Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1919, Síða 12

Læknablaðið - 01.11.1919, Síða 12
170 LÆKNABLAÐIÐ var komiö. Auk þess voru rafmagnslampar í veggskápum liátt uppi á veggjum og var Ijósinu frá öllum beint á aögeröaboröiö. Aö vísu var það geysilegt ljósflóö, sem streymdi inn í stofurnar frá öllum þessum dýru og margbrotnu lýsingatækjum, en þó er þaö auðséð, að ljóssins nýt- ur ólíkt ver, er þaö er svo langt í burtu. Einn yfirlæknirinn sagöi mér, aö ])egar í haröbakkann slægi aö nóttu, vildi hann frekar gera skurö á ó- æðri skurðstofunni, þar sem góöir einfaldir lampar héngu rétt fyrir ofan aðgerðaborðið. Þar væri birtan miklu betri, þrátt fyrir alt! Á Rauöakrossspítalanum í Kristjniu var einn stór vegglampi látinn nægja á öllum aðgerðastofum. Ofanljós þótti óþarft, því rafmagnsljós kysu allir ef nokkuð væri fariö aö halla degi. Eina nýjung eftirtektarverða sá eg á Bispebjærg. Þar var svo ríflegt bilið milli ytri og innri glugga, aö stúdentar gátu staöiö milli glugganna og horft á aðgerðir án þess að vera til nokkurs trafala i stofunni. Gat þetta ekki hreinlegra verið. í Lundi voru járngrindur gljániálaðar á gólfi, sem fjöldi stúdenta gat staðið á og séð hvað fram fór. Likt hvaö vera til í London. Hvergi sá eg svo vandaða deild fyrir vafagemlinga, menn sem grun- aðir eru um næma kvilla en diagnosis þó óviss, eins og á Ullevaal í Krist- janíu. Er það sérstök einlyft bygging. Gangur mikill liggur eftir henni nendilangri með ofanljósi, og má loka tryggilega fyrir hann á 4 stööum og skifta husinu í fernt. Hefir þá hver hluti sínar útidyr og öll nauðsyn- leg tæki. Allar sjúkrastofur (mjög vandaðar) eru fyrir eitt rúm að eins og fylgir hverri þeirra baöherberg-i meö salerni. Gluggi lítill er á hverri stofu sem veit inn i ganginn, með gluggatjöldum aö utan, og má því siá inn til sjúkl., án þess að koma inn í herbergið. Skamt frá honum er lítil'. veggskápur og hangir þar kirtill læknisins. Dyr liggja ekki inn i sjúkra- herbergið sjálft, heldur inn í baðherbergið og þaðan er gengið inn til sjúkl. Fötum og kirtlum er skift við hvert herbergi, og hver sjúkl. svo einangrað- ur sem frekast verður kosið á. Frá fundi norrænna heilbrigðisfræðinga get eg fátt sagt í stuttu máli. Danska selskabet for Sundhedspleje hafði boöað til fúndarins, og var hann einn þáttur i samdrættinum milli Norðurlanda, sem nú er svo ofarlega í hugum margra. Danir tóku vel og rikmannlega á móti gestum sínum, eru sjálfir gestrisnir, sýnt um veislur og mannfagnað og hafa auk þess kon- ungleg húsakynni og önnur tæki til slíkra hluta. Fundurinn var haldinn í hinum mikla sal í Teknologisk institut og 'sótti hann fjöldi manna frá öllum Norðurlöndum. Er það undir eins nokkur lærdómur, að sjá hversu öllu er hagað á slíkum mannamótum og betur getur maður veriö viðbú- inn í næsta sinn, ef sækja skyldi slíkt mót. — Fyrsta daginn var tekið móti gestum, fundur settur, skoðuð mikil hygienisk sýning, sem stóð í sambandi við fundinn, og að lokum borðaður kvöldverður. Næsta dag var rætt um „Hygienens kaar i de skandinaviske lande efter krigen“ (próf. Fredericia Kbh., og Dr. W. Söderbom Norrköping) og „Kan skole- hygienen blive en betydningsfuld faktor for befolkningens helbredstil- stand?“ Dr. Carl Schiötz frá Kristjaniu hóf umræður. Hvorki þótti hon- um né öðrum ræðumönnum einsýnt, að lækniseftirlit með skólum bæ-i mikinn árangur, að minsta kosti með þeirri tilhögun, sem verið hefði.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.