfara influenzunni, tel eg efa- laust. Blæðingarnar og hjartaveiklunin benda til þess. Eins og kunnugt er, er influenzan sjálf sem slík, sjaldnast banvænn sjúkdómur, nema hún þá hitti fyrir menn, sem eru að einhverju leyti sjúkir eða veiklaðir. — I mörgum influenzu-sóttum hefir það verið rann- sakað og dauðratalan af hreinni influenzu reynst = o. Þó hafa Danir rann- sakað þetta einhverntíma og þóst finna, að af 502 dauðsföllum eftir in- fluenza hafi 46 veríð hreinni influenzu að kenna (9%). En einkanlega eru það fylgikvillarnir, sem dauða valda, en Jieir eru orsakaðir af þeim bakteríum, sem eru í för með influenza-bakteriunni. Skæðasta bakterian i þeirri fylgð er vanalega pneumococcus og því er lungnabólgur svo tíð- ar og valda flestum dauðsföllum. En þó er líka streptococcus skæð bakteria, og mér virðist, að þessi rnikla „hæmorrhagiska disposition" og hjartaveiklun í þessari sótt benda til, að streptococcus hafi víða fengið yfirhöndina og að í mörgum tilfellum hafi um hreina streptococca-eitrun verið að ræða. Eins og áður er sagt, voru lungnabólgur mjög tíðar. Eg gerði mér far um að athuga hvern sjúkling því viðvikjandi, og kom það í Ijós, að af þessum 1232 sjúklingum höfðu 292 lungnabólgur að meira eða minna leyti. Er það tæpur fjórði hver sjúklingur (23,7%). Geta hafa verið fleiri, og enda líklegt, því að marga sá eg ekki nema einu sinni, og geta þeir hafa fengið bólgur eftir það. Langflest voru lungnabólgutilfellin þegar sóttin stóð sem hæst.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.