Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1919, Síða 3

Læknablaðið - 01.11.1919, Síða 3
10IH1HII .. 5. árgangur. Nóvember. 10. blað. Oxyuriasis. Njálgur hefir veriS kunnur síðan i fornöld, og er meira og minna al- gengur í öllum löndum, einkum i börnum, og þar sem hreinlæti er ábóta- vant, og er þetta síðara atriði í eölilegu samræmi viS lífsháttu þessara orma. Skal dálitið minst á það her. Oxyuris vermicularis hefst helst viö í neðanverðum Ileum og í Coecum og Process. vermiformis. Skiftar hann ham 2var eða 3var áður en karl- og kvendýrin verða fullþroska. Þegar Copulation (karl- og kvendýrs) er um garð gengin og uterus kvendýranna fer að þenjast út af eggjum, þá fara kvendýrin að flytja sig úr Coecurn (og proc. vermiformis) niður eftir colon niður i rectum. Þegar þangað er komið', er uterus kvendýr- anna orðinn troðfullur af fullþroska eggjum og fara ormarnir þá að gjóta, sumpart neðst í rectum og í slímhimnufellingunum í anus og sumpart og enda helst á húðinni fyrir utan anus. Einkum skriða kven- dýrin full af þroskuðum eggjum um næturnar út úr anus og áfram, hing- að og þangað í rima internat., um perineum o. s. frv., helst þar sem húð- in er rök, stundum inn í vulva og vagina hjá telpum og konum, og gjóta aragrúa af eggjum á leiðinni. Þetta skrið ormanna hefir, sem kunnugt er, oítast í för með sér kláðaóþægindi á þessum umgetnu stöðum likam- ans og klóra sjúklingar sér svo, og fá um leið egg njálgsins á fingurna og undir neglurnar, og þaðan komast eggin svo inn í munn sjúklings- ins, þegar hann neytir matar, eða á annan hátt. Egg njálgsins berast þannig, annaðhvort beinlínis á fingrum sjúklinga inn í munninn, einkum r börum, eða þá á mat og stundum í drykk inn í munn og maga fólks, þ. e. a. s., eggin eru þá s m i t a, og Oxyuriasis h e 1 d u r á f r a m i sjúkl- ingum, aðallega af því að stöðugt koma egg á ný p r. o s inn í hann, það á sér stað stöðugt reinfectio p r. os, en að miklu minna leyti af því að ormarnir gjóti inni í þörmum sjúklingsins, því að þótt slikt geti kornið fyrir, þá er hitt að aðalreglan og e ð 1 i orma þessara að skríða niður í anus og út úr anus til þess að gjóta á húð sjúklingsins. Það lítur svo út, að kláöi sá, sem oftast er samfara skriði ormanna um leið og þeir dreifa eggjum sínum á húö sjúklingsins, sé frá náttúrunnar hendi tilhögun til þess að halda við þeim „circulus“ ormanna og eggj- anna, sem að ofan er lýst, ormunum í hag. í samræmi viö þetta, sem hér hefir verið tekið fram um eðlisfar njálgsins, er það, að sjaldan finnast njálgsegg svo neinu nemi í fæces sjúklinga, þó leitað sé að þeim ]tar. Egg njálgsins eru töluvert lifseig og geta haldið sér nokkurn tíma bæði á matvælum og í vökvum (vatni, mjólk) þegar þau komast í slíkt, og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.